Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 134
Hugur | 18. ÁR, 2006 | s. 132-154
Hjörleifur Finnsson
Otti á tímum öryggis
Öryggisneysla og áhættustjórnun
í eftirnútímanum
Við könnumst flest við tilfinningar á borð við ótta og óöryggi. Stundum er okkur
ljóst hvað veldur þessari tilfinningu en í öðrum tilvikum er tilfinningin til staðar
án þess að við getum bent á uppsprettu hennar. Otti getur verið lamandi en hann
getur einnig verið hvetjandi. Hann hvetur til viðbragðs, til varnaraðgerða gagn-
vart ógninni. Hann hvetur til íhygli, framkvæmda, aðgerða og jafnvel neyslu.1
Óttinn virðist tíðum koma innanfrá, vera tilvistarvandi eða persónulegt sjúk-
dómseinkenni. Sú orðræða sem er ráðandi í samtíma okkar smættar ótta niður í
orsakatengsl mifii meints óttavaka og einstaklingsins sem ber sjúkdómseinkenni
fráviksins. Gert er ráð fyrir að meinið sé læknanlegt með aðferðum einstaklings-
meðferðarinnar, hvort sem hún er sáhæn eða líkamleg/læknisfræðileg.
Slíkar „sjúkdómsgreiningar" og „lækningar“ eiga það sameiginlegt að horfa
framhjá félagslegri vídd óttans, hvernig hann er hluti af samfélagi okkar, hkama
og framleiðsluháttum. Þær tengjast færslu ábyrgðar frá samfélagi yfir á einstakl-
inga og eru þar með hluti af einstaklingsvæðingu hnattvædds kapítalisma. Þær
eru að því leyti hvorki hlutlausar né ópólitískar.2
Samtími okkar virðist gegnsýrður ótta og óöryggi þrátt fyrir að við höfum í
vissum skilningi aldrei verið jafn „örugg". Framleiðsla og neysla öryggis hefur
aldrei verið meiri þrátt fyrir að ytri ógnir hafi lengst af verið meiri en þær eru nú.
Hvernig stendur á því að við lifúm í hræðslu, ótta og óöryggi á öld efnislegs og
líkamlegs öryggis, þar sem óttinn við að eiga ekki í sig og á er að miklu leyti horf-
inn í vestrænum samfélögum?
Ótti og óöryggi eru ekki ný af nálinni, sjálfsagt jafnaldra sögu lífsins. Athyglis-
vert er hins vegar að óttinn virðist ekki hafa minnkað í meintri framfarasögu
1 I heimildarmynd Michaels Moore, Bowlingfor Columbine (2002), setur rokkstjaman Marilyn Manson fram
þá kenningu að ótti hvetji til neyslu, sem verður síðan eitt af leiðarstefum myndarinnar. Eins og Manson orðar
það: „Keep em afraid, and they’ll consume."
2 Sjá Hjörleiíur Finnsson, „Af nýju lífvaldi: Líftækni, nýfijálshyggja og lífsiðfræði", Hugur, 15. ár, 2003, s. 174-
196.