Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 8
Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is Einkarekstur hefur gefið góóa raun, segir Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Öldungs hf. STRAUMHVÖRF í ÞJÓNUSTU Á síðustu árum hafa orðið straumhvörf í afstöðu til þess hvernig staðið skuli að þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili eru byggð samkvæmt nýjum kröfum og nú þykir sjálfsagt að hver og einn vistmaður fái eigin vistarveru og rúmgóða aðstöðu. Þróunin verður áfram í þessa veru jafnframt því sem efla þarf aðra valkosti, svo sem heimaþjónustu sem jafnvel gæti verið í tengslum eða á vegum hjúkrunarheimilanna. Þetta segir Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilsins Sóltúns í Reykjavík og framkvæmdastjóri Öldungs hf. Garðurinn við Sóltún er fallegur og hefur meðal annars fengið verðlaun Reykjavíkurborgar. Þar gefst heimilsfólk tækifæri til að komast í snertingu við náttúruna. Sóltún tók til starfa 2002 og er rekið af Öldungi hf. Viðmiðið er að hjúkrunarþyngd vistmanna sé meiri en á hjúkrunarheimilum með meðalhjúkrunarþyngd samkvæmt RAI-staðli og taka daggjöld, sem ríkið greiðir, mið af því. Á Sóltúni eru samtals 92 einstaklingsherbergi; 12 sambýli á þremur hæðum. Til að fullnægja einstakl- ingsbundnum þörfum heimilismanna.sem þarfnast langtímahjúkrunar og læknis- þjónustu, var leitast við að afmarka hjúkrunarheimilið í 12 sambýli þannig að einstaklingar með sambærilegar þarfir samnýti ákveðna kjarna. Flestir koma af Landspítala „í upphafi kom hingað til vistunar í nokkrum mæli fólk sem hafði dvalist árum saman á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, meðal annars einn í tuttugu ár. Það hafði hreinlega ílenst þar því ekki var í nein 6 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.