Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 52
Hagfræðingar og þeir sem taka ákvarðanir í peninga- málum og ríkisfjármálum hafa ýmsar ástæður til að veita húsnæðismarkaði nána athygli. Hann verður fyrir áhrifum af þróun efnahagsmála og getur um leið haft umtalsverð áhrif á þjóðarbúskapinn. Þegar breytingar sem hafa áhrif á húsnæðismarkað verða í þjóðarbúskapnum koma þær iðulega fram í breyt- ingum á húsnæðisverði. Má þar nefna breytingar á tekjum heimilanna eða væntingum um þær, skamm- tímaraunvöxtum, mannfjölda eða fjölskyldugerð. Ef framboð húsnæðis nær ekki að fylgja slíkum breyt- ingum eftir til skamms tíma getur skapast ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar húsnæðis. Húsnæðis- verð verður einnig fyrir áhrifum frá ýmsum stjórn- valdsaðgerðum, t.d. breytingum á sköttum, niður- greiðslum og stefnu hins opinbera í húsnæðismálum. Breytilegt framboð eða aðgengi að lánsfjármagni getur einnig haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir hús- næði. Á hinn bóginn hafa sveiflur í verðlagi húsnæðis áhrif á þjóðarbúskapinn, einkum með því að örva útlán og einkaneyslu. Seðlabankar á verðbólgumarkmiði hafa ærna ástæðu til að gefa fyrirkomulagi húsnæðismála gaum, því að það hefur áhrif á miðlun peningastefnunnar.2 Breytingar á fyrirkomulagi húsnæðismála leiða til aðlögunar að nýju jafnvægi og nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því aðlögunarferli og áhrifum þess á miðlun peningastefnunnar og verðstöðugleika. Fyrirkomulag húsnæðismála getur haft bein áhrif á verðbólgumælingar í gegnum húsnæðislið vísitölu neysluverðs, því að áhrifin geta mælst nokkuð mis- munandi eftir því hvort búseta í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er ráðandi form. Á Íslandi er tiltölulega hátt hlutfall húsnæðis í eigu íbúa og vegur húsnæðis- verð því töluvert þungt í vísitölu neysluverðs, sem verðbólgumarkmið Seðlabankans er miðað við, en húsaleiga er léttvæg í samanburði við önnur lönd. Í flestum öðrum löndum er hlutfall íbúa í eigin húsnæði lægra og í sumum tilfellum er húsnæðisverð Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir1 Hlutverk opinbers húsnæðis- og húsnæðislánakerfis hér og erlendis Undanfarin ár hafa töluverðar breytingar orðið á húsnæðismarkaði hér á landi. Aðkoma hins opinbera að húsnæðismálum hefur breyst og frekari breytingar hafa verið tilkynntar. Áhugavert er að skoða þessar breytingar með hliðsjón af þróun afskipta hins opinbera af húsnæðismálum í nágrannaríkjunum. Hér á eftir er greint frá stöðu og þróun húsnæðisstefnu í nokkrum löndum sem tekist hefur að afla gagna frá. Borin eru saman afskipti stjórnvalda af húsnæðismarkaði í gegnum skatta- og bótakerfi annars vegar og bein afskipti af húsnæðislánamarkaðinum hins vegar. Að því er hið fyrrnefnda áhrærir virðist stuðningur hér á landi minni en algengt er í nálægum löndum, en bein afskipti af húsnæðislána- markaðinum eru meiri. 1. Höfundur er hagfræðingur og starfar á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Höfundur vill þakka Arnóri Sighvatssyni, Ingimundi Friðrikssyni og Tómasi Erni Kristinssyni gagnlegar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. 2. Sjá nánar í grein Þórarins G. Péturssonar „Miðlunarferli peningastefn- unnar“, Peningamál, 2001/4, bls. 59-74. PENINGAMÁL 2004/4 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.