Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 36
Guðrún Pálsdóttir Rafrænt efni - val vísinda- manna á sviði náttúrufræða Inngangur Á síðasta áratug 20. aldar urðu afar miklar breytingar á útgáfuháttum og aðgengi að upplýsingum. Nokkur þróun hafði verið í þessum málum fyrir þann tíma en Internet og Veraldarvefurinn (World Wide Web), sem kynntur var hérlendis árið 1993, ollu þáttaskilum í aðgengi almennings að netinu og notkun á því. Bóka- safnsfræðingar sáu fljótt hve miklir möguleikar voru á miðlun upplýsinga gegnum þennan miðil og ljóst var að spurningin um huort hægt væri að setja efni á netið var ekki sú sem skipti máli heldur huaða efni væri valið og hver forgangsröðunin yrði. Verkefnis- stjórn um aögang að gagnasöfnum tók til starfa í árs- byrjun árið 2000 og hefur unnið ötullega að samning- um við söluaðila og útgefendur fræðilegs efnis á raf- rænu formi.1 Verkefnisstjórnin lét gera skrá yfir helstu erlendu tímaritin í íslenskum bókasöfnum og einnig könnun meðal bókasafnsfræðinga í háskóla- bókasöfnum og rannsóknar- og sérfræðibókasöfnum um áhuga þeirra á samkaupum tímarita. Áhugi reynd- ist mikill innan safnanna.2 Verkefnisstjórnin hefur einnig haldið góðu sambandi við starfsfólk bókasafna og myndaðir hafa verið starfshópar hinna ýmsu safnategunda sem hitta stjórnina og ræða brýnustu verkefnin á þessu sviði á hverjum tíma. í tengslum við þessa vinnu kviknaði hugmyndin að könnun þeirri sem hér er til umfjöllunar. Bókasafnsfræðingar þekkja að vísu notendur safna sinna nokkuð vel og geta oftast sagt til um hvaða efni þeim kemur best að hafa aðgengilegt. Þegar um margt er að velja getur þó verið skynsamlegt að leita álits grasrótarinnar. Könn- unin sem hér er til umfjöllunar var gerð meðal vís- indamanna fjögurra stofnana á sviði náttúrufræða haustið 2000. En áður en henni er lýst er fjallað stuttlega um fræðilegan bakgrunn, þ.e. nokkrar rann- sóknir sem taka til upplýsingaleiða vísindamanna og óska þeirra um aðgengi að efni á Interneti. Fræðilegur bakgrunnur Rannsóknir á því hvar og hvernig vísindamenn hér- lendis leita upplýsinga hafa ekki verið gerðar utan ein. Undirrituð birti árið 1999 rannsókn á upplýsinga- leiðum vísindamanna og aðgengi þeirra að heim- ildum. í þeirri rannsókn var m.a. gerð könnun á því hvernig 85 vísindamenn á fimm rannsóknarstofnun- um á sviði náttúrufræða hefðu frétt af um 500 erlend- um heimildum sem þeir vitnuðu til í ritverkum sem þeir höfðu birt árin 1994 og 1995. í ljós kom að þátt- takendur höfðu fundið flestar heimildirnar, 39%, í heimildaskrám og 14% með því að fletta í tímaritum. Tímaritin voru þeim því mikilvægust uppspretta heimilda. Félagar í vísindaheiminum komu næstir að mikilvægi því þeir höfðu bent þátttakendum á fjórð- ung (25%) greinanna sem þeir vitnuðu í á tímabilinu. Nokkuð á óvart kom að aðeins 6% greinanna fundust við leit í gagnasöfnum en á það ber að líta að á þess- um árum og fyrr, þegar heimildanna var aflað, var aðgangur að gagnasöfnum takmarkaður hérlendis.3 Hallmark (1994) fékk ekki ósvipaðar niðurstöður í svipaðri könnun meðal bandarískra vísindamanna árið 1992. Þar skiptu þó félagar meira máli því þátt- takendur höfðu fengið ábendingar um nær 38% heimilda hjá félögum sínum, en fundið 32% í heim- ildalistum og 10% við að fletta tímaritum. Innan við 4% greinanna höfðu menn fundið í gagnasöfnum4 enda slík söfn almennt ekki opin á Interneti fýrir aðra en bókasafnsfræðinga á þessum tíma og notkun geisladiska heldur ekki hafin í miklum mæli. Þessar tvær kannanir sýndu ótvírætt gildi tímaritanna í vís- indaheiminum og kemur það ekki á óvart. En það hversu lítið vísindamennirnir reiddu sig á gagnasöfn- in vekur kannski upp aðrar spurningar um notkun þeirra á rafrænu efni. Slíkum spurningum reyndu m.a. Finnar að fá svör við með könnunum árin 1998 og 1999. Finnar reka miðlæga þjónustu við bókasöfnin um aðgengi að raf- rænu efni og leggja í hana töluverð framlög beint frá ríkinu. Upphæðin árin 1999 og 2000 var 18 millj. FIM hvort árið um sig. Fyrri könnunin var gerð í þremur almennum háskólum og einum sérháskóla (yrkes- högskola) í Finnlandi árið 1998 og spurt hvers konar efni starfsmenn skólanna vildu hafa í rafræna bóka- safninu, FinELib, en svo er verkefnið um aðgang að upplýsingum á Interneti nefnt í Finnlandi. Svör bár- ust frá 294 einstaklingum, aðallega sérfræðingum/- kennurum (62%) en einnig nemendum (22%) og öðru starfsliði skólanna. Þátttakendur settu erlend fag- tímarit í fýrsta sæti, gagnasöfn (útdráttarrit) í annað 34 BÓKASAFNIÐ 26. ARG. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.