Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 41
unnar styrkist minna framan af en veikist jafnframt minna þegar líður á spátímabilið. Eins og sjá má er verðbólga framan af minni en í meginspánni, enda draga hærri vextir úr eftirspurn og gengi krónunnar styrkist. Hagvöxtur er u.þ.b. 0,3-0,5 prósentum minni á næstu tveimur árum, eftir því hvor gengisferillinn er notaður, og framleiðsluspenna minnkar með samsvarandi hætti. Þegar líður á spá- tímabilið fer gengi krónunnar hins vegar að veikjast á ný, eins og áður segir, og verðbólga að aukast. Hún eykst hins vegar mishratt eftir því hvor gengisferill- inn er notaður og er reyndar komin upp fyrir megin- spána í lok tímabilsins ef tekið er að fullu tillit til óvarins vaxtajafnvægis, enda er þá gert ráð fyrir til- tölulega skarpri lækkun gengis krónunnar. Ef aðeins er tekið tillit til vaxtajafnvægisins að hluta verður verðbólguferillinn jafnari. Verðbólgan þróast áþekkt og í meginspánni út spátímabilið en liggur þó ávallt nokkuð undir henni. Í báðum tilvikum kemur hins vegar í ljós að þær væntu vaxtahækkanir sem lesa má út úr framvirkum vöxtum virðast ekki duga til að halda verðbólgu við verðbólgumarkmiðið á spátímabilinu. Ljóst er að miðað við núverandi upplýsingar um stöðu þjóðar- búskaparins, breytingar á lánamarkaði og endur- skoðaðar áætlanir um stórframkvæmdir sem nú liggja fyrir, hefði Seðlabankinn hækkað vexti fyrr en raunin varð. Það þýðir að grípa þarf til meiri hækkana en ella til að tryggja að verðbólga verði sem næst markmiði. Gangi áætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkis- fjármálum eftir verður verðbólga minni Í meginspánni er vikið nokkuð frá forsendum fjár- málaráðuneytisins um þróun samneyslu á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að samneysla vaxi um rúmlega 3% á næsta ári og um 2½% á árinu 2006 en ráðuneytið gerir ráð fyrir að samneysla vaxi um 2% bæði árin eins og áður hefur komið fram. Að hluta til skýrist það af áhrifum verkfalls kennara á útgjöld sveitarfélaga, en einnig er tekið tillit til þess að áætlaðar aðhaldsaðgerðir eru almennt orðaðar og að rík tilhneiging hefur verið til þess að útgjöld fari fram úr upphaflegum áætlunum hins opinbera. Gangi áætlanir ráðuneytisins eftir er hins vegar ljóst að það léttir aðeins á undirliggjandi eftirspurnar- þrýstingi miðað við meginspána. Ætla má að vöxtur þjóðarútgjalda á næsta ári yrði tæplega 1 prósentu minni en í meginspánni. Hagvöxtur yrði því líklega tæplega ½ prósentu minni árið 2005 en áhrifin á vöxt efnahagslífsins á árinu 2006 yrðu ekki jafn mikil. Um ½ prósentu minni framleiðsluspenna en ella á spá- tímabilinu myndi létta á verðbólguþrýstingnum. Ætla mætti að ársverðbólga á næstu tveimur árum yrði á bilinu 0,2-0,3 prósentum minni en í meginspánni. IX Stefnan í peningamálum Þegar þetta er ritað hefur Seðlabankinn hækkað vexti fimm sinnum frá því snemma í maímánuði, samtals um 1,95 prósentur. Síðasta vaxtahækkun bankans var tilkynnt í lok október sl., en þá hækkaði bankinn stýrivexti um 0,5 prósentur, í 7,25%. Í frétt bankans sem þá var gefin út var vísað til greiningar á þróun og horfum í efnahags- og peningamálum sem birtist í Peningamálum 2004/3 um miðjan september. Þar var greint frá því að framvindan á fjármálamörkuðum hefði unnið gegn aðgerðum bankans á undanförnum mánuðum og að óhjákvæmilegt væri að Seðlabank- inn brygðist við í ljósi þess að framkvæmdir við virkjanir og álbræðslur myndu færast ört í aukana á næstu mánuðum. Greint var frá mikilli ásókn í ný lán í kjölfar gríðarlegra breytinga á framboði lánsfjár, sem hefði það í för með sér að greiðslubyrði einstakl- inga léttist verulega, en við það ykist það fé sem þeir gætu ráðstafað til einkaneyslu eða kaupa á íbúðar- húsnæði. Þá var í fréttinni lögð áhersla á að verð- bólga hefði um skeið verið töluvert yfir 2½% verð- bólgumarkmiðinu, sem yki hættu á að hærri verð- bólguvæntingar, sem hefðu ágerst undanfarið ár, festust í sessi. Raunstýrivextir Seðlabankans hefðu fyrir vikið ekki hækkað að ráði og væri vaxtahækkun bankans ætlað að vinna á móti slakara aðhaldi peningastefnunnar sakir hærri verðbólguvæntinga, slökunar á fjármálalegum skilyrðum sem stafaði af sókn bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn og breyt- ingum á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Þá var frá því greint í fréttinni að líklega þyrfti að grípa til frekari aðgerða til að ná verðbólgunni niður að verðbólgu- markmiði bankans, meðal annars í ljósi þess að um- talsvert frávik gæti leitt til endurskoðunar á launalið kjarasamninga í nóvember árið 2005, en einnig yrði að taka tillit til vaxandi framkvæmda við virkjanir og stóriðju og ófullnægjandi aðhalds í frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 2005. Varað var við því að mikill viðskiptahalli á næstu tveimur árum gæti grafið 40 PENINGAMÁL 2004/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.