Ný kynslóð - 01.10.1941, Qupperneq 20

Ný kynslóð - 01.10.1941, Qupperneq 20
Ný kynslóð, okt. ’41 getað verið fyrirmynd þeirra snillinga fornaldarinn- ar, sem fegurst listaverk hafa skapað. Það voru dul- rænir töfrar við ásjónu hennar og líkamsvöxt, sem ekki verður með orðum lýst. Þegar hún laut fram af svölunum, ljómaði hið síða, Ijósa. hár hennar í hálfrökkrinu eins og vetrarbrautin. — Ert það þú, Florilla? hvíslaði konungurinn. Rogus leyndist handan hrískjarrsins. Hjartað barð- ist í brjósti hans, og' hann beið þess, er verða vildi. Hann gat þó gert sér í hugarlund, hvað í vændum væri, því að hann hafði grunað konu sína um græzku langa hríð. — Já, það er ég, konungur minn, svaraði hin hljómfagra rödd Florillu. — Má ég koma upp til þín, ástin mín? — Hví spyr þú? — Það eru forréttindi konungs- ins að gefa fyrirskipanir. — Eg hef annazt um það, að Rogus hafi starf að vinna, svo að hann mun ekki ónáða okkur. Sé það ósk þín, mun hann ekki eiga afturkomu auðið. Florilla, hér er dauðadómurinn. — Hefur ráðgjafinn innsiglað hann með innsigli ríkisins? — Já. — Þessa hefði ég sízt vænzt af föður mínum, hugsaði Rogus með sjálfum sér. — Komdu með hann upp til mín að klukkustund. liðinni, hvíslaði Florilla. En klukkustund er langur biðtími, þegar ástfang- inn konungur á hlut að máli. Það var mjög hjýtt í veðri þetta kvöld. Níl var spegilskyggnd. Býfluga 16

x

Ný kynslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.