Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 4

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 4
84 Tillögur mínar eru þessar: 1. Allir barnaskóiar, sem njóta styrks af opinberu fé, eru skyldir að veita öllum unglingum frá 14—18 ára aðgang að kenslu 1 dag í viku hverri allan skólatímann ár hvert og veita þeim allar leiðbeiningar, sem unt er, til viðhalds þeim námsgreinum, er þeir hafa áður lært. Hið sama gildir um sveitakennara. 2. Allir unglingar frá 14—18 ára, sem ekki njóta sérstakrar mentunar á þeim árum, eru skyldir að nota þá kenslu, sem þeim er»gefinn kostur á í barnaskólum eða hjá um- gangskennurum, til að æfa sig í þeim námsgreinum, er þeir hafa áður numið. Pessar tiilögur leyfi ég mér að leggja fyrir alla barna- kennara til athugunar, og fyrir alla, sem uppfræðing æskulýðs- ins er áhugamál. Álíti þeir, að þær gætu haft verulega þýð- ingu í þessu máli, þa að leggja þær fyrir löggjafarvaldið til að koma þeim í framkvæmd. Því hér dugar ekki annað en laga-ákvæði. Vaninn er svo öflugur hjá hinum eldri og áhuginn svo óstyrkur hjá hinum yngri. Ég hefi dálitla reynslu fyrir mér í þessu efni. Ég hefi boðið unglingum að ganga hér á skólann 1 dag í viku, vetur- inn eftir að þeir voi u fermdir, til að æfa sig í skrift, réttritun og reikningi. Þetta var ekki notað að neinum mun -- ýmist vantaði börnin vilja eða húsbændurna tíma. Éó öllum foreldrum hljóti að vera það mesta áhugamál, að börn þeirra njóti sem bezt þeirrar mentunar, sem kostur er á, þá munu þó sumir húsbændur láta sig það litiu skifta. En væri þetta laga-ákvæði, mundi það ekki fæla neinn frá að taka unglinga í sína þjónustu; enda mætti þá kaup þeirra vera þeim mqn lægra, þegar til þess kæmi. Éað væri ungl- ingunum ekki til tjóns. Ég vona, að allir blutaðeigendur taki þessar bendingar til yfirvegunai', og minnist þess, að „það er ekki minna vert að gæta fengins fjár en afla þess.“ Árni Pálsson.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.