Dagur - 22.07.1999, Qupperneq 1

Dagur - 22.07.1999, Qupperneq 1
Prestar blessa sambúð homma Mikill meirihluti presta er hlyimtiir kirkjulegri blessim á samhúð samkyn- hneigðra. 72% íslenskra presta eru frekar eða mjög sammála að rétt væri að kirkjan blessaði sambúð sam- kynhneigðra. 37% presta vilja að samkynhneigðir fái að ættleiða börn en 28% eru á móti því. Aðr- ir taka ekki afstöðu til málsins. Hins vegar eru einungis 18% presta sem myndu gefa fólk af sama kyni saman í hjónaband en 64% þeirra myndu alls ekki gera það. Þetta kemur fram í könnun sem rit félags Guðfræðinema, Orðið, stóð fyrir meðal presta. Arið 1996 voru sett lög sem gerðu samkynhneigðu fólki kleift að ganga í staðfesta samvist en staðfest samvist hefur nákvæm- lega sömu réttaráhrif og hjú- Guimartil skoðimar Óánægja sókn- arnefndar Holts- sóknar í Önund- arfirði með störf sr. Gunnars Björnssonar sóknarprests, hefur orðið til þess að Urskurð- amefnd íslensku Þjóðkirkjunnar hefur tekið mál- ið til umfjöllun- ar. Samstarf Gunnars og sóknarbarna hefur verið mjög stirt um alllangt skeið og er prestinum gefinn frestur fram í miðjan ágústmánuð til þess að tjá sig eða skila greinargerð vegna málsins. Eftir að úrskurðarnefnd hefur fengið í hendur gögn frá sr. Gunn- ari mun hún halda vestur í Ön- undarfjörð og funda með málsað- ilum. Aður hefur nefndin fengið gögn frá sóknarnefnd Holtskirkju, upphaflegum málshefjanda en einnig frá nokkrum sóknarbörn- um sem sent hafa úrskurðar- nefndinni gögn óbeðin. GG Úánægja er með störfsr. Gunnars Björnssonar. skapur fyrir utan rétt- inn til ættleiðinga barna og réttinn á tæknifijóvgun. Einnig hefur kirkjan litið á þessi tvö sambúðar- form með mismun- andi augum. 72% íslenskra presta vilja að kirkjan blessi sam- búð samkynhneigðra. Kastað til þess hendi A nýafstaðinni presta- stefnu og á presta- stefnunni í fyrra var lítið sem ekkert ákveðið um málefni samkynhneigðra inn- an þjóðkirkjunnar en í samþykktum prestastefnunnar árið 1997 var hvatt til áfram- haldandi guðfræðivinnu og fræðsluátaks í málinu og átti helgisiðanefnd að undirbúa bæn og blessun fyrir samkynhneigt fólk sem hefur staðfest samvist sína. Að sögn Ólafs Odds Jóns- sonar sóknarprests í Keflavík hefur helgisiðanefndin hins veg- ar ekki einu sinni komið með nein dæmi um tillögu í sam- bandi við bæn og blessun á sam- búð samkynhneigðra. „Mér finnst að kastað hafi til þess hendi hvernig helgisiðanefndin stóð að þessu verki,“ segir Ólafur Oddur. íhaldssöm öíl ráða Að sögn Ólafs hefur ekkert markvert gerst í þessum málum síðan nefnd sem átti að fjalla um málefni samkynhneigðra skilaði af sér greinargerð um málið haustið 1996. „Núna er málið í biðstöðu innan kirkjunnar. Að mínu mati verða stofnanir kirkj- unnar að álykta um málið, ann- aðhvort með eða á móti. Ef stofnanirnar gera það ekki þá er það ekkert annað en vanhæfi. Það verður að fást niðurstaða í málinu,“ segir Ólafur Oddur. Að sögn Ólafs hafa einstaka prestar blessað sambúð samkynhneigðra upp á sitt einsdæmi og rúmast það innan sálgæslu prestsins. „Það eru hins vegar ákveðin íhaldssöm öfl innan kirkjunnar sem hafa gífurleg áhrif á kirkju- stjórnina og í raun miklu meiri áhrif en hinir víðsýnu." Ekki náðist í biskup Islands vegna sumarleyfa. -ÁÁ Loksins, loksins sögðu höfuðborgarbúar i gær þegar blíðviðri mildaði geðslagið eftir rysjutíð að undanförnu. Ekki síst kættust börnin yfir sólinni en misstu þó ekki einbeitinguna eins og sjá má á myndinni. mynd: teitur HBBBBBBBBHHBHBBBiHBBBBHBHHBHBBflnBBBBII^BI^^HUBBnBBBBBBIBBBHBBBHMHBBB Á þessari lóð gegnt Einarshúsi á að rísa 1.438 fermetra verslunar- og íbúðarhús þrátt fyrir mótmæli. Umdeilt hús samþykkt Bygginganefnd Hafnarfjarðar samþykkti í gær byggingaleyfi fyrir 1.438 fermetra verslunar- og íbúðahús við Fjarðargötu 19 (Strandgötumegin), þrátt fyrir að fyrirhuguðum framkvæmdum hefði verið mótmælt af íbúum í grennd. Byggingarnefndin var þó ekki einhuga um málið og sat Asta María Björnsdóttir, fulltrúi Fjarðarlistans, hjá við afgreiðslu málsins. Aður hafði minnihluti bæjarstjórnar mótmælt bygging- unni í bæjarráði, þar sem Fjarð- arlistinn hafnaði henni en Al- þýðuflokkurinn sat hjá. Viðkomandi lóð hefur verið í eigu Einars Þorgilssonar ehf. eða Mathiesen-fjölskyldunnar. I mars sl. keypti verktakafyrirtæk- ið Ingvar og Kristján byggingar- réttinn á lóðinni og hóf fyrirtæk- ið nýlega framkvæmdir, þrátt fyr- ir að byggingarleyfi væri ekki endaniega komið í gegn. Vænt- anlegt hús er á þremur hæðum auk kjallara og er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð- inni, en Ijórum íbúðum á næstu tveimur hæðum. Tók breytingum Samkvæmt heimildum Dags tók fyrirhuguð bygging breytingum á hönnunarstiginu, hún var færð til og stækkuð. Þurfti að breyta deiliskipulagi miðbæjarins þess vegna. A borgarafundi, þar sem framkvæmdirnar voru kynntar, kom meðal annars fram að fyrir- huguð bygging hefði verið færð til á lóðinni að ósk íbúa Strand- götu 49. Það er einmitt svokallað Einarshús, þar sem býr Þorgils Óttar Mathiesen, bæjarfulltrúi og yfirmaður hjá Islandsbanka. Samkvæmt heimildum blaðsins er fyrirhugað að Islandsbanki opni útibú í húsinu, en nýlega keypti bærinn hús íslandsbanka við Strandgötu. Ekki náðist í Þorgils Óttar í gær. - FÞG Sigling yfir Breiöafjörð er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestíjarða. A Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 WORLDW/DC EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.