Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 47
Félagsgjald til lens íota kj ú kru\áarœði iaaá Á Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í maí 1997 var ákveðið að félagsgjald til félagsins yrði 1,1% af heildar- launum. Áður miðaðist félagsgjaldið við föst laun og var þá 1,55% afföstum launum. Samkvæmt útreikningum stjórnar félagsins leiddu þessar breyttu viðmiðanir til sömu niðurstöðu í félagsgjöldum, þ.e. að tekjur félagsins yrðu þær sömu. Vinnudeilusjóður Á fulltrúaþingi félagsins 1997 var jafnframt tekin ákvörðun um að safna í sérstakan vinnudeilusjóð hjúkrunarfræðinga, en það hafði ekki verið gert frá stofnun félagsins. Það var mat stjórnar og kjaranefndar félagsins að nauðsynlegt væri að gera sérstakt átak í að byggja upp slíkan sjóð, til að grípa til ef til vinnudeilu kæmi. Það var forsenda í mati stjórnar og kjaranefndar að vinnudeilusjóður þyrfti að geta staðið undir verkfalli um 50% allra hjúkrunarfræðing í 5-6 vikur á viðunandi launum. Fjármagn sem var í vinnudeilusjóði félagsins á árinu 1997 hefði einungis staðið undir einni 20.000 kr. greiðslu til hvers hjúkrunarfræðings miðað við að 50% starfandi hjúkrunarfræðinga væru í verkfalli. Því ákvað fulltrúaþing að hjúkrunarfræðingar myndu greiða 0,3% af heildarlaunum hjúkrunarfræðinga í vinnudeilusjóð. Það er mat stjórnar féiagsins að nægjanlegt fé verði í sjóðnum eftir 3-4 ár til að standa undir verkfalli af þeirri stærð sem að framan greinir. Því er fyrirsjáanlegt að hægt verði að lækka verulega eða fella út gjald í vinnudeilusjóð í náinni framtíð. Félagsgjöld miðuð við föst laun, heildarlaun eða fast gjald Nokkur umræða hefur átt sér stað á undanförnum mánuð- um um fyrirkomulag félagsgjalda og ekki hafa allir verið sáttir við þá ákvörðun fulltrúaþings í maí 1997 að miða félags- gjaldið við heildarlaun í stað fastra launa. Viðmið félags- gjalda er ávallt umdeilanlegt og oft erfitt að ákvarða þá leið sem réttlátust er á hverjum tíma enda hafa menn misjafnar hugmyndir um réttlæti í þessu samhengi. Ástæða þess að viðmið félagsgjalda var breytt úr föstum launum í heildarlaun á fulltrúaþinginu í maí 1997 voru einkum eftirfarandi: • Ef félagsgjöld eru miðuð eingöngu við föst laun hjúkr- unarfræðinga geta tekjur félagsins af félagsgjöldum bæði hækkað verulega og lækkað ef launasamsetning hjúkrunarfræðinga breytist. Ef t.d. hlutur fastra launa af heildarlaunum hjúkrunarfræðinga hækkar verulega, þá myndu hjúkrunarfræðingar greiða mun meira til félagsins en raunin er í dag. Það er hins vegar mjög mikilvægt að tryggja félaginu stöðugar tekjur sem eru ekki háðar því hvernig launaþættir eru skilgreindir á hverjum tíma og hver samsetning launa verður í framtíðinni hjá hjúkrunar- fræðingum. Ein leiðin til þess er að félagsgjöld til félagsins verði miðuð við heildarlaun hjúkrunarfræðinga. • Það er eðlilegt að tekjur félagsins taki í sem mestum mæli mið af þeim þáttum sem félagið semur um í kjara- samningum. í kjarasamningi félagsins er samið um taxta- laun og jafnframt ýmsa aðra þætti svo sem álagsgreiðslur og yfirvinnu. Áherslur félagsins í kjarasamningum geta hins vegar verið mismunandi. Alltaf er lögð áhersla á hækkun taxtalauna, en oft eru aðrir þættir settir í forgang, s. s. hækkun á vaktaálagi og greiðslur fyrir yfirvinnu. Ef félagsgjöld miðuðust við föst laun þá myndu samningar félagsins sem miðuðu t.d. að sérstakri hækkun á vakta- álagi eða tímakaupi fyrir yfirvinnu ekki skila sér í félags- gjöldum til félagsins, þó augljóslega gagnist þær breyt- ingar sérstaklega stórum hópum félagsmanna. • Erfitt er að skilgreina hvað eru föst laun. Föst laun geta t. d. verið taxtalaun auk ákveðinnar yfirborgunar. Ef svo er þá fær félagið eingöngu félagsgjald af taxtalaununum. • Greidd er lægri % af öllum launum en ef félagsgjaldið er miðað við föst laun. Þannig hækka félagsgjöld hjúkr- unarfræðinga sem hafa verulegan hluta af sínum heildar- launum í formi yfirborgana, yfirvinnu og álags, en á móti lækka félagsgjöldin hjá þeim hjúkrunarfræðingum þar sem taxtalaun eru stærsti hluti heildarlauna. Þannig má leiða að því líkum, að með þessari breytingu séu félags- gjöld þeirra hjúkrunarfræðinga, sem hæst hafi launin að hækka, en félagsgjöld þeirra hjúkrunarfræðinga sem lægstu launin hafa að lækka. • Ef félagsgjöld eru eingöngu miðuð við föst laun þá greiða þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa verulegan hluta tekna sinna af yfirborgunum, álagi og/eða unninni yfir- vinnu lægra hlutfall af sínum launum í félagsgjöld en þeir sem eingöngu hafa tekjur í formi taxtalauna. • Þau sjónarmið hafa komið fram að allir félagsmenn ættu að greiða sömu upphæð til félagsins burtséð frá launum og starfshlutfalli þar sem allir félagsmenn eigi rétt á sömu þjónustu frá félaginu. Afleiðing þessa yrði sú að lægst launuðustu félagsmennirnir myndu greiða mun 127 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.