Þjóðviljinn - 18.12.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Föstudagur 18. desember 1981 — 276. tbl. 46.árg. Almennur vöruflutningur til landsins 1979-1981: 22% MAGNAUKNING! # Almennur innflutningur síðustu 3ja mánaða 36% dýrari á föstu gengi en innflutningur sömu mánaða í fyrra Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar er nú talið/ að almennur vöru- innflutningur hingað til lands þrjá síðustu mánuði, september til nóvember að báðum meðtöldum, hafi verið um 36% meiri en sömu mánuði í fyrra, mælt á föstu gengi. Þjóðhags- stofnun hafði í haust áætl- að að almennur vöruinn- flutningur siðustu 4 mán- uði þessa árs yrði 16% meiri en sömu mánuði í fyrra, mælt á föstu gengi. Nú þegar upplýsingar liggja fyrir um innflutning i september og október, og margt er vitað um innflutning i nóvember, þá spáir Þjóðhagsstofnun ekki lengur „bara” 16% innflutningsaukn- ingu á siðasta þriðjungi ársins, heldur er nú talið, að almennur vörufiutningur verði um 30% meiri mánuðina september til desember i ár, heldur en sömu mánuði i fyrra, mælt á föstu gengi. Yfir árið í heild má nú reikna með, að vöruinnflutningur verði 13 - 14% meiri en á siðasta ári, einnig mælt á föstu gengi, og hinn aukni innflutningur siðustu mán- uði ársins umfram það sem áætl- að haföi verið hefur nú hækkað haustspána um vöruinnflutning yfir áriö um 300 miljónir króna. Hér viö bætist, að vegna birgðasöfnunar gerir Þjóðhags- stofnun nú ráö fyrir 200 miljón króna minni útflutningi á árinu 1981 heldur en reiknað var með i haust, og veröur þá útkoman sú, að vöruskiptajöfnuöur okkar við útlönd verður væntanlega i kring- um núllið á þessu ári. 1 Þjóðhags- spá frá október var hins vegar reiknaö með 500 miljónum króna i afgang á vöruskiptajöfnuöi, sem hefði fariö langt með að vega upp áætlaðan halla á þjónustujöfnuði. — Þær upplýsingar, sem hér hafa verið raktar komu fram i viðtali sem Þjóðviljinn átti i gær viö Hallgrim Snorrason.hagfræð- ing hjá Þjóöhagsstofnun. Rétt er að taka fram, aö Þjóð- hagsstofnun telur nú liklegt, aö hækkun á erlendu veröi innfluttr- ar vöru verði i ár að jafnaöi 6 - 7%. Hrein magnaukning i vöru- innflutningi á þessu ári er hins vegar talin vera um 7%, og þegar tekiö hefur verið tillit til hvorsf tveggja, hinna erlendu verðhækk- ana og magnaukningar, þá kem- ur fram sú 13 - 14% hækkun á heildarveröi vöruinnflutningsins milli ára, sem Þjóðhagsstofnun spáir, og er þá allt mælt á föstu gengi. 1 þessum efnum er útkom- an yfir árið nokkuð svipuð, hvort sem eingöngu er miðað viö hinn svokallaða „almenna vöruinn- flutning”, eða skipum og flugvél- um ásamt vörum til stóriðjufyrir- tækja og Landsvirkjunar er bætt viö. Hitt er athyglisvert, að sé ein- göngu litið á „almennan vöruinn- flutning” og olian, sem fer minnkandi dregin þar frá, þá kemur i ljós, að á siöasta ári verður magnaukning i innflutn- ingi á almennum vörum öörum en oliu upp á 11%, og nú er spáð að I ár veröi enn magnaukning I þess- um sama innflutningi upp á 10%. Sem sagt 22% magnaukning i almennum vöruinnflutningi á tveimur árum! Þaö er vist eins gott aö kaup- getan sé sæmileg! ___k. Pólland: Siö verkamenn skotnir Hundruð manna særð — Þúsund í fangelsum Samkvæmt fréttum útvarpsins i Póllandi á miðvikudag. — Staðfest er Varsjá i gær voru 7 námuverkamenn að hundruð manna hafa særst i átök- drepnir og 39 særðir er öryggissveitir um við herinn i Póllandi og mörg þús- hersins réðust til atlögu regn námu- und manna verið fangelsuð. verkamönnum i Katowice i Suður S]á nánar á baksiöu Nýjasta nýtt 1 orku- sparnaði Finsigtun EBCMOL j Trjáduft í stað f haust var tekin í notk- Iun verksmiðja í Svíþjóð sem framleiðir „Ebenol" sem svo heitir þar í landi, Ien er í raun trjáduft, enn fínna en venjulegt sag og er trjáduftið notað í stað I' olíu sem orkugjafi. Hægt er að brenna því í venju- legum oliubrennara. ■ Fyrirtækið Ráðgjöf og Ihönnun hefur að beiðni iðnaðarráðuneytisins . gert frumathugun á hag- I kvæmni þess að reisa hér verksmiðjur til fram- leiðslu á „Ebenol" og nýtingu þess í stað olíu og bendir allt til þess að slíkt væri hagkvæmt ekki síst vegna þeirrar ódýru af- gangs orku sem hér er hægt að fá til framleiðsl- unnar. I mjög stuttu máli sagt er „Ebenoí” unnið úr viöi sem ekki er hægt að nota til neins annars. Má þar nefna greinar og kvista, rætur, laufblöð og hverskonar timburúrgang. Fyrst er þessi timburúrgangur grófkurlaður og blásið uppi stóran haug, sið- an er kurlinu blásið inni vél sem kurlar það enn smærra, þaöan i þurrkara og eftir það I aðra vél sem gerir kurliö að dufti, sem er finna en venjulegt sag. Það er einmitt þessi þurrkun, sem er mergurinn málsins og gerir það svo hagkvæmt sem raun ber vitni að nota trjáduft i staö oliu. Þegar venjulegu sagi er brennt fer meira en helming- ur af orkunni i að eyða vatni sem er i saginu, en þarna gerist það ekki, þar eö búið er að þurrka efnið áður. Verksmiðja sem framleiðir 60 þúsund lestir af trjádufti, sem er igildi 30 þúsund lesta af oliu, olíu kostar nú um 50 miljónir islenskra króna. Talið er hag- kvæmt að reisa slika verk- smiðju á Grundartanga og nota þá orku sem fer til einskis i Járnblendiverksmiðjunni til aö þurrka efnið, en aðal orkueyðsla trjáduftsverksmiöjunnar fer i að þurrka efniö. Talið er að um það bil 300 þúsund tenings- metrar af 400 stiga heitu lofti fari til einskis i Járnblendiverk- smiðjunni á klukkustund. Mál þetta er nú i nánari athugun og rannsókn hjá Ráö- gjöf og hönnun á vegum iðn- aðarráöuneytisins og sögðu þeir Edgar Guðmundsson og Oli J. Asmundsson hjá Ráögjöf og Könnunin bendir til að mjög hagkvæmt kunni að vera að reisa trjádufts- verksmiðju hér á landi hönnun aö þeim virtist flest benda til þess aö bygging verk- smiðju og framleiðsla á „Ebanol” væri hagkvæmt hér á landi. Þjóðviljinn mun skýra nánar frá þessu máli þar sem rætt verður við þá Edgar og Óla um málið. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.