Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 80

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 80
PENINGAMÁL 2004/4 79 Ágúst 2004 Hinn 9. ágúst var hlutafé KB banka hf. í Kauphöll Íslands hækkað um sem nam kr. 1.101.371.280 að nafnverði, sem skiptist í 110.137.128 hluti. Skráð hlutafé félagsins á aðallista Kauphallar Íslands eftir hækkunina var kr. 5.506.856.400 að nafnverði, eða 550.685.640 hlutir. Hinn 12. ágúst gerði Íslandsbanki hf. tilboð í hlutafé Kredittbanken A/S í Noregi á verðinu 7,25 norskar krónur á hlut. Tilboðið nam rúmum 3,5 ma.kr. fyrir allt hlutafé í bankanum. Stjórn Kredittbanken mælti með tilboðinu við hluthafa en það var háð fyrirvara um samþykki 90% hluthafa og samþykki fjármála- eftirlita í Noregi og á Íslandi. Hinn 23. ágúst tilkynnti KB banki hf. að hann hygðist bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð húsnæðislán til 40 ára með 4,4% fasta vexti að uppfylltum ákveðnum skilmálum. Í kjölfarið buðu hinir við- skiptabankarnir og sumir sparisjóðir og lífeyrissjóðir áþekk lán. Vextirnir sem boðnir voru lækkuðu síðan niður í 4,2% undir lok mánaðarins í kjölfar útboðs Íbúðalánasjóðs á íbúðabréfum. Hinn 30. ágúst staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lánshæfiseinkunnir sínar fyrir Íslands- banka hf., A fyrir skuldbindingar til langs tíma og F1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Jafnframt var tilkynnt að horfur um lánshæfismatið væru stöð- ugar. September 2004 Hinn 17. september tilkynnti Seðlabanki Íslands hækkun vaxta bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 6,75% frá og með 21. september. Aðrir vextir bankans voru einnig hækkaðir um 0,5 prósentur frá og með 21. september. Hinn 27. september jók Íslandsbanki hf. hlutafé sitt um 200 m.kr. að nafnverði. Skráð hlutafé félagsins á aðallista Kauphallar Íslands eftir hækkunina var 10,2 ma.kr. að nafnverði. Meðalsöluverð hvers hlutar var 10,80 kr. Hinn 29. september tilkynnti KB banki hf. að kaup hans á danska bankanum FIH A/S hefðu verið sam- þykkt af danska og íslenska fjármálaeftirlitinu og væru að fullu gengin í gegn samanber tilkynningu frá 14. júní síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningunni voru kaupin að mestu fjármögnuð með útgáfu víkjandi skuldabréfa og hlutafjárhækkun til forgangs- réttarhafa. Hinn 30. september var hlutafé Straums Fjárfest- ingarbanka hf. hækkað og nam eftir hækkun 5,4 ma.kr. að nafnverði. Hinir nýju hlutir voru m.a. not- aðir sem greiðsla vegna kaupa á 14,41% hlutafjár í Íslandsbanka hf. af Burðarási hf. sem seldi 5,33%, Landsbanka Íslands hf. sem seldi 4,67% og Lands- banka Luxembourg sem seldi 4,42%. Hinn 30. september var settur á stofn markaður með stofnbréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hjá H.F. Verðbréfum. Október 2004 Hinn 1. október var fjárlagafrumvarp fyrir árið 2005 lagt fram. Gert var ráð fyrir 11,2 ma.kr. tekjuafgangi. Í frumvarpinu var kynnt stefna ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum fyrir árin 2005 til 2008. Hinn 6. október var hámarksfjárhæð lána frá Íbúða- lánasjóði, bæði til kaupa á nýju og notuðu húsnæði, hækkuð í 11,5 m.kr. Jafnframt var ákveðið að almenn lán og viðbótarlán gætu að hámarki numið 13 m.kr. Hinn 15. október var hlutafé KB banka hf. í Kauphöll Íslands hækkað um sem nam 1,1 ma.kr. að nafnverði. Annáll efnahags- og peningamála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.