Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. maí 1992 - DAGUR - 9 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 9. maí Sjónvarpið Fimmtudagur 7. maí 18.00 Þvottabimirnir (2). (The Racoons.) 18.30 Kobbi og klíkan (8). 18.55 Táknmálsíréttir. 19.00 Fjölskyldulíí (43). 19.25 Sókn í stöðutákn (6). Lokaþáttur. (Keeping Up Appearances.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 íþróttasyrpa. Fjölbreytt íþróttaefni úr ýmsum áttum. 21.10 Undur veraldar (5). Hinn varanlegi maður. (World of Discovery - Indestructible People.) Bandarísk heimildamynd um mannshkamann og nýjungar í læknavísindum. Meðal annars er fylgst með þróun fósturs í móðurkviði allt frá getnaði til fæðingar. 22.05 Upp, upp mín sál (6). (I'll Fly Away.) 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Úr frændgarði. (Norden runt.) í þættinum verður fjallað um fjölmiðla- og sjónvarpsmál á Norðurlöndunum. 23.40 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 8. maí 18.00 Flugbangsar (17). 18.30 Hraðboðar (5). (Streetwise II.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 í fjölleikahúsi (2). 19.25 Sækjast sér um líkir (9). (Birds of a Feather.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kastljós. 21.00 Samherjar (20). (Jake and the Fat Man.) 22.00 Bíræfnir bófar. (The Brink's Job.) Bandarísk sakamálamynd í léttum dúr frá 1978. Aðalhlutverk: Peter Falk, Peter Boyle, Warren Oates, Allen Goorwitz og Gena Rowlands. 23.40 í minningu Parkers. (Birdman, Birdsong - Jon Hendricks & Company.) Upptaka frá hátíð sem hald- in var til að heiðra minningu Charlies Parkers í Cannes 1990. 00.35 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. 13.45 Enski bikarinn. Bein útsending frá Wembley í Lundúnum þar sem Liver- pool og Sunderland leika til úrslita í ensku bikarkeppn- inni. 16.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verða m.a. sýnd- ar svipmyndir frá heims- meistarakeppninni í pílu- kasti 1992 og frá íslands- meistaramótinu í sundi sem fram fór í Vestmannaeyjum. 17.30 Rósa jarðarberjakaka. (The World of Strawberry Shortcake.) 18.00 Múmínálfarnir (30). 18.25 Táknmálsfréttir. 18.30 Fréttir og veður. 19.00 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu. Fyrir íslands hönd keppir lagið Nei eða já eftir þá Friðrik Karlsson, Grétar Örvarsson og Stefán Hilm- arsson og það er hljómsveit- in Stjómin með þær Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Sig- ríði Beinteinsdóttur í broddi fylkingar sem flytur lagið. 22.00 Lottó. 22.05 '92 á Stöðinni. 22.30 Hver á að ráða? (8). (Who's the Boss?) 23.00 Eyja Pascalis. (Pascali's Island.) Bresk bíómynd frá 1988. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Charles Dance og Helen Mirren. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 10. maí 17.20 Setningarhátíð Rúrek '92. Upptaka frá setningarhátíð Rúrek-djasshátíðarinnar í ráðhúsinu í Reykjavík. Fram koma Andrea Gylfadóttir og tríó Carls Möllers og banda- ríska djasskempan Richard Boone ásamt hljómsveit sinni The Sophisticated Ladies. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Babar (3). 18.30 Sumarbáturinn (3). Lokaþáttur. (Sommarbéten.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna (1). (Tom and Jerry Kids.) 19.30 Vistaskipti (7). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Gangur lífsins (3). (Life Goes On.) 21.25 Á ég að gæta bróður míns? Annar þáttur: Út í óviss- una. 22.05 27 bómullarhlöss. (27 Wagons Full of Cotton.) Bandarísk sjónvarpsmynd. Aðalhlutverk: Lesley Ann Warren, Ray Sharkey og Peter Boyle. 