Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 6
Ný kynslðð, okt. ’41 skyldur við þjóðtungu sína, ætterni og söguarf. Péim verð- mætum má hún aldrei glata, þvl að án þeirra, kynni gull og stundlegar gersemar að reynast næsta lítils virði. í;g mun ekki halda því fram, að þetta nýja rit sé^íklegt til að marka merkileg tímarnót. En eigi að síður el ég von- ir um, að ai því megi nokkurs vænta, ef rétt og drengilega er á haldið. Verði þess vart, að unga fólkið vilji nokkuð á sig leggja til að veita því brautargengi, myndi ég fagna því og telja það vott þess, að það' hafi átt nokkurt erindi. En vilji Islenzk æska ekki gera. sér það óma,k að rita, kaupa og lesa sitt eigið málgagn, er sízt að ástæðulausu, þótt h.enni séu áfellisdómar kveðnir og því haldið fram, að ekki sé mik- ils af henni að vænta. Ég tel ástæðulaust að örvænta, þótt svalan blási og syrti að um stund. Islenzka þjóðin hefur fyrr siglt fleyi sínu heilu I höfn gegnum brimrót erfiðra tima. — Ég trúi á dug þjóð- ar minnar og æsku hennar. Framtíðardraumur minn er sá, að Island verði frjálst og fullvalda ríki og starfsvettvang- ur nýrrar, þróttugrar kynslóðar. Svo er til ætlazt, að Ný kynslóð komi framvegis út um miðjan hvern mánuð. Unfir höfundar eru beðnir um að senda henni efni til birtingar. Ný kynslóð telur það hlut- verk sitt að verðai málþíng íslenzkra æskumanna, sem iðka orðsins list. Hún mun eigi hvað' sízt fagna þvi að gefa þeim, er kveðja sér hljóðs í fyrsta sinni, tækifæri til þess að koma boðskap sínum á framfæri. En jafnframt gerir hún kröfur til þess að til málflutnings sé sem bezt vandað. Ný kynslóð væntir þess, að unga fólkið leitist við að greiða götu sina, svo að hún megi hljóta kynni sem ílestra landsmanna. Framtíð ritsíns verður því aðeins örugg, að þeir sem rita það og vinna, að útbreiðslu þess stefni einhuga og ötullega að þvi að styðja að vexti þess og viðgangi. H. S. 2

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.