Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 27
FRÉTTAPUNKTUR Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Helga Bragadóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild og þróunar- ráðgjafi á Landspítala, flutti 9. júní síðastliðinn fyrirlestur um rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á LSH. Rannsóknina vinnur hún í samstarfi við hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarráð LSH, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag íslands og samstarfsfólk úr hjúkrunarfræðideild og verkfræði- deild HÍ. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar eru tafir og truflanir í vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. í fyrirlestrinum var sagt frá fyrstu niðurstöðum. Aðferðafræði rann- sóknar er blönduð og er gögnum safnað með athugunum og viðtölum. Gögnum er safnað í handtölvu og upptökutæki auk þess sem þátttakendur bera skrefamæla. Fyrstu niðurstöður benda til þess að hjúkrunarfræðingar gangi að meðaltali 6,5-7,4 kílómetra á hverri vakt. Þeir fara oft á milli verkefna og gera yfirleitt fleira en eitt í einu. Tafir og truflanir eru tíðar, að meðaltali 4,52 á hverri klukkustund. Skortur á stoðþjónustu er ein meginorsök truflana auk sam- skipta við samstarfsfólk og er áberandi hversu aðgengilegir hjúkrunarfræðingarnir eru. Tafir og truflanir eiga sér oftast stað við beina og óbeina hjúkrun en einnig við lyfjaumsýslu og er það umhugsunarvert. Rannsóknin heldur áfram og verður gögnum safnað á vöktum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á fleiri deildum LSH. um urrcsfl! „ *3Zs£%2&b' ÝmisúrræW°9 vegnaþvaglete TENA Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliöi RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiöbeinir skjólstœöingum TR, einstaklingum meö þvagleka og aöstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.