Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 3

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 3
83 Öðru máli er að gegna. með drengi. Þeir hafa margfalt fleiri frístnndir, ef þeir kynnu að nota þær. Sumstaðar mun þó huga þeirra vera beint í aðra átt, og er þá eigi von að vel fari í þessu efni. Margir þeirra hafa einnig ærið að starfa. T. d. skal ég geta þess, að þegar ég var unglingur, var ég hjá áhyggjumikium húsbændum. Það kom fyjir, að ég fleygði mór upp í rúm, er ég kom inn frá verki. ef matur var eigi tilbúinn, og skifti sér enginn af því. En ef ég tók bók á meðan, þá \ar æfinlega eitthvað ógert, sem mér bar að gera. Þannig gengur það fyrir unglingunum. Það er margt, sem styður að því, að þeir hafa námsins alt of lítil not, þegar þeir koma út í lífið. Það er særandi fyrir kennarann þetta. Hver samvizku- samur kennari hlýtur að gera sér alt far um, ekki einungis að kenna börnunum það, sem ákveðið er, heldur einnig að bera innilegustu umhyggju fyrir, að það sem þau læra, verði þeim að fulium notum í lífinu, dauðanum og eilifðinni. Hann iilýtur beinlínis að elska börnin, sem honum eru falin til fræðslu. Það hlýtur því að særa hann rneir en alt annað, þetta: að ávextiinir af hinu langa, þreytandi, en þó hugijúfa starfi hans, týnist, gleymist, hverfi, komi að litlum notum hjá öllurn fjöid- anum. Hvernig á þá að ráða bót á þessu almenna meitii? Um það geta verið skiftar skoðanir. En það „varðar mest til allra orða, að undirstaðan rótt sé fundin." Allir, sem alþýðumentun et' alvörumál, ættu því að bera sarnan skoðimir sínar til að leita að áreiða.nlegri undirstöðu. Oss vantar unglingaskóla, er taki við af barnaskólunum. Það verðui' eflaust langt þangað til þeir komast upp og verða alment notaðir. En „fyr er linun en albati." Til þess að börnin haldi því við, sem þau hafa lært innan fermingar, álít ég nægja, að þau gangi í barnaskóla einn dag i viku hverri að vetrinum, þangað til þau eru 18 ára að minsta kosti. Það ætti að vera auðvelt fyrir alla hlutaðejg- endur að koma sér saman um það.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.