Morgunblaðið - 05.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. sept. 1957 MUKGll l\ BLAOIÐ 11 Friðrik Magnásson útvegsbóndi — minning I. 1 VITUND okkar, sem byggjum á eldri kynnum, finnst okkur það nærri fáránlegt, og um leið átak- anlega dapurlegt, að Sléttuhrepp ur skuli vera kominn í algera auðn. Frá upphafi íslands byggð- ar og allt fram á vora daga, sem nú erum miðaldra, hafa verið þarna fangasælir staðir, sem kölluðu á harðfengi og úrræða- semi íbúanna, en guldu líka ein- att áhættu og erfiði með dýrmæt- um feng. Og það er undarlegt til þess að hugsa að ekki skuli vera nema örfáir áratugir síðan þarna voru myndarleg bændabýli og blómleg þorp, með fjölbreyttu atvinnulífi til lands og sjávar. Ég var svo heppinn að koma í Sléttuhrepp og ferðast þar um, áður en verulega tók að halla fyrir síðustu kynslóðinni, sem lagði þar fram ævistarf sitt. Það var ekki heimur makræðis ög þæginda sém þar blasti við aug- um. Það var stórskorið, fagurt og að mörgu leyti hrikalegt um- hverfi, þar sem manndóm og á- ræði þurfti til að afla bjargræð- is, og þrautseigju, bjartsýni og óbilandi lifsdug til þess að verða sigurvegari umhverfis síns og örlaga. Ég hafði einmitt orð á því við konu mína, þegar við fórum þarna um, hvað mér þættu þess- ir eiginleikar áberandi í fari fólksins þarna vestra, ekki sízt eldri kynslóðarinnar. Og hvað það var frjálsmannlegt og ein- arðlegt og allskostar laust við þann heimóttarhátt, sem vér ætlum oft, að loði við einangraða útkjálkabúa. — Það er svona, sagði hún, hvað sem veldur. Þú finnur ekki gjörvulegra fólk og óbugaðra annars staðar á land- inu. En hún var þarna gerkunn- ug- Það var í rauninni svona. Og verður svona unz síðasti meiður- inn, sem óx á þessum stórbrotnu norðurslóðum er fallinn í gras. II. Nú nýlega er einn slíkur hnig- inn að velli. Mánudaginn 19. f. m. fylgdum vér til grafar i Fossvogskirkjugarði Friðriki Magnússyni útvegsbónda og for- manni frá Látrum í Aðalvík, gegnum og gildum fulltrúa þessa byggðarlags, sem meinleg þróun hefur um stund þurrkað burt af íslandskortinu. Friðrik Magnússon fæddist að Látrum í Aðalvík 8. júlí 1877, og var því rúmlega áttræður að aldri, er hann andaðist 12. f. m. Foreldrar hans voru Magnús Dósóþeusson og Guðrún Frið- riksdóttir er þá bjuggu að Látr- um, atgervisfólk af kunnum ætt- um þar vestra. Friðrik varð og brátt hinn mesti atgervismaður, er hann óx upp, karlmenni til burða, fjörmaður mikill, glað- vær og kappsamur. Tók hann kornungur að stunda sjó og þótti þegar í æsku hið álitlegasta for- mannsefni, enda orðinn formað- ur 21 árs að aldri. Árið 1899 kvæntist Friðrik fyrstu konu sinm, Gunnvöru Brynjólfsdóttur hreppstjóra á Sléttu og tók þá við búi móður sinnar á Látrum í Aðalvík. Gerð- ist hann nú formaður á eigin bátum og hélt síðan útgerð og formennsku áfram sleitulaust um hálfa öld. Virtist nú allt leika í lyndi fyrir þessum unga dugn- aðarmanni. Þau Gunnvör eign- uðust tvo mannvænlega sonu, Magnús f. árið 1900, Brynjólf f. árið 1902. Þriðja drenginn, Her- mann, misstu þau á fyrsta ári. En þó að allt léki í lyndi um ytri hag eftir því, sem þá gerðist um ástæður manna, þá átti Frið- rik nú eftir að reyna það, að örlagaveðrin geta orðið hörð og ströng, engu síður en. Vestfjarða- veðrin. Og það hygg ég mála sannast, að Friðrik hafi þótt sem hann kæmist í þyngstu æviraun- ina í ástvinamissi og lítt bætan- legum hörmum, fremur en að honum ofbyðu fangbrögð ægis né gustur vestfirzkra stórhríða hvorki þá né síðan. Friðrik missti Gunnvöru konu sína árið 1903 og bjó nú um hríð með ráðskonu. Eignaðist hann með henni dóttur, Kristínu Jónu, árið 1905. Jóna varð gjörvuleg kona og góð. Þá kvæntist Friðrik í annað sinn Sigríði Pálínu Pálmadóttur bónda í Rekavík, mikilhæfri konu. Virtist nú ráð hans aftur standa með miklum blóma, enda hann sjálfUr á frísk- asta skeiði. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði Pálínu, gifta og búsetta í Reykjavík. En veður skipast oft á skammri stund, enda dró skjót- lega skugga fyrir hamingjusól Friðriks. Hann missti Sigríði Pálínu konu sína í ársbyrjun 1907, eftir nálega eins árs sam- búð, og stóð nú í annað sinn einmana með börn sín kornung. Og þeir urðu fleiri hinir svip- legu harmadagar í lífi Friðriks Magnússonar. Synir hans, Magn- ús og Brynjólfur, drukknuðu báðir af sama skipi 16. des. 1924, rúmlega tvítugir að aldri og hin- ir röskustu menn. Má nærri geta, að þá hafa verið dapurleg jól á heimili Friðriks. Kristínu Jónu dóttur sína missti hann á annan páskadag 1933, vart þrítuga að aldri og tengdason sinn nokkrum árum áður. Mátti því með sönnu segja, að dauðinn hefði látið skammt í milli stórra höggva á heimili Friðriks, en hann maður með ríka lund og heitar tilfinn- ingar og má því nærri geta, hve mjög þessar raunir hafa snortið hann. En sá var háttur Friðriks og skaplyndi að mæta hverju, sem að höndum bar, með æðru- lausri karlmennsku, dylja harm sinn, og hafa jafnvel gamanyrði á hraðbergi, þá er þyngst var í huga. Þannig mætti hann hverri raun og vanda, hvort heldur var á sjó eða landi, og var um það efni samur við sig til æviloka, því að lítt varð séð, að elli né vanheilsu tækist að buga karl- mennsku hans eða glaðlyndi. En þess er skylt að geta, að Friðrik var heldur ekki einn í leik. Þó að hann væri ungur að árum er hann stóð uppi ekkju- rnaður í ^nnað sinn, þá átti hann þó ófengið ævilán sitt mesta. Árið 1912 kvæntist hann Rann- veigu Ásgeirsdóttur. er lifir mann sinn. Þau bjuggu saman í frábærlega farsælu hjónabandi í 45 ár, samhent og samhuga. Heimili þeirra einkenndist alla tíð af rausn og gestrisni, ein- stakri góðvild og fyrirgreiðslu- semi. Og glaðværð og hjarta- hlýju, sem engum gleymijt er þess naut. Eru þeir harla marg- ir, sem góðs eiga að minnast frá heimili þeirra, bæði að vestan og eins eftir að þau fluttust lil Reykjavíkur, enda kom það fag- urlega fram við útför Friðriks. Þegar mér varð litið yfir hóp- inn, sem fylgdi Friðriki til graf- ar, var mér sem ég sæi gamla Sléttuhrepp endurrisinn. Heilt byggðarlag var þarna mætt til að kveðja hinn aldna garp og fylgja traustum vini og vamm- lausum sómamanni síðustu sporin. Þau Rannveig og Friðrik eign- uðust einn sort barna, Gunnar forstjóra í Reykjavik. Eins og áður segir stundaði Friðrik útgerð og sjómennsku alla tíð af hinu mesta kappi, allt frá 1899. Hann gerði síðast út bát frá Látrum 1949 og var þá eins og ávallt áður formaður, þá 72 ára að aldri. Hann var síðasti maðurinn sem gerði út bát frá Látrum í Aðalvík, hinna fornu og fengsælu veiðistöð, og mátti með sönnu segja, að hann gæfist ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann tók sig meira að segja upp með dótturson sinn og fóstur- son til vorróðra frá Látrum eftir að hann var fluttur til Reykja- víkur, en þangað fluttu þau Rann veig 1945. Þetta var einkenn- andi fyrir Friðrik. Hann var gerður úr þess háttar málmi, að sjálfsagðasta lífsboðorð hans var að gefast aldrei upp, duga brigðalaust í hverri raun, taka glaður og góðs hugar hverju sem að höndum bar. Og þannig sigldi hann ævisjóinn, eins og hann hafði siglt um hinar vest- firzku fiskislóðir unz hann réð fari sínu til hlunns í síðasta sinn. III. . Friðrik Magnússon var þrek- menni mikið, harðfengur maður og kappsamur, en svo farsæll og hygginn í starfi, að aldrei hlekkt- ist honum á á langri farmanns- ævi. Honum varð jafnan gott til manna, því að með honum vildu allir vera, ekki sízt ungir menn. Olli því gamansemi hans, fjör og glaðværð, sem fylgdi honum til dauðadags. Hann var trölltrygg- ur, og sá hlutur var ekki til, sem hann vildi ekki fyrir vin sinn gera, veitull, gestrisinn og hjálpsamur. Hann var gæddur ríkri höfðingslund, og hefur efa- laust stundum fundizt hagur sinn þrengri, en hugurinn kaus, til þess að henni yrði fullnægt. Smámunasemi var ekki til í fari hans. Þannig mun hans verða minnzt. Mér þótti vænt um það þegar við gengum á eftir kistu Friðriks Magnússonar frá Látrum þarna suður í Fossvogskirkjugarði, að það var ekki numið staðar fyrr en komið var rétt niður undir flæðarmál. Við sjóinn, sem hann hafði elskað alla ævi, átti hann nú að hljóta sinn legstað. Það var sólblik á vognum og logn- bára blakaði við steinana í fjör- unni, mildur, hlýr síðsumarsdag- ur. Þetta var eins og það átti að vera, hæfileg umgjörð um það líf, sem hér var lokið. I skaut hafs- ins hafði hann sótt lífsbjörg sína og sinna, barizt við ofsa þess og hættur, notið yndis þess og fegurðar. Hann hafði líka siglt stormveður breytilegrar ævi, reynt skúrir hennar og skin, og notið umhyggju og kærleika ást- vina sinna í friðsamri elli eftir langan og strangan starfsdag. Hann var fæddur á sævarströnd, vann ævidag sinn mestan á sjón- um og hvílir nú við ferðalok á strönd hins sama sævar. Blessuð sé minning hans. Holti, 25. ágúst 1957. Sigurður Einarsson. SWEDEIM? 3ja herbergja íbúðir lil sölu. FJÖLVIRKI Laugavegi 27. Símim er: 22-4-40 BOKGARBlLSTÖÐIN Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Gu<i!augur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 —- 13202 — 13602. RACNAR JÓNSSON hæslarcltarlóginaður. Laugaveg. 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsli. Hurðarnaf nsp j öld Bréfalokur Skiltagerðin, Skólavörðustíg 8. Stórt innflutningsfirma vill ráða þegar í stað vana skrifsfofusfúlku Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir nk. laugardags- kvöld merkt: „ELLIOT —6385“. Hef kaupanda að góðri lóð á Seltjarnarnesi eða í Kópavogskaupstað, helzt við sjó. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 — sími 1-67-67. Húsnœði til sölu Glæsilegt einbýlishús í smíðum á eftirsóttum stað í bæn- um. Húsið er 8 herbergi, eldhús, bað, „hall“, forslofur og miklar geymslur. 3 herbergja íbúðir á hæðum í húsi við Laugarnesveg. — Fyrsti veðréttur er laus. Á 2. veðrétti hvílir kr. 50.000.00. Sanngjarnt verð. Tilbúnar undir tréverk. Nýtízku þvottavélar fylgja. Vönduð 5 herbergja risíbúð við Bugðulæk, tilbúin undir tréverk. 2ja og 3ja herbergja íbúðir í húsi í Háloealandshverfinu, sem verið er að byrja að byggja. Hagsxætt verð. Skemmtilegur staður. Höfum ennfremur til sölu íbúðir af ýmsum stærðum. tilbúnar og í byggingu. Fasteigna & Verðbrcfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 1-3294 og 1-4314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.