Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 14

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 14
94 Þa.ð raá nú gera ráð fyrir, að mörg börn fari að læra reikning, þegar þau eru 7—8 ára göraul; sum byria ef til vill enn fyr á því, en það mun sjaldgæfara. Liggur það í augum uppi, að eigi má viðhafa sömu kensiuaðferð við þ'essi ungu og óþroskuðu börn, eins og við börn, sem komin eru á ferm- ingaraldur. f’að væri röng og tiltölulega gagnslítil aðferð, væri þeim fengið reikningsspjald í hendur, skrifaðar á það einhverjar tölur og þeim svo sagt að reikna þær. Hitt er bæði skemti- legra fyrir börnin og notadrýgra, að viðhafa sýnilega hluti, svo að þau venjist Strax á að setja tölurnar í samband við eitt- hvað ákveðið. Kúlnagrindin er það áhald, sem ailir reiknings- kenuarar ættu stöðugt að nota. Pessa aðferð, sýniskensiuna, ættu menn að viðhafa við byrjendur. Par eð ég hefi aflað mér nokkurra útlendi'a kenslubóka, þar á meðal i reikningi, vil ég leyfa mér að benda á eina bók, sem ég oft hefi óskað, að vér hefðum i íslenzkri þýðingu. Það er „Smaabörnenes Regnebog" eftir J. Nicolausen. Bók þessi er að mínu áliti ágæt handa óþroskuðum byrjendum, og svo auð- veld, að börn jafnvel munu geta lært reikning eftir henni, þótt þau hafi. engan kennara, ef þeim fyrst hefir verið vel leiðbeint í undirstöðuatriðunum; enda gerir höfundurinn ráð fyrir þessu i formálanum. Hugareikning og skriflegan reikning ætti jafnan að æfa samhliða; þó ætti að byrja á hugareikningi. Að þessu sinni skal eigi farið út í að benda á hinar heppilegustu reikningsað- ferðir, enda hefir prestaskólakennari E. Briem gefið nokkrar góðar bendingar í þá átt í grein um kenslu barna í reikningi og í svörum upp á dæmin í viðaukanum við reikningsbók hans, sem hver kennari ætti að eiga. Jafnvel þótt reikningskenslan, eins og hver önnur kensla, ætti að byrja munnlega og án bóka, þá væri þó eigi að siður mjög nauðsynlegt að hafa á íslenzku góða reikningsbók fyrir byrjendur. það er eðlileg og rétt kensluaðferð að ganga frá hinu léttara til hins þyngra, og þurfa því reikningsbækur þær, sem smábörnum eru ætlaðar,' að vera sem allra auðveldastar. En það er ætlan mín, að þær, sem vér höfum, séu of þungar

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.