Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 2

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 2
82 Haldi menn, að þetta só hégómi einn, þá vil óg ráða þeim til að prófa svo sem 20—30 pilta og sttilkur á tvítugsaldri, sem hafa verið sæmilega uppfrædd í barnaskóia og fengið þar dágóðan vitnisburð. Það er eina ráðið til að sannfærast um, hvort þeim hefir miðað „aftur á bak, ellegar nokkuð a leið.“ Ég get ímyndað mór, að margir, sem fyrir 6 árum fengu 4—6 í aðaleinkunn, fái nú 3—4, sumir ef til vill minna. Og mór finst eðiilegt að svo sé, - þegar ég athuga allar ■ kringum- stæður. * ‘Að visu stunda börnin aðallega andlega iðju að vetrinum, þangað til þau eru orðin 14 ára, og hafa þá tekið miklum framförum í ýmsum námsgreinum; en þá fyrst eru þau koinin á það andlega þroskastig, að þau eru orðin verulega fær um að taka á móti þeirri rnentun, sem hverjum manni er nauðsynleg eftir kröfum nútímans. En einmitt þá eru þau svift allri tilsögn, allii kenslu, og það alt í einu. í stað hinnar andlegu iðju koma nú hin margvíslegu iíkamlegu störf og hrífa hinn reikula huga unglingsins til sín. En menn munu segja: þegar börnin eru nú búin að vera 3—4 vetur í barnaskóla eða hjá umgangskennara, þá ættu þau þó að vera búin að læra töluvert, og líklega geta þau þó eftir það haldið þvi við, sem þau hal'a lært. — Jú, þau geta það — ef áhugi og kringumstæður leyfa. En hvernig eru nú ástæður unglinganna vanalega? Allur fjöldi þeirra er alinn upp hjá fátækum foreldrum, — sumir beinlínis á sveit. Margir foreldrar eru noyddir til að láta þá til vandalausra, undir eins og búið er að ferma þá — verður stundum að f,i leyfi til að ferma þá fyrir lögákveðinn aldur í þeim. tilgangi. Sama gildir um þau börn, sem sveitin fóstrar. Og hvað svo? Éað er sem ég sjái svipinn á sumum h.eiðruðum húsmæðrum vorum, ef „stelpurnar*1 væru oft að sitja við skrift, reikning eða lestur, nema þá á hinum stopulu hvíldardaga-frístundum. — „Ætli þér væri ekki nær, telpa min, að næla skóinn þinu eða stoppa í sokkinn þinn, heidur en . . .“

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.