19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 1

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Inga L. Lárusdótfir. 19. JÚNÍ Afgreiðsla: Sólvellir. — Sími 1095. X. árg. Reykjavík, Nóv.—Des. 1927 9.—10. tölubl. Ekknastyrkir. Þaö vantar ekki að starf konunar sem móðir sé viðurkent i orði. Allir virðast vera sammála um það að heimilið sé hornsteinn þjóðfélagsÍDS, börnin dýr- mætasta eign þess og undir uppeldi þeirra sé sið- ferðisþrorski mannkynsins að miklu kominn. Ftest- um karlmönnum kemur saman um það að verka- hringur konunnar eigi að vera á heimilinu, þar njóti hún sin bezt og þjóðfélagið megi ekki missa hana frá þeim störfum. Menn skyldu þvi halda að þjóð- félagið sýndi þessar skoðanir á borði. með þvi að rétta konunni hjálparhönd þegar hún stendur ein uppi með börn sin, hvort heldur hún er ekkja, skil- in við manninn eða yfirgefin af honum. Samkvæml Guðs lögum, eða gamla og nýja testa- mentinu er það talið ein af fyrstu skyldum tnanns- ins að hjálpa ekkjum og munaðarleysingjum, biblí- an minnist ekki sjaldan á að »rétta hlut ekkjunuar«, en samkvæmt manna lögum, á fslandi, er litið fyrir ekkjurnar gert. Samkvæmt slysatryggÍDgarlögunum færekkja verka- manns eða sjómanns, sem deyr af slysi, 2000 krón- ur og 200 kr. með hverju barni, einu sinni fyrir alt. Örkumlist maðurinn, svo hann verði ekki framar vinnufær, fær konan 4000 krónur útborgað í eitt skifti. Ekkjur starfsmanna ríkisins fá píslarleg eft- irlaun og lágan lífeyri úr tryggingarsjóði þeim, sem starfsmennimir eru skyldir til að greiða af launum sínum. Einstaka vísar að ekknasjóðum eru til. En yfirleitt á fátæk ekkja, sem ekki getur séð fyrir sér sjálf, ekki nema um tvent að velja: að leita á náðir ættingja, eða fara á sveitina. Séu börnin mörg og ung eru þau þá venjulega tekin af móðurinni, ann- aðhvort í gustukaskyni, eða þeim er komið fyrir af sveitinni. Ekkjan er meira að segja oft flutt á ann- að landshorn, þar sem hún þekkir engan, hafi mað- urinn ekki verið búinn að vinna sér sveitfestu þar sem þau bjuggu, því hún fylgir sveit mannsins eins og kunnugt er. Enn er það komið undir sanngirni hverrar einstakrar sveitarstjórnar hvort ekkjan miss- ir ekki i tilbót borgaraleg réttindi, þvi siðasta alþingi feldi tillöguna um að styrkur vegna ómegðar og heilsuleysis væri undanskilinn réltindamissi á sama hátt og styrkur vegna elli. Ég veit ekki hvað margar ekkjur eru til á íslandi né hve margar þeirra þigpja af sveit. En mér er sagt af kunnugum, að í Reykjavík leiti ótrúlega fá- ar ekkjur til sveitarinnar og sama sé að segja um ógiftar mæður. Það er hvorttveggja að altaf loðir einhver skömm við sveitarstyrkinn i meðvitund fólks, og að konan gerir silt itrasta til þess að heimilið þurfi ekki að slitna upp. Nú lætur þjóðfélagið það afskiftalaust að konan verði oft, sér til bjargar að vera frá heimilinu heila og hálfa dagana þó börnin séu þá i reiðiieysi á meðan. Þau missa þá oft um- hyggju föður og móður í einu, þegar konan á að fara að annast fyrirvinnuna samhliða sínum eigin störfum. Það segir sig sjálft að þvi að eins geta blá- fátækar ekkjur komist af án sveitarstyrks að'þær geri sem minstar kröfur til lífsins fyrir börnin og sig sjálfar, búi í ódýrustu og lélegustu húsakynnun- um og hafi alt af skornum skamti. I*ær eru ekki fáar konurnar sem vinna úti strit- vinnu á daginn, hugsa um heimilið á kvöldin og þvo þvottinn sinn á sunnudögum. Nærri má geta, hvernig fer um börnin á meðan. Götulífið dregur þau að sér þegar enginn er til að gæta þeirra. Eldri börnin verða að fara að vinna fyrir sér sem allra fyrst og tefjast frá námi sínu þó þau séu komin á skólaskyldualdur. Hinsvegar vantar eftirlit með námi yngri barna og eru fátækustu börnin venjulega svo illa undirbúin þegar þau koma hér i barnaskólann, að þau komast ekki nema í neðstu bekkina 10 ára gömul og verður skólanám þeirra þá ekki mikill undirbúningur undir lífið. Ressi skólaskylda er þó viðurkenning þjóðfélagsins á því að það beri líka á- byrgð á uppeldi og lífi þessara barna, sama má segja um eftirlilið með heilsu skólabarna og berklavarnar- lögin, sem taka börnin að sér þegar þau eru búin að missa heilsuna. f*að hefir líka heyrst, að löggjaf- arnir muni ekki ófúsir að byggja nýtfzku glæpa- mannahæli handa þeim sem götulifið gerir að and- legum aumingjum, en hingað til hafa þeir daufheyrst við kröfunum um að byrgja brunninn áður en barn- ið er dottið í hann. Ekki væri þó siður þörf á því að gera mæðrunum kleift að hafa heimilislíf, sæmi- leg húsakynni og holt viðurværi handa sér og börn- unum. Um ekkjur i sveit er nokkuð öðru máli að gegna, en i aðalatriðunum eru ástæður þeirra þær sömu. Krafan um ekknastyrki er á því bygð að þjóðfé- laginu sé skylt að sjá um munaðarlaus börn og að hvergi verði betra né kostnaðarminna að ala þau upp heldur en hjá móður þeirra, svo framarlega sem hún verði ekki talin ófær til að ala upp börn. Ekkna- styrkir eru fyrst og fremst veittir til þess að heimilið

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.