Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 12

Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 12
Ný kynslóð, o-kt. ’41 Síminn hringdi. — Jóhannes gleymdi heimsókn gestsins. Hann hafði gleymt þessu allan síðari hluta dags- ins. Pað hafði ekki komið ? huga hans. Kvöldið hafði liðið við spil, reykingar, vín- drykkju, hlátur og gamansamt og hávært tal meðal skemmtilegra vina. Hann hafði tapað á annað hundr- að krónum um kvöldið í spilum. Vinir hans hlógu. Hvað munaði hann um annað eins smáræði! Ha. — Ha! Hann hafði og tekið hjartanlega undir hlác- ur þeirra og kvatt þá í forstofunni, er bifreiðin kom að sækja þá. — Góða nóitt! — Þökk fyrir skemmti- legt kvöld! — Góða nótt! Góða nótt! Pað var ekki fyrr en hann kom upp að hátta, að þetta greip huga hans — þessir tveir fjarskyldu at- burðir með sínu óskylda en þó geigvæna samhengi. Og' síðan þetta kom í huga hans, hefur honum fund- izt þessi djúpu, alvarlegu og sorgmæddu augu verka- mannsins stöðugt stara á sig út úr sjálfri nóttinni. Hann andvarpaði djúpt, þarna sem hann stóð úti við opinn gluggann, þreytulegur á svipinn með and- vöku í augunum og horfði út í myrka haustnóttina og hlustaði á þyt stormsins, er sleit og feykti lauf- inu af trjánum í garðinum fyrir framan húsið hans. Pað minnti hann á hverfulleika og deyjandi líf. Og þarna einhvers staðar úti í borginni og nóttinni, lá veikt, saklaust barn .... Kannske kæmi engili dauðans í nótt til að sækja það .... Pað fór helkaldur nrollur um líkama hans.

x

Ný kynslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.