Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 1. júlí 1989 Jón Baldvin Hannibalsson er utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Hún var mynduðu eftir frceg stjórnarslit í fyrrahaust, þar sem Framsókn og Alþýðuflokkur sögðu skilið við Sjálfstæðisflokkinn vegna ágreinings um leiðir í ríkisfjármálum. Nú hef- ur þessi ríkisstjórn starfað einn vetur og þó að hún sé samkvœmt skoðana- könnunum óvinsœlasta ríkisstjórn sem setið hefur frá því kannanir hófust er engan bilbug á henni að finna. En þó Jón Baldvin sitji í stjórninni sem ut- anríkisráðherra, œtlum við ekkert að spyrja hann um utanríkismál, heldur hvernig hann sem formaður Alþýðuflokksins meti stöðuna á skákborði ís- lenskra stjórnmála í dag. Á hvern hátt er þessi ríkisstjórn frábrugðin ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar, sem sprakk í háaloft eins og frœgt er orðið? „Vinnubrögðin í þessari ríkis- stjórn eru betri. Viðræður milli for- ystumanna flokkanna eru svo til daglega. Það er minna um flokks- pólitískan skotgrafahernað og nið- urstaðan er sú að i mörgum málum þá tekst með viðræðum og vinnu að leysa vandamál sem í fyrri ríkis- stjórn urðu eins og bögglað roð fyr- ir brjóstum manna af því þau fengust varla rædd. Þetta varðar bæði verkstjórnina og vinnubrögð og samstarfsmáta forystumanna flokkanna. Þar með er ekki sagt að ágreiningsmál séu úr sögunni. Þau eru minna borin á torg og það er fremur reynt að fá þau rædd hisp- urslaust þess vegna hefur gengið greiðar að fá fram lausnir þó oft séu það málamiðlanir sem vekja enga allsherjar hrifningu. Það er mitt mat að árangurinn hingað til hafi verið í stórum drátt- um eins og menn gátu gert sér best vonir um. Þessi rikisstjórn var mynduð eftir að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfn- uðu kollsteypuleið, eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði hafnað öllum þeim leiðum sem til greina komu, og þó sérstaklega tillögum sem forstjóranefndin undir forystu sjálfstæðismanna lagði fram um niðurfærsluna . Verðstöðvunin tókst vel. Hún var nú fyrst og fremst til að veita nokkurs konar andrými til að gefa fyrirtækjum og atvinnulífi grið frá því ástandi sem hafði skapast á árinu. Allir vissu fyrirfram að það yrði erfiðleika- tímabil eftir að verðstöðvun lyki. Sú var raunin. Það tókst að ná fram kjarasamningum. Kjarasamning- arnir við opinbera starfsmenn voru að mