Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 16

Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 16
Ný kynslóð, okt. ’41 Kalman Mikszath: Klæði konungsins ÞESS eru jafnvel dæmi, að ósamræmis gæti í frá- sögnum sagnritaranna. Þegar þeir færðu sögu Maurusar konungs i letur, láðist þeim að láta þess getið, hvaða ríki hann hefði ráðið. Sú vitneskja myndi þó engan veginn hafa breytt skoðun þinni á sögunni. Sá trúi, sem trúa vill. Hér birtist sagan, eins og hún var skrásett. Maurus konungur var kvöld nokkurt í .önnum við að ljúka hinum óhugðnæmu embættisstörfum. — Hann hafði undirritað sjö tugi skjala, sem ráðgjafi hans hafði lesio honum syngjandi r.öddu. Hans há- göfgi reyndi að láta fara sem bezt um sig. Hann hlýddi makráður á þennan óhjákvæmilega lestur lukt- um augum. — Fjölmargar tilskipanir gat að heyra, jafnvel dauðadóma. Hans hág.öfgi andvarpaði þungan. — Loiksins höfum við lokið þessu, mælti ráogjaf- inn. Hann vafði skjalastranganum saman og stakk innsigli ríkisins í vestisvasann. — Bíddu andartak, Narzis, mælti konungurinn. — Taktu innsiglið fram aftur og innsiglaðu þenn- an óritaða dauðadóm, svo að ég geti staðfest hann með undirskrift minni. — öritaðan dauðadóm, yðar tign! stamaði ráðgjaf- inn. — Já, hefur þú einhverjar athugasemdir að gera við óskir mínar? Þér er það að sjálfsögðu kunnugt, 12

x

Ný kynslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.