Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 9

Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 9
Okt. ’41, Ný kynslóð Gesturinn gekk hægum skrefum að borðinu, sett- ist á stólinn, og sagði því næst: — Ég heiti Halldór Guðjóinsson og átti heima í HÓlahjáleigu, þegar við vorum unglingar. — Já, alveg rétt, sagði kaupmaðurinn, þótt hann myndi nú reyndar ekkert eftir honum. — Pað eru nú mörg ár síðan, og það er ekki von að þér munið eftir þessu, sagði gesturinn eins og af- sakandi., líkt og hann hefði séð það á honum, að hann kannaðist ekkert við hann, þrátt fyrir þessar upplýsingar. Svo varð ofurlítil þögn. Hann kom þessum manni ekki fyrir sig. Hann haf'ði þekkt marga, þegar hann var unglingur, sem honum voru löngu gleymdir. — Eg hef átt heima hér í borginni síðan ég flutt- ist að austan, hélt gesturinn síðan áfram. — Ég hef baslazt þetta svona einhvern veginn áfram með guðs. hjálp •— já, lifað, ef maður á að kalla það líf. Pað getur verið erfitt með heilsulausa konu og sjö börn. Aftur varð þögn. — Ég leitaði yður uppi ti! að biðja yður stórr- ar bónar. Mér datt svona í hug, að ef til vill mynd- uð þér hjálpa mér, af því að við erum gamlir sveit- ungar, þótt við höfum lítið þekkzt og engin kynní haft hvor af öðrum síðari hluta ævinnar. Ég bið yður að minnsta kosti að misvirða það ekki við mig, þótt ég leiti til yðar kannske helzt til ókunnugur. Þetta er hvort sem er mitt síðasta úrræði, sagði gesturinn 5

x

Ný kynslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.