Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Síða 39
Valgerður Katrín Jónsdóttir „ 'Heivt íájtrtY'fom í sjúkv'Akú.s- þjónus-tu úqa {ulUn. vétt Á ser“ - seg/r Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, var meðal fyrirlesara á SSN-ráðstefnu hjúkr- unarstjórnenda sem haldin var á Hótel Sögu 18. og 19. mars sl. Sigríður lauk BS-námi í hjúkrunarfræði 1982 og MS-námi í hjúkrunarstjórnun frá háskólanum í Wisconsin í Madison í Bandaríkjunum 1984. Hún tók við starfi hjúkr- unarforstjóra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1988. En hvers vegna varð hjúkrunarstjórnun fyrir valinu? „Ég held að hugmyndin hafi kviknað þegar ég var að vinna við svæfingahjúkrun á Landakotsspítala á árunum '73-77. Þáverandi priorinna, Sr. Hildegaard, kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera sér til aðstoðar á skrifstofunni við stjórnun á Landakoti. Ég afþakkaði sem betur fer gott boð, því ég held ég hefði verið algjörlega ófær um að taka það að mér á þeim tíma.“ Hún bætir við að hún hafi þó eflaust haft hugmyndina með í farteskinu þegar hún flutti til Bandaríkjanna 78. „Ég var búin að ákveða að fara í meira nám og tók BS í hjúkrun og þegar fór að líða á námið ákvað ég að nýta tækifærið enn betur því Madison er stór háskólabær. Því fór ég í meistaranám og þá varð stjórnun fyrir valinu." Hún valdi sér síðan í samráði við sinn prófessor þá kúrsa sem myndu reynast mikilvægir í væntanlegu fram- tíðarstarfi í stjórnun á íslandi. Námið var sett saman úr ýmsum deildum; viðskiptafræði, verkfræði, læknisfræði, hjúkrun og sjúkrahússtjórnun. „Sjúkrahússtjórnun er nú sjálfstæð sérgrein innan háskóla í Bandaríkjunum því vaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda sjúkrahúsa að þeir hafi að baki nám í stjórnun auk grunnnáms á sviði hjúkr- unar, læknisfræði eða annarra klínískra greina." Breytingar á liðnum árum En hvaða breytingar hafa helst orðið þann tíma sem Sigríður hefur verið í starfi sem hjúkrunarstjórnandi? „Ég hef verið hjúkrunarforstjóri hér sl. 10 ár en hef þó haft tækifæri á þessum tíma tii að vinna tímabundin verk- efni í málefnum sjúkrahúsa á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins, fyrst í 3 mánuði árið 1996 og nú í 12 mánuði frá 1998 til 1999. Einnig var ég svo heppin að fá styrk á sl. ári til að stunda nám í sjúkrahússtjórnun á sumarnámskeiði við Wharton Schooi of Business við háskólann í Þenn- sylvaníu í Fíladelfíu, en það var að mörgu leyti ómetanlegt. Frá því ég tók við störfum á Borgarspítalanum 1988 hafa orðið miklar breytingar. Borgarspítalinn og Landa- kotsspítali sameinuðust frá 1. janúar 1996 í Sjúkrahús Reykjavíkur og nú síðast um áramótin '98-'99 var ráðinn einn forstjóri yfir sjúkrahúsin í Reykjavík. Slíkar breytingar krefjast mikils af öllum sem málið varðar og maður kynnist gjarnan því besta og versta í fari fólks. Það er ómetanleg reynsla að hafa tekið þátt í slíkri vinnu þó enginn myndi sennilega kalla hana yfir sig að ástæðulausu. Á tímum hagræðingar og sparnaðar reynir á flesta mannlega þætti sem og faglega þekkingu og reynslu. Mikil áhersla er lögð á samvinnu og teymisvinnu mismunandi starfsstétta." Hún bætir við að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar miklar skipulagsbreytingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem sett voru á stofn annars vegar klínísk svið, sem snúa að sjúklingunum, svo sem geðsvið og lyflækningasvið, og hins vegar rekstrarsvið og upplýsingasvið. í forsvari fyrir klínísku sviðin eru hjúkrunarframkvæmdastjórar (sviðsstjór- ar) og forstöðulæknar (sviðsstjórar) sem bera sameiginlega rekstrarábyrgð og starfa saman í sviðsstjórn, þó hjúkrunin sé að sjálfsögðu skv. lögum á ábyrgð hjúkrunar og lækn- ingarnar á ábyrgð lækna. Sviðsstjórar heyra síðan undir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 119

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.