Þjóðviljinn - 30.06.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Blaðsíða 1
Menguná Akranesi Lúðvlk Jósepsson. „Samningnum á öllum að segja upp” HREINT BORÐ UM ÁRAMÓTIN Verður Húsið á Eyrarbakka selt? Flogið hefur fyrir sú frétt, að Húsið á Eyrar- bakka sé til sölu. Eigandi þess er islensk kona, búsett í Ameríku. Ástæðan til þess að hún er talin vilja selja húsið er sú, að viðhalds- kostnaður á þvisé mikill en tekjur engar. Blaðið hs«Ji tal af Þór Magnús- syni þjóðminjaveröi og spuröi hvort honum væri kunn- ugt um að Húsið væri til sölu. Ekki kvaðst Þór hafa heyrt um það, þótt vel gæti svo verið. Sér Sala á friölýstum húsum er heimil en friðlýsingar- kvöðin fylgir áfram væri kunnugt um, að þaö hefði fyrr veriö gefið falt og þá var tal- að um aö Eyrarbakkahreppur hefði hug á ab kaupa það, en ekki hefði orðiö af sölu. Núverandi eigandi Hússins mundi hafa keypt það um 1930, gert þá við það, haldiö þvi vel viö og búið i þvi öðru hverju að sumr- inu siðan. Húsið er friðlýst, i svonefnd- um B-flokki, en það þýðir, að ekki má breyta ytra útliti þess og auk þess þarf ein stofa að halda sinni upprunalegu mynd. Hið sama er að segja um svonefnt Assistents- hús sem er sambyggt Húsinu en um 100 árum yngra, byggt um 1860. Eigendum friðlýstra húsa er heimilt að selja þau en friðlýsing- Framhald á bls. 14. „Eintómar rökleysur hjá Matthíasi” „Ég tel alveg nauösyn- legt og sjálfsagt að segja upp öllum þessum samn- ingum þannig að þeir renni örugglega út um það leyti sem við losnum við Vestur- Þjóðverjaaf miðunum. Þá þurfum við að hafa alger- lega hreint borð. Það á að stefna að því að hér verði engin erlend veiðiskip í árslok en taka svo upp samninga við Færeyinga alveg á sérstökum grund- velli." Þetta sagði Lúðvik Jósefsson, alþm., i tilefni af þeim ummælum Matthiasar Bjarnasonar, sjávar- útvegsráðherra, i Visi i gær, að ekki eigi að segja upp fiskveiða- samningum við Færeyinga, Belga eöa Norðmenn i þeim til- agngi að hreinsa miðin af erlend- um veiðiskipum fyrir áramót. Allara siðustu forvöð Samningar þessara þriggja þjóða um veiðiheimildir hafa engin timamörk, en hægt er að segja þeim upp með sex mánaða fyrirvara. Nú eru allra siðustu forvöð að segja þeim upp eigi þeir að renna út um svipað leyti og samningurinn um veiðiheim- Framhald á bls. 14. Enginn vill f jár- magna- nengun- arvarnir í framhaldi af frétt blaðs- ins I gær um mengun á Akra- nesihöfðum við samband við Slldar- og fiskimjölsverk- smiðjuna til að heyra hvað þeir hefðu að segja um málið. Valdimar Indriðason framkvstj. sildarverksmiðj- unnar sagði, að það væri rétt, að þeirra verksmiðja væri eins og svo margar álika verksmiðjur alls ekki nógu nútimaleg og ylli óneitanlega allverulegum óþægindum. Valdimar tjáði okkur aö hugaö væri að láta byggja háan stálreykháf á verk- smiðjuna innan skamms, fá limvatnstæki og soðkjarna- tæki og myndi útblásturs- reykurinn þá minnka um 50%. Ættu þar með ná- grannar verksmiðjunnar að losna við mestu óþægindin af nábýlinu. Siðan er svo ætlunin aö koma sér upp gufuþurrk- unartækjum, sem væntan- lega munu að mestu