22.50 Emmyverðlaunin. (The 19th Annual International Emmy Awards.) 23.40 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 7. maí 16.45 Nágrannar. 17.30 Með Afa. Endurtekinn þáttur. 19.19 19:19. 20.10 Gengið í það heilaga. (Brides: A Tale of Two Weddings.) í þessum þætti fylgjumst við með öllum þeim mikla undir- búningi sem á sér stað fyrir brúðkaup og hér eru það ekki bara eitt heldur tvö, mjög svo ólík brúðkaup, sem verið er að undirbúa enda brúðhjónin tilvonandi frá mjög ólíkum fjölskyldum, efnum og aðstæðum. 21.05 Laganna verðir. (American Detective.) í þessum þáttum fylgjumst við með raunverulegum lag- anna vörðum að störfum í Chicago, Las Vegas, Port- land og New Orleans svo nokkrir séu nefndir. 21.55 Kvennagullið. (Orpheus Descending.) Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Kevin Anderson og Anne Twomey. Stranglega bönnuð bömum. 23.50 Hringdu í mig... (Call Me.) Hún klæðir sig eins og hann mælti fyrir í símanum. En hann er hvergi sjáanlegur. Kannski var þetta ekki sá sem hún hélt sig vera að tala við? Ef þetta var ekki hann, í hvað var hún þá búin að flækja sig? Þetta er hættu- legur leikur þar sem um líf eða dauða er að tefla... Aðalhlutverk: Patricia Charbonneau, Patti D’Arbanville og Sam Freed. Stranglega bönnuð börnum. 01.25 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 8. maí 16.45 Nágrannar. 17.30 Gosi. 17.50 Ævintýri Villa og Tedda. 18.15 Úr álfaríki. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kænar konur. (Designing Women.) 20.40 Góðir gaurar. (The Good Guys.) 21.35 Úr öskunni í eldinn.# (Men at Work.) Öskukarlarnir í smábæ í Kali- forníu fá daginn til að líða með því að láta sig dreyma um að opna sjóbrettaleigu. Þegar þeir dag nokkum finna lík eins bæjarfulltrúans í mslinu fá þeir um nóg að hugsa. Inn í málið blandast losun eiturefna í hafið og valdabarátta í eiturefna- verksmiðjunni í bænum. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Emilio Estevez, Darrell Larson og John Getz. 23.10 Grafin lifandi.# (Buried Alive.) Aðalhlutverk: Robert Vaughn, Donald Pleasence og Karen Witter. Stranglega bönnuð börnum. 00.50 Einhver sem vakir yfir mér... (Someone to Watch Over Me.) Aðalhlutverk: Tom Berenger, Mimi Rogers, Lorraine Bracco og Jerry Orbach. Stranglega bönnuð börnum. 02.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 9. mai 09.00 Með Afa. 10.30 Kalli kanína og félagar. 10.50 Klementína. 11.15 Lási lögga. 11.35 Kaldir krakkar. (Runaway Bay H) 12.00 Úr ríki dýranna. (Wildlife Tales.) 12.50 Bílasport. 13.20 Nú eða aldrei. (Touch and Go.) Michael Keaton er hér í hlut- verki íshokkístjömu sem er nokkuð ánægð með líf sitt. Dag nokkurn ráðast nokkrir strákpjakkar á hann og reyna að ræna hann. Þetta atvik verður þess valdandi að líf hans tekur stakka- skiptum. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Maria Conchita Alonso og Ajay Naidu. 15.10 Óskabarnið. (Baby Girl Scott.) Þessi sannsögulega mynd segir frá hjónum sem komin em yfir fertugt þegar konan verður barnshafandi í fyrsta skipti. Barnið fæðist fyrir tímann og þau hjónin skrifa undir skjal þar sem læknum er gefið leyfi til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda ungabaminu á lífi. En þegar þau sjá hvers kon- ar aðferðum er beitt til að halda lífi í þessum veikburða einstaklingi skipta þau um skoðun.. Það em þau John Lithgow og Mary Beth Hurt sem fara með hlutverk hjónanna. 