Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 56
Stuðningur við fjölskyldur í leiguhúsnæði Stuðningur við fjölskyldur og einstaklinga sem búa í leiguhúsnæði miðar að því að gera efnalitlum fjöl- skyldum kleift að leigja. Fjölskyldum í ófullnægjandi húsnæði er auðveldað að flytja í stærra eða betra húsnæði. Stuðningur við leigjendur leiðir einnig til þess að ýmsir fara út á leigumarkaðinn sem ella ættu þess ekki kost eða hefðu ekki hvata til þess (t.d. skólafólk í foreldrahúsum og fólk sem frestar að kaupa eigið húsnæði vegna hagstæðra bóta). Í mörgum löndum er félagsleg aðstoð að miklu leyti veitt í formi stuðnings við leigjendur. Í töflu 3 má sjá samantekt á skiptingu íbúðar- húsnæðis í samanburðarlöndunum eftir ábúðarformi. Hlutfall húsnæðis í eigu íbúa er mishátt. Lægst er hlutfallið í Þýskalandi og hæst á Spáni. Áhugavert er að skoða hvað veldur þessum mikla mun. Má rekja hann til mismunandi stuðnings vegna húsnæðis eða liggur mismunandi löggjöf að baki? Upplýsingar um skiptingu aðstoðar vegna hús- næðis milli leiguliða og húsnæðiseigenda eru ekki auðfengnar og í þeim tilvikum sem upplýsingarnar eru fáanlegar gefa þær oft ónákvæma mynd af eigin- legum stuðningi. Stuðningur vegna húsnæðis kann að vera tengdur fjölskyldustærð, tekjum eða einhverjum öðrum þáttum. Í slíkum tilfellum getur mismunandi aldurssamsetning þjóða leitt til þess að stuðningur virðist mismikill, þótt svipaðar reglur gildi um hann. Í flestum löndunum býr yngra fólk fremur í leiguhúsnæði en eldra fólk hefur keypt eigið íbúðar- húsnæði. Yngra fólk hefur oft ótraustar tekjur, er t.d. enn í skóla, er oftar atvinnulaust og vill skoða sig um í heiminum áður en það bindur sig við ákveðinn stað með húsnæðiskaupum. Auk þess tekur það yfirleitt nokkurn tíma að safna fyrir útborgun í eigin húsnæði. Hér verður sjónum beint að fyrirkomulagi í þeim þremur löndum sem skera sig úr í töflu 3: Þýskalandi þar sem hlutfall húsnæðis í eigu íbúa er lægst og Spáni og Íslandi þar sem hlutfall húsnæðis í eigu íbúa er hæst. Þýskaland Í Þýskalandi er húsaleigumarkaður mjög öflugur. Aðeins 41% íbúðarhúsnæðis er í eigu íbúa, annað húsnæði flokkast sem leiguhúsnæði og einhver hluti þess stendur auður. Nokkru munar milli Vestur- og Austur-Þýskalands og húsnæðiseign er almennari í Vestur-Þýskalandi. Í Berlín eru t.d. aðeins 10% hús- næðis í eigu íbúa en í Saarlandi er hlutfallið hæst eða tæplega 60%. Autt húsnæði er í meiri mæli í Austur- Þýskalandi. Tæpur fimmtungur leiguhúsnæðis í Þýskalandi er félagslegt leiguhúsnæði.7 Ástæða þess að hlutfall leiguíbúða í Þýskalandi er svo hátt miðað við önnur ríki Vestur-Evrópu liggur líklega í stuðningi við fjölskyldur í leiguhúsnæði annars vegar og í eigin húsnæði hins vegar. Í Þýskalandi sem annars staðar býr eldra fólk fremur í eigin húsnæði en yngra fólk í leiguhúsnæði. Stefna hins opinbera í húsnæðismálum á sjötta, sjöunda og áttunda ára- tugnum hvatti frekar til þess að fólk byggi í leigu- húsnæði. Enn eimir eftir af áhrifum sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands þegar íbúar streymdu frá austri til vesturs og mikilli umframeftirspurn eftir húsnæði var mætt með opinberum stuðningi við aðila á leigumarkaði. Einnig gera reglur á leigumarkaði langtímaleigu mjög hagstæða fyrir leigjandann því að leiguverð er ekki ákvarðað af nýjum leigusamningum heldur þverskurði8 af leiguverði sambærilegra hús- Tafla 3 Skipting íbúðarhúsnæðis Hlutfall af heildaríbúðarhúsnæði1 Leigu- Félags- húsnæði legt Annað Í eigu á alm. leigu- eða íbúa markaði húsnæði óþekkt Ár Bretland ......... 69 10 7 14 2001 Danmörk........ 51 26 19 4 2001 Finnland......... 58 15 16 11 2000/2001 Frakkland....... 54 20 18 8 1999 Holland.......... 53 12 35 ... 2000 Ísland2 ........... 83 ... ... 17 2003 Noregur ......... 74 ... ... 26 2001 Svíþjóð .......... 60 20 20 ... 1995/2000 Spánn............. 85 9 2 4 1999/2001 Þýskaland ...... 43 47 10 ... 1999 1. ‘...’ táknar að upplýsingar liggja ekki fyrir. 2. Skipting leiguhúsnæðis milli félagslegs leiguhúsnæðis og leiguhúsnæðis á almennum markaði liggur ekki fyrir. Heimildir: Hagstofa Íslands, Housing statistics in the European Union 2002, RICS European Housing Review 2004, The Housing Market in Spain. 7. Housing Statistics in the European Union 2002 og RICS European Housing Review 2004. 8. Við gerð leigusamnings er leiguverð frjálst en breytingar á leigu eftir það fylgja reglum um breytingar leiguverðs og eru yfirleitt annaðhvort PENINGAMÁL 2004/4 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.