útrýma öllum reyk frá verk- smiðjunni. Varðandi kostnað sagði Valdimar að þær fram- kvæmdir sem nú þegar eru fyrirhugaðar mundu senni- lega kosta um 130-140mil. kr. Væri þetta erfitt fjárhags- lega því að enginn sérstakur aðili i lánakerfinu telur sér skylt að fjármagna fjárfest- ingar sem miða aö þvi aö eyöa loftmengun. Er þvi þarna um stóra gloppu að ræða i lánakerfinu og sýnir vel hve svifaseint og gamaldags það kerfi er. En það breytir engu um að hreinsibúnaöur eða hár skor- steinn er vonum seinna á ferðinni hjá sildarverk- smiðjunni. Vonandi veitir hinn nýi forseti bæjarstjómar Akra- ness, Valdimar Indirðason, nafna sinum i sildarverk- smiðjunni það aðhald sem þarf til að málið komist i höfn. Þrátt fyrir itrekaðar til- raunir i gær og fyrradag gat blaðið I hvorugan fram- kvæmdastjóra Sements- verksmiöjunnar náð og veröa athugasemdir þeirra aö biöa þar til þeir eru á kon- tórum sinum aö nýju. eng Jónas Kristjánsson um handritauppboðiö í London: Ætluðum að klípa af rekstrarfé Árnastofnunar Okkur fannst það vera hámarksverðsem við buðum og viljum ekki gefa meira fyrir þessi handrit, sagði Jónas Kristjánsson, forstöðumaöur Stofnunar Arna Magnússonar, i viðtali við Þjóðviljann vegna uppboðs á fjórum íslenskum handritum I London I fyrradag, en einkaaðilar buðu hærra I þau ÖII heldur en Árnastofnun og Landsbókasafn og hrepptu þau. 011 þessi handrit eru frá 17. og 18. öld. Þaö elsta er uppskriftir Jóns Erlendssonar i Villirfaholti á Skirnismálum og Hyndlu- ljóöum. 1 einu er uppskrift á riti Jóns lærða og edduefni og Höfuðlausnarskýringar Björns á Skarðsá. 1 öðru er latneskt rit um goðfræðileg efni eftir Eggert Ólafsson og hinu þriöja Hátta- lykill Snorra meö hendi Jóns grunnvikings og skýringum hans. Þegar boöin voru komin upp i jafnvirði 100 þúsund króna annars vegar og 500 þúsund kr. hins vegar hættu Arnastofnun og Landsbókasafn að bjóöa. Eftirað Guðmundur Axelsson kaupmaður i Klausturhólum hafði siðan haldið áfram að bjóða i handritin á móti er- lendum aðilum hreppti hann 3 þeirra á samtals 6200 sterlings- pund eða rúmlega 2 miljónir króna en Vilbur Jónsson, vesturislenskur prófessor, keypti handritið með hendi Jóns Grunnvlkings. Jónas sagði,aö Ámastofnun hefði enga fjárveitingu til að bjóða I handrit á svona uppboöum en hefði ætlað að klípa þetta fé af rekstrarfé stofnunarinnar og vona að það bjargaðist einhvern veginn. Hins vegar er nú meiningin að fara fram á sérstaka fjárveit- ingu til slikra hluta ef upp koma. Svo virðist sem islensk hand- rit séu nú að hækka i verði en þau hafa verið I fremur lágu verði hingað til, sagði Jónas. Við töldum upphæðina sem viö buðum algert hámark. Við vitum ekki hvað Guðmundur ætlar að gera við handritin. Þaö er hans mál. Hins vegar er mikilvægt að þau komi til Islands og eins aö handrit i einkaeigu hér á landi fari ekki úr landi. Þetta eru þjóðlegir- gripir og ég held að fólk hafi yfirleitttilfinningu fyrir þvi. Við fylgjumst með slkum hand- ritum en vonumst auðvitað til að þau lendi fyrr eða siðar hjá okkur. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.