Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 23

Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 23
N ý kynsióð, okt. ’41 um þeim, er þegnar hans myndu kveða um hann, yrðu þeir á vegi hans svona til reika. En sem betur fór, mætti hann alls engum. Stræt- in, sem hann hljóp eftir, voru algerlega mannlaus. Betlari, Dim að nafni, svaf við musterisdyrnar með poka undir höfði sér. Konungurinn vakti hann. — Fáðu mér yfirhöfn þína, bauð hann skipandi röddu. Betlarinn reis upp skelfdur, greip hækju .sína og barði konunginn óþyrmilega. — Hafðu þig á burt, eða ég ber þig aftur, mælti hann. Konungurinn sá, að við ofurefli var að etja og hraðaði för sinni áfram. Varðmaðurinn, sem átti að gæta hallarhliðsins, naut náðugra drauma, þegar hann var skyndilega barinn af óvæntum gesti. — Hver ert þú, og hvað er þér á höndum? — Hleyptu mér inn og fáðu mér skikkjuna þína, bauð konungurinn titrandi röddu. Varðmaðurinn tók þetta sem fyndni og varð hverft við. — Get ég nokkuð fyrir þig gert? — Mig tekur það sárt, að ekkert geðveikrahæli skuli vera hér í grenndinni. — Ég krefst þess, að þú hlýðnist skipun minni þegar í stað, hélt konungurinn áfram máli sínu ham- stola af reiði. — Snáfaðu burtu, svaraði hermaðurinn og beindi spjóti sínu að Maurusi. — Þekkir þú mig ekki? — Nei. 19

x

Ný kynslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.