Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 32

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 32
Ný kynslóð, okt. !41 Þó fór betur að þessu sinni en á horfði. Að til- hSutun Fjölnismanna og annarra samherja þeirra í sjálfstæðisbaráttu Islands hófst hér voldug þjóðern- isvakning. Tunga vor og menning var firrt grandi. Eigi að síður má spá Rasks vera oss minnisstæð. Al- þýðan á Islandi skjddi aldrei gleyma því, hversu þessi mikli málfræðingur og Islandsvinur áleit þátt hennar í verndun móöurmálsins mikils virði. Dæmi sögunnar frá endurreisnartímabili þjóðarinnar sann- ar einnig, að spá hans var á fyllstu rökum reist. Vinnandi stéttir landsins skipuðu sér í sveit þjóðræk- inna umbótamanna og báru hugsjónir nýrrar aldar fram til sigurs. ★ Nýir tímar skapa ný viðhorf. Alvarleg hætta virð- ist steðja að íslenzkri tungu og menningu að nýju. Þó hafa aðstæður allar breytzt mjög frá því, sem fyrrum var. Danir hafa vikið héðan á braut með áhrif sín, en nýir aðilar komið í þeirra stað. Island nýtur ekki fjarstöðu sinnar lengur. Setulið tveggja stórvelda hefur tekið sér hér aðsetur. Svo undar- Iega hefur atvikazt, að hér getur að líta stríðsvélar og hersveitir í bæjum og byggðum. Hættan af hernaðaraðgerðum ógnar landi voru. Enginn veit, hvað komanda framtíð kann að dylja. En hættan mesta stafar þó eigi af vopnavaldi. Hitt gæti alvarlegra talizt, ef Islendingar glötuðu menn- ingareinkennum sínum og manndómi í skiptum við hina framandi hergesti. Því ber sízt að leyna, að nú virðist það óneitan- lega nokkur tízka meðal Islendinga að taka upp nýja 28

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.