Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 -H fclk í fréttum KVIKMYNDIR Nicholson o g Streep leika útigangs- menn Leikstjórinn Hector Bárbenco, sé er leikstýrði myndinni „Koss köngulóarkonunnar", hefur gert aðra mynd og nefnist hún „Iron- weed“. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Jack Nicholson og Meryl Streep, en auk þeirra fara þau Tom Waits, Carroll Baker og Michael OKeefe með stór hlutverk. Handrit myndarinnar er byggt á sögu Williams Kennedy um hinn margfræga ofdrykkjumann Francis Phelan sem mun hafa verið mjög litrík persóna og herma fregnir að Nicholson fari á kostum í hlutverki hans. Bók Kennedys um Francis Phelan vakti á sínum tíma mikla athygli og ávann honum hin eftir- sóttu Pulitzer-verðlaun. COSPER o.o lobit COSPER Ef faðir þinn vissi hvernig þú hagar þér, myndi hann snúa sér við i niðursuðudósinni. SKOTVÍS: Arshátíð með eigin bráð á veizluborði NÚ FER tími þorrablóta og árshátíða senn í hönd; tími mikilla veizluhalda félagasam- taka og vinnustaða. Skotvís heitir sameinað félag skotveiði- manna og segja ipá að þeir hafi þjófstartað og ríflega það. Ars- hátíð sína héldu þeir nefnilega í upphafi vetrar. Skýringin á því er reyndar einföld. Á borðum var ekkert nema villibráð, ýmsar dýrategundir, sem líklega eru ekki oft á borðum almennings. Veiðitímabilinu var lokið og bezt að borða krásirnar fyrr en seinna og ljúka með því velheppnuðu veiðitímabili. Árshátíðin var haldin á Hótel Loftleiðum og var þar kátt á hjalla. Veizlustjóri var Stefán Jónsson, fyrrum alþingismaður og sá hann um að halda gleði hátt á loft. Auk framlags hans má nefna gamanmál og ræður auk happdrættis. Söngur var kyrjaður og dans stiginn. Meðal rétta má nefna gæsir, ijúpur, skrafa, endur og hreindýr og skreyttu uppstoppuð fómarlömb veiðimanna veizluborðið. - Morgunblaðið/Arni Sæberg Ekki er annað sjá en þau Ragnheiður Marteinsdóttir og Stefán Jóns- son séu ánægð með krásirnar. Uppstoppuð 'gæsin virðist ekki jafnáhugasöm. Gullárín með KK — glæsileg sýning á Hótel Islandi Skemmtanir Árni Johnsen Það er í mikið ráðist að svið- setja söngleik um KK-sextett- inn og samtíða tónlistarkempur heima og heirnan, en það er við hæfí að ráðast í viðamikið verkefni við opnun hins glæsilega skemmti- staðar Hótels íslands. Þeir Gísli Rúnar Jónsson og Ólafur Gaukur eru höfundar söngleiksins, sem ber nafnið Gullárin með KK. Frumsýn- ing Gulláranna var um áramótin, en þótt nokkrar sýningar hafi verið síðan er enn verið að sníða baminu brók, skerpa takt verksins. Það var ágæt stemmning á Gullárunum um síðustu helgi á laugardagssýningu. Sýningin er mjög vel gerð, en það er ekki að ástæðulausu að ætlunin sé að tálga sýninguna nokkuð frek- ar, því á köflum er hún langdregin og nokkuð um leikrænar endurtekn- ingar. Þessi sýning og söngleikur hefur alla burði til þess að halda blússi ef endahnúturinn er bundinn á í því að breyta og bæta. Dans- þáttur Gulláranna er sterka hliðin á sýningunni og tónlistin gefur ekk- ert eftir, en ef til vill er hún á stundum of þéttriðin til þess að svigrúm verði fyrir snarpari skipt- ingar í leikrænum tilburðum. I heild er sýningin þó bæði skemmtileg og vönduð og það er óþarfa lítillæti sem kemur fram hjá KK sjálfum í lok sýningarinnar þeg- ar hann segir að KK hafí verið góð hljómsveit á sínum tíma og búið. Málið er ekki svona einfalt og ástæðulaust að vera með afsökun- artón. Góð hljómsveit er góð hljómsveit óháð tíma og rúmi og KK-sextettinn var driffjöðrin í skemmtanalífí æði stórs hóps síns tíma og hafði mikil áhrif um allt land. Minning þeirra sem dönsuðu með er ekki fölnuð qg það var auð- fundið á síðustu laugardagssýningu að mörg atriðin yljuðu um hjarta- rætur fólks á ýmsum aldri sem var í salnum. KK-sextettinn starfaði á árunum 1947-1961 og var ekki aðeins virt- asta og dáðasta hljómsveit landsins um árabil, heldur ruddi hún braut- ina á mörgum sviðum, því hana skipuðu jafnan bestu hljóðfæraleik- arar landsins og hljóðfæraleikarar áttu sér þá ósk að spila með KK, þó ekki væri nema til að taka í eins og sagt er, eitt lag eða eitt kvöld. Gullárin eru einnig heimildarsýning um sérstætt tímabil í eftirstríðsára- tilþrifum landsmanna með allri þeirri ólgu og umbrotum sem þá áttu sér stað í þjóðlífínu. Þeir Gísli Rúnar og Ólafur Gaukur eru yfir- smiðir verksins en Sigríður Þor- valdsdóttir leikstjóri, Nanna Ólafsdóttir danshöfundur og nokkr- ir tugir listamanna sem þátt taka í sýningunni hafa lagt hönd á plóg- inn að þessari sérstæðu sýningu sem hefur verið að batna með hverri lotu. Upphaf KK-sextettsins var í rauninni i samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar, því þar voru dans- leikir og það hafði frést um bæinn að Kristján Kristjánsson saxófón- leikari og Svavar Gests væru komnir frá New York með efnivið- inn upp-á vasann. Það þótti einnig tíðindum sæta í þá daga að hljóm- sveitin æfði sig áður en hún byijaði að leika opinberlega og skartaði meira að segja sérstökum hljóm- færi á sviðinu, en hálfpartinn fela einleikarana í stórsveitinni. Lög Gulláranna eru í raun meiriháttar syrpa af öllu því besta sem flæddi yfir Evrópu og Ameríku, allt á milli hefðbundins vangadans og rokksins eins og það er æðisgengnast. Að því leyti eru Gullárin skemmtilegir tónleikar. Bessi Bjarnason er í hlut- verki sögumanns og bregst ekki í því frekar en öðru. Hljómsveit, búningar, leikmynd, hljóðstjórn, hárgreiðsla, ljósastjóm og aðrir mikilvægir þættir sýning- arinnar eru mjög góðir og söngvar- amir Helga Möller, Jóhann Helgason, Edda Borg og Þór Ás- geirsson skila hlutverki sínu af stakri prýði, enda valin rödd í hveij- um hálsi. Þá hefur leikstjórinn nýtt vel hæfileika hinna ágætu leikara sem leggja sitt af mörkum, auk Bessa, þau Júlíus Bijánsson sem er afbragðsgóður í ýmsum gervum, Áma Pétur Guðjónsson, Guðjón Sigvaldason, Kolbrúnu Halldórs- Atríði úr jassbúllu í New York. sveitarbúningum auk þess að öll tæki voru til staðar sem menn vissu aðeins til að meiriháttar hljómsveit- ir í útlöndum byggju yfír. Þannig hóf KK að leika með stíl og hélt reisn alla tíð. Höfuðpaurinn, Kristján Kristjánsson, hætti að blása þegar KK-sextettinn hætti eins og hann orðar það, en í milli- tíðinni fram að Gullárunum hafa helstu hljóðfæraleikarar KK leikið á stundum og síðast en ekki síst einvalalið KK-manna sem leika sígild dægurlög í söngleiknum um Gullárin með KK. Ólafur Gaukur hefur samið og sniðið saman tónlistina í Gullárun- um af mikilli fagmennsku, létt og leikandi eins og honum er lagið og stórsveitin sem leikur fyrir er skip- uð úrvals hljóðfæraleikumm. Eitt atriði sem ég held að væri til bóta á sýningunni er að skipa einleikur- um sveitarinnar fram á sviðið þegar þeir leika á bak við sviðstúlkun leik- aranna. Það er svolítið hjákátlegt að sjá ágæta leikara munda hljóð- dóttur, Lísu Pálsdóttur, Þórdísi Amljótsdóttur, Stefán Sturlu Sigur- jónsson og Eirík Guðmundsson. Það var ævintýralega hlýlegt að fá þau inn í sviðssetningu Gullár- anna, Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjamason, og undirstrikaði óum- deilanlega að hljómsveit eins og KK er sígild á sínu sviði og þarf hvorki diskóljós né nokkur tonn af mögnumm. Gamalreýndir KK- menn eins og hann sjálfur, Ámi Scheving, Guðmundur Steingríms- son, Jón bassi Sigurðsson og Kristján Magnússon koma einnig fram í söngleiknum bráðsnjallir og fágaðir eins og nýslegnir túskild- ingar. Þau Ellý og Ragnar sungu sig á samri stundu inn í hjörtu áhey- renda á Hótel íslandi og varð það þó ekkert auðvelt verk eftir góð tilþrif aðalsöngvaranna fjögurra. Það er einnig mjög skemmtilegt að Kristján Kristjánsson tekur þátt í sýnir.gunni og segir nokkur orð frá eigin bijósti. Bæði Ellý og Raggi Bjama syngja mörg gamalkunn lög ------------------------------------f 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.