17.00 Glys. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Mæður í morgunþætti. (Room for Two.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Gusugangur.# (Splash.) Myndin segir frá manni, sem verður ástfanginn af haf- meyju, sem er listilega vel leikin af Daryl Hannah. Aðalhlutverk: Daryl Hannah, Tom Hanks, John Candy og Eugene Levy. 23.30 Flugnahöfðinginn.# (Lord of the Flies.) Hópur bandarískra unglinga af „sjónvarpskynslóðinni" hafnar á eyðieyju. Aðstæð- umar draga fram í dagsljósið einkenni hnignunar og hóp- urinn breytist smátt og smátt í hjörð villimanna. Aðalhlutverk: Balthazar Getty, Chris Furrh og Daniel Pipoly. Bönnuð börnum. 01.00 Sjöunda innsiglið. (The Seventh Sign.) Aðalhlutverk: Demi Moore, Michael Bean, John Taylor og Peter Friedman. Stranglega bönnuð börnum. 02.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 10. mai 09.00 Nellý. 09.05 Maja býfluga. 09.30 Dýrasögur. 09.45 Þrír litlir draugar. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. Vandaður, leikinn ástralskur myndaflokkur um hundinn Kellý og vini hans. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 Ævintýrahöllin. Spennandi leikinn fram- haldsmyndaflokkur fyrir böm og unglinga sem byggður er á samnefndri sögu Enid Blyton. Fyrsti þáttur af átta. 12.00 Eðaltónar 12.30 Art Pepper. Endurtekinn þáttur. 13.35 Mörk vikunnar. 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.50 NBA-körfuboltinn. 17.00 Van Gogh. Einstakur heimildarmynda- flokkur um ævi og list Vincents Van Gogh en tæp- lega 102 ár em liðin síðan þessi stórbrotni listamaður tók eigið líf. 18.00 60 mínútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.00 Dúndur Denni. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) 21.15 Aspel og félagar. 21.55 í blindri trú.# (Blind Faith.) Þessi sannsögulega fram- haldsmynd er byggð á sam- nefndri metsölubók rithöf- undarins Joe McGinness. Marshall-fjölskyldan var í einu og öllu til fyrirmyndar, eiginlega lifandi sönnun þess hvemig ameríski draumurinn verður að vem- leika. En hamingjan er faU- völt og lífið er hverfult eins og Robert MarshaU og drengimir hans fá að reyna þegar eiginkona hans og barnsmóðir lætur lífið í fólskulegri árás. Seinni hluti er á dagskrá annað kvöld. Aðalhlutverk: Robert Urich (Spenser for Hire), Joanna Kearms (Growing Pains), Joe Spano (HUl St. Blues) og Dennis Farina (Crime Story). 23.25 Óvænt örlög. (Outrageous Fortune.) Maður nokkur hverfur í dul- arfuUri sprengingu. Eftir standa tvær konur sem stóðu í ástarsambandi við hann. Aðalhlutverk: Bette Midler, SheUey Long, Peter Coyote og George Carlin. Bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 11. maí 16.45 Nágrannar. 17.30 Sögustund með Janusi. 18.00 Hetjur himingeimsins. 18.25 Herra Maggú. 18.30 KjaUarinn. 19.19 19:19. 20.10 Mörk vikunnar. 20.30 Systurnar. 21.20 Smásögur. (Single Dramas) í kvöld sjáum við nýja og skemmtilega smásögu sem kemur á óvart. 22.25 í blindri trú. (Blind Faith) Seinni hluti sannsögulegrar framhaldsmyndar um Marshall-fjölskylduna. 23.55 Saga Ann Jillian. (The Ann Jillian Story) Aðalhlutverk: Ann Jillian, Tony LoBianco og Viveca Lindfors. 01.30 Dagskrárlok. Minning Á sumardaginn fyrsta kvaddi amma mín, Steinunn Jónsdóttir, þetta líf, eftir skamma sjúkdóms- legu. Hún hafði alltaf verið heilsu- góð nema síðustu mánuðina, þegar líkamlegt þrek fór þverr- andi, en andlegu þreki hélt hún til síðustu stundar. Amma var Skagfirðingur í báðar ættir. Foreldrar hennar voru Sólveig Eggertsdóttir frá Mælifelli og Jón Pétursson frá Valadal. Þau bjuggu lengst á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi og í Eyhildarholti. Systkini ömmu voru tólf, af þeim eru nú tvö eftir á lífi, þau Pálmi Hannes sem var tvíbura- bróðir hennar og Herdís Rann- veig. Á svo fjölmennu heimili var oft glatt á hjalla og ungt fólk frá nærliggjandi bæjum laðaðist að heimilinu. Amma var fædd á Nautabúi, þar sem hún ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Þegar hún var átta ára fluttist hún með foreldrum sínum að Eyhildarholti. Þaðan átti hún sínar ljúfustu minningar frá æskuárunum í Skagafirði, sem var sveitin hennar. Aldrei þreytt- ist hún á því að segja okkur hvað allt vai fallegt og gott í Skaga- firði. Hún fluttist til Akureyrar um tvítugsaldur. Þar fór hún á saumanámskeið og var í kaupa- vinnu. Hún kynntist afa mínum Sigurbirni Þorvaldssyni bifreiða- stjóra og giftist honum. Börn þeirra eru: Jóhann Pétur, útgerð- armaður, kvæntur Erlu Sigurðar- dóttur og eiga þau sex börn; Þórunn, gift Magnúsi Björnssyni, skrifstofustjóra og eiga þau fjög- ur börn; Jón Haukur, rekstrar- stjóri, kvæntur Halldóru Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn; María Sigríður, meinatæknir, gift Guðmundi Guðlaugssyni, verk- fræðingi og eiga þau fjögur börn. Þau eru öll búsett á Akureyri nema Jóhann Pétur, sem býr í Hrísey. Lengst af bjuggu amma og afi í Heigamagrastræti 47b, og þaðan á ég margar góðar minningar um þau. Þangað var alltaf gott að koma og ræða um það sem efst var á baugi. Þrátt fyrir háan aldur var amma mjög ern og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hún var elskuleg og hlý og hélt góðu sambandi við frændfólk sitt og afkomendur, sem eru orðnir fjörtíu og fimm. Fjölskyldan safnaðist gjarna sam- an hjá ömmu og eru slíkar sam- verustundir ógleymanlegar. Eftir að afi dó árið 1976, bjó amma áfram í Helgamagrastræti 47b, þar til hún flutti í íbúð í Dvalarheimilinu Hlíð fyrir rúmu ári og undi hún hag sínum vel þar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég heiðra minningu ömmu og þakka allar ánægjulegu stundirn- ar. Guð blessi ömmu og varðveiti. Bjössi. Nú er amma mín dáin, hún dó á sumardaginn fyrsta. Þótt augljóst væri að hverju stefndi er dauð- inn samt alltaf sorglegur þegar hann kveður dyra. Steinunn var elskuleg amma og skemmtilegur félagi og þrátt fyrir háan aldur var hún vel ern. Hún var alltaf ung í anda og fylgdist vel með, bæði sínu fólki og því sem var að gerast í kringum hana. Amma og afi Sigurbjörn Þor- valdsson, héldu lengst af heimili sitt í Helgamagrastræti 47 b á Akureyri. Þangað var alltaf gott að koma og var mikið um að börnin og barnabörnin færu í heimsókn þangað. Það var því oft glatt á hjalla þar og margar góðar minningar tengjast heimili ömmu og afa og seinna heimili ömmu eftir að hún varð ekkja. Steinunn amma var sjálfstæð kona og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún hafði líka gott skopskyn og gat brosað og hlegið með manni. Ég þakka ömmu minni fyrir allar stundirnar. Sigga Mæja. Aðalfundur Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga verður haidinn á Hótel KEA, sunnudaginn 10. maí kl. 14.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn Innrítun er hafin og er virka daga kl. 17-18.30. Síminn er 96-27540.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.