Alþýðublaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 1
íilboð í síldarbræðsluna á Seyðisfirði 43. árg. — Þriðjudagur 23. janúar 1962 — 18. tbl. Hann heitir Jón Hálfdánarson, þessi efst til vinstri og er 14 ára, sá við hliðina á honum er Haukur Angantýsson frá Kefiavík, 13 ára_ Vilmundur Gylfason er líka þrettán ára, — hann er nr. 3 og sá niðri í horninu hér til hægri er Helgri Hauksson, 13 ára. Þeir eru búnir að tefla í tvær vikur á Skákþingi Reykjavíkur, — þótt aldursárin séu ekki ýkja-mörg eru þeir sagðir harðir i horn að taka. — Myndirnar eru teknar í fyrradag, — á skákþinginu. Þeir hugsuðu og hugsuðu . . . því að þótt ekki sé um lífið að tefla, — þá er um nokkuð annað teflt, sem er einhvers virði, — hejðurmn. STJÓRN Síldarverksmiðja rík isins hefur saniþykkt að gera; kauptilboð í síldarbræðsluna á 1 Seyðisfirði. Bæjarsjóður Seyð isfjarðar á bræðsluna að mestu leyti og hyggst stjórn S. R. kaupa hlutabréf bæjarins í bræðslunni. Nái kaupin fram að ganga hyggjast Síldarverk smiðjur ríkisins stækka bræðsl una á Seyðisfirði mjög veru- lega. Miklar umræður hafa átt sér stað um það á hvern hátt væri bezt að bæta aðstöðuna eystra til móttöku síldar. Mikil síld hefur verið við Austurland und anfarin sumur og svo mikil, að hinar liflu síldarbræðslur eystra hafa ekki haft undan að taka á móti síld. Munu Seyð- firðingar hafa mikinn bug á því að stækka bræðsluna á ALLT 7 VITLEYSU í GÆR komst liið versta ólag á símann í Hafnar- firði, þ. e. eitthvað um 300 númer urðu sambands Iaus eða allt símasamband ruglaðist svo gersamlega ag ekki var nokkur glóra í því. Nokkrir menn voru að vinna með loftpressu, þeg ar það slys varð að þeir skáru í sundur símastreng með 300 línum í. Varð þetta nokkru eftir hádegi, og í gærkvöldi var enn unnið við lagfæringar. Hjá sumum símnotend- um var ekki möguleiki að fá rétt númer, og einn maður t. d. sem yar að reyna að ná í annan, er bjó í Hafnarfirði, fékk alltaf 02. Ruglingurinn varð svo margvíslegur, að ekki er unnt að lýsa því með orðum. Nær var lokið við að gera við í gærkvöldi og vroru símarnir óðum að komast í lag. muvwt. - iV . jviWiVWVWVtMí Seyðisfirði. Að sjálfsögðu á bæjarstjórn Seyðisfjarðar eft ir að taka afstöðu til kauptil- boðs Síldarverksmiðjanna. En ef tilboðið verður samþykkt mun ætlunin að hefja stækkun bræðslunnar sem fyrst þannig að henni verði lokið fyrir næstu síldarvertíð. Síldarbræðslan á Seyðisfirði getur nú unnið 2 þús mál á sólarhring en ætlun in mun sú að stækka hana upp í 4—5 þús mál, á sólarhring. Þá munu SUdarverksmiðjur ríkisins hafa hug á því að öðl azt umskipunaraðstöðú á Seyð ísfirði til þess að unnt verði að skipa beint úr síldveiðibátum í flutnngaskip, sem flytja mundu síldina norður. fer frá DARES — SALAAM, 22. janúar (NTB—Rauter) Lands stjórinn í Tanganyika tók í dag við lausnarbeiðni Júlíusar Nyerre, forsætisráðherra. Ras hildi Kawawa, ráðherra án stjórnardeildar, hefur verið út nefndur eftirmaður Nyerres. — Julius Nyerre var skipaður for sætisráðherra í Tanganyika þeg ar landið, sem var áður vernd argæzlusvæði SI> undir stjórn Breta, öðlaðist sjálfstæði í des ember í fyrra. Hinn nýskipaði forsætisráðherra er talinn standa til vinstri við liina hæg fara stefnu Nyerres. Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.