Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						20

MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986.

Tþróttir

• Guðmundur Torfason er hér felldur innan vítateigs Breiðabliks og vitaspyrna var dæmd.

DV-mynd Brynjar Gauti.

„Mikilvægasti sigur okkar

í íslandsmótinu til þessa"

- sagði Guðmundur Torfason sem skoraði bæði mörk Fram gegn UBK í 2-1 sigri

„Þetta var einn mikilvægasti sigur

okkar í mótinu til þessa. Blikarnir

voru mjög erfiðir mótherjar, börðust

af miklum krafti og ég er mjög ánægð-

ur með sigurinn," sagði Guðmundur

Torfason Framari í samtali við DV

eftir leik Fram og Breiðabliks í 1. deild

í gærkvöldi. Framarar sigruðu, 2-1,

MEIRA

EN

VENTULEG

MÁLNING

STEINAKRYL

hleypir raka mjög auöveldlega í

gegnum sig, tvöfalt betur en

heföbundin plastmálning.

STEINAKRÝL er mjög veöurheldin

málning og hefur frábært alkalíþol

og viöloöun viö stein.

STEINAKRÝL stendur fyrir sínu.

^SV, £,MW OG 9TEINSTEYPU Ú™^

MARMARAHVÍTT

----------

og tryggðu sér þar með fimm stiga

forskot í deildinni. Guðmundur Torfa-

son skoraði bæði mörk Fram í leiknum

og hefur nú skorað 13 mörk í 1. deild.

Framarar sóttu af miklu kappi í byrj-

un leiksins í gærkvöldi og það var

algerlega gegn gangi leiksins er Blikar

náðu forystunni á 16. mínútu. Rögn-

valdur Rögnvaldsson fékk þá laglega

sendingu inn fyrir vörn Fram og af-

greiddi knöttinn laust en laglega í

markið.

Guðmundur jafnar

Tíu mínútum eftir að Blikar náðu

forystunni jöfnuðu Framarar metin.

Guðmundur Torfason var felldur inn-

an vítateigs(sjá mynd) og vítaspyrna

réttilega dæmd. Guðmundur tók hana

sjálfur en Örn Bjarnason varði, hélt

hins vegar ekki knettinum sem kom

skoppandi til Guðmundar og þá urðu

honum ekki á nein mistök(sjá mynd).

Fyrri hálf leikur tæpar 50 minút-

ur

Nokkuð var um tafir í fyrri hálfleik

og meiðsh leikmanna enda leikurinn

harður frá upphafi til enda. Eftir mark

Guðmundar sóttu liðin á víxl en Fram-

arar voru þó mun betra liðið. Minnstu

munaði á 49. mínútu að Guðmundi

Steinssyni tækist að skora. Skalli hans

eftir góða fyrirgjöf Péturs Ormslev fór

rétt fram hjá.

Rothöggið strax í byrjun

Strax í byrjun greiddu Framarar

Blikunum rothöggið. Á 2. mínútu fékk

Guðmundur Torfason knöttinn rétt

utan markteigshorns og þrumaði hon-

um í markið. Gullfallegt mark og 13.

mark Guðmundar í 1. deildinni. Til

loka leiksins voru Framarar mun betri

aðilinn og hefðu hæglega getað skorað

mun fleiri mörk.

Þorsteinn og Gauti góðir

Framliðið lék ágætlega á köflum í

þessum leik en mótspyrnan var mikil.

Ávallt erfitt að leika gegn liðum sem

berjast af jafhmiklum krafti og Blika-

liðið gerði í gærkvöldi. Þeir Þorsteinn

Þorsteinsson og Gauti Laxdal báru

nokkuð af hjá Fram í þessum leik en

Guðmundur Torfason var mikið í

sviðsljósinu að venju. Þá var Janus

sterkur en Pétur Ormslev hefur leikið

betur. Oft var hann óheppinn og um

tíma gengu hlutirnir ekki upp hjá

honum á miðjunni. Hlutverk Péturs í

Framliðinu er stórt og ef hann „klikk-

ar" bitnar það verulega á leik liðsins.

Pétur sýndi þó oft skemmtilega takta

í gærkvöldi. Jón Sveinsson lék einnig

mjög vel í vörninni og gerði ekki mis-

tök í leiknum. Framarar hafa nú fimm

stiga forskot í deildinni en sigur í

deildinni er þó langt undan og alltof

snemmt að spá liðinu IsÍandsmeistar-

atitli. Sex umferðir eru eftir, barátta

um 18 stig sem án efa verður mjög

hörð.

Blikarbörðustvel

Leikmenn Breiðabliks eiga hrós

skilið fyrir mikla baráttu í þessum leik.

Ef liðið berst af álíka krafti í næstu

leikjum kroppar það stig af andstæð-

ingum sínum en hvort það nægir til

að komast hjá falli í 2. deild skal ósagt

látið. Lið Breiðabliks getur leikið góða

knattspyrnu og í því eru margir snjall-

ir leikmenn. Bestur í gærkvöldi var

Guðmundur Valur Sigurðsson.

Liðin: Pram. Friðrik, Þórður, Jón, Þor-

steinn, Viðar, Janus, Pétur, Kristinn,

Gauti, Guðmundur og Guðmundur.

Breiðablik. Örn, Ólafur, Heiðar, Ingjaldur,

Magnús, Jón Þórir, Helgi (Hákon), Rögn-

valdur, Gunnar (Þorsteinn G.), Guðmund-

ur Valur og Guðmundur.

Benedikt Guðmundsson lék ekki með í

gærkvöldi, hann var í leikbanni.

• Leikinn dæmdi Ólafur Lárusson ágæt-

lega. Hann sýndi þeim Guðmundi Val og

Heiðari Heiðarssyni UBK gula spjaldið.

Áhorfendur 971.

Maður leiksins: Þorsteinn Þorsteinsson,

Fram.                       _SK.

• Og hér er Guðmundur Torfason að skora fyrra mark sitt í gærkvöldi. örn Bjamason varði vítaspyrnu Guðmundar

en hér þrumar Guðmundur knettinum í markið eftir að hafa fengið hann aftur. DV-mynd Brynjar Gauti.

Staðan					

Staðan eftir leiki helgarinnar í 1. deild:  í					

					

FH-KR...............					.......0-0

ÍBV-Þór.............					.............1-2

Fram-UBK........					.............2-1

		9	2	1	

Fram...................	Vf,				27-7  29

Keflavflt..............	12	8	0	4	15-14  24

Valur...................	12	7	2	3	18-5   23

Akranes..............-.	1?	5	3	4	19-12  18

Þór.......................	,12	5	2	5	16-21  17

KR........................	,12	3	6	3	13-9   15

FH.......................	, ,1?!	4	2	6	17-20. 14

Víðir...................	19,	3	3	6	9-16  12

Breiðablik..........	12	3	2	7	9-22  11

Vestmannaeyjar	.12	1	2	9	10-27  35

Vallarmet J

hjá Ragnari |

-ogsiguráopnaHagkaupsmótinu

Ragnar Ólafsson, GR, setti í gær nýtt  i

vallarmet á Hólmsvelli í Leiru er hann lék  I

18 holurnar á 70 höggum í opna Hagkaups-  I

mótinu sem fram fór syðra um helgina.  ¦

Ragnar sigraði í keppni án forgjafar af gul-  I

um teigum og lék á 144 höggum. Armar  !

varð Sveinn Sigurbergsson GK á 148 högg-  I

um og þriðji Gylfi Kristinsson GS á^l50  ¦

höggum.                        I

í fjórða til fimmta sætí urðu þeir Björgvin  i

Þorsteinsson, GR, og Úlfar Jónsson, GK, á  I

152 höggum. Jafnir í sjötta til sjöunda sæti  I

urðu þeir Páll KetUsson, greindur goifari  .

úr GS og Sigurður Hafsteinsson, GR, á 154  |

höggum. Hilmar Björgvinsson lék á 155  i

höggum og þeir Sigurður Sigurðsson, GS,  .

og Einar L. Þórisson, GR, voru á 156 högg-

um.                              |

Ragnar hlaut í verðlaun 25 þúsund króna  I

voruúttekt hjá Hagkaupum, Sveinn 15 þús?  I

und og Gylfi 10 þúsund,

•I keppni með forgjöf af hvítum teigum  I

sigraði Stefan Sæmundsson, GR, á 132 hqgg-  *

um nettó. Annar varð Guðmundur SiguR  I

.jónsson, GS, á  133 höggum og þriðji  _

ögmundur Ögmundsson, GS, á 135 höggum.  |

Stefán hlaut 20 þúsund króna vöruúttekt  ¦

hjá Hagkaupum, Guðmundur 12 þúsund og  I

Ogmundur 9 þúsund.

• Marteinn Guðnason, GS, vann sér; irm  ¦

10 þúsund vöruúttekt hjá Hagkaupum með  I

því að leika á bestu skori af hvítum teigum.  ¦

Marteinn lék á 153 höggum.

Lögreglustjórinn við holubarminn    I

Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli,  I

Þorgeir Þorsteinsson, GS, var nálægt því  ¦

að fara hoíu í höggi á 13. braut. Kúlan stað-  I

næmdist þrjá sentímetra frá hoiubarminum.  _

Þá var Marteinn Guðnason, GS, aðeins áfta  I

sentímetra frá því að fara holu í höggi á  ¦

8. braut.                          |

•Alls tóku 116 keppendur þátt í mótinu  i

sem tókst í alla staði mjög vel hjá þeim  I

Suðurnesjamönnurn.              -SK.  I

Víkingur og KR

sigurvegarar

Úrslitakeppni pollamóts Eimskips og KSÍ

fór fram um helgina. Víkingar sigruðu í

keppni A-liða en KR-ingar í keppni B-liða.

Nánar verður sagt frá mótinu á unglinga-

sí ðunni nk.laugardag.

.. I

Brons hjá Magnúsi i

I

I

I

I

I

I

I

Magnús Ver Magnússon frá Seyðisfirði

vann til bronsverðlauna á EM unglinga í

ki^ftlyftingum en mótið fór fram í Englaridi

um helgina. Magnús keppti í 110 kg flokki

og lyfti samtals 737,5 kg sem er nýtt ungl-

ingamet Hann settí eirrnig unglingamet í

bekkpressu og lyfti þar 182,5 kg,    -SK.

Bandaríkjamenn

heimsmeistarar

Bahdaríkjamenn tryggðu aér í gær heims-'

meistaratitilinn í körfuknattleik með því

að sigra erkifjendurna Sovétmenn í úrslita-;

leik með 87 stigum gegn 85. Staðan í leikhléi >

var 48-38 þeim bandarísku í vil. Júgóslavar

höfnuðu í þriðja sæti og Brasilíumenn í því

fjórða.                       _SK,

I

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40