Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 12

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 12
92 sagna vorra sé góður og hollur skemtilestur, og að vert sé að glæða hann; um það atriði getur því alls ekki verið að ræða um neinn ágreining okkar á milli. En ef þeir mikilsvirtu iærdómsmenn, sem ég á hér orða- stað við, halda þvi í alvöru fram, að Goðasögur og Forneskju- sögur í þeim búningi, sem þær birtast í Fornsöguþáttunum, sé hæfileg 6ar-»a-lestrarbók, þá er engin von um samkomulag. En þeir halda því víst ekki svo stranglega eða einstreng- ingslega fram. Þeir segja nefniiega, að „það muni réttara, að láta ekki börnin "byrja á Goðasögunum." Ég skil það svo, að þeir telji Goðasöguraar að einhverju leyti óheppilega. barnabók. En finst þeim ekki álíka agnúar á fornsögunum? Ef svo er, þá erum við alveg sammála um alt, sem ég nefndi til aðflnslu á þessu útkomna kveri sem barnalestrarbók, nema að eins eitt atriði. Það er um búninginn, málið. En ég sé það, að okkur kemur varla sarnan um fornmálið. Þeir segja, að það sé „ekki orðum eyðandi'* að því, að sögu- málið standi hið minsta fyrir iæsu barni,“ og bera sjálfsagt fyrir sig reynsluna. Annars gætu þeir varla sagt þetta svo ákveðið'. Ég, aftur á móti, segi enn: Goðasögur og Forneskjusögur eru óhæfileg barnalestrarbók — einmitt vegna málsins, — og Fornsögurnar margar hverjar, þó að ættartölunum sé slept. Raunar hvorki efni né búningur við barna hæfi. Og að því er málið snertir, ber ég fyrir mig reynsluna. Þó að bainið skilji márgt af því, sem það les, þá nægii það ekki. Þáð þarf að skilja mest af því; annars verða „skýringar" svo márgar nauð- synlegar, að þeir erfiðieikar drepa niður léstrarlöngunina; börnin þieytast við þetta örðuga viðfangsefni, áhuginn dofnar, og þau leggja bráðum frá sér bókina. Það má ekki miða við það, þó að einstöku barn, sem er vel gefið, og stendur svo vel að vígi, að geta fengið stutt og skýrt svar hjá honum pabba sinum upp á allar þess spurning- ar um það, sem það skilur ekki, — geti komist fram úr sögumálinu. En því fer fjarri, að börn geti alinent fengið greið svör i þessu efni, Éað þarf mikiu fleira áf skýringum, ef duga skal,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.