Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 9

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 9
89 verða menn að fullnægja þeim skilyrðum, er nú skal greina (samkv. iögum frá 30. marz 1894): a. ) að vera fullra 18 ára fyrir lok yfirstandandi árs. b. ) að hafa haft verklegar æfingar í kenslu að minsta kosti í 1 ár. Yerður umsækjandinn annaðhvort sjálfur að hafa veitt skóla forstöðu eða hafa tekið þátt í kenslunni undir leiðsögn kennara, og skal hann þá leggja fram vottorð frá viðkomandi kennara um það, að hann hafi hæfilegleika og löngun til kennarastarfsins. C.) að leggja fram skírnar- og bólusetningarvottorð. d. ) að hafa í höndum fullnægjandi vottorð um góða hegðun og um það, hvern starfa hann hefir haft á hendi, síðan hann lauk námi sínu í barnaskólanum. (Þetta vottorð fá menn venjulega hjá sóknarpresti sínum.) e. ) að leggja fram læknisvottorð um það, að hann ha.fi eigi neinn þann sjúkdóm, er geri hann óhæfan til að rækja •kennarastarflð. f. ) að hafa staðist upptökupróf, sem haldið er af kennurum kennaraskóians. Upptaka í neðsta bekk fer fram við byrjun kensluársins; undir sérstökum kringumstæðum getur þó kenslumálaráða- neytið veitt undanþágur frá þessu. Ráðaneytið getur einmg veitt nýsveinum, sem standast fyrsta bekkjar próf, leyfi til að ganga upp í annan bekk, ef þeir eru 19 ára og fullnægja upptökuskilyrðunum b—e. Samskonar ákvæði gilda um upptöku í 3. bekk. Til þess að standast upptökupróf i 1. bekk, verður nem- andinn (samkvæmt auglýsingu ráðaneytisins frá 8. júní 1894) 1) að hafa æfingu í að reikna létt dæmi með heilum tölum, almennum brotum og tugbrotum, 2) að kunna hinar 4 reikningstegundir (saml., frádr., margf. og deil.) í bókstafareikningi, 3) að hafa kynt sér aðalatriði náttúrusögunnar, 4) að hafa nokkra þekkingu í landafræði, einkum Danmerkur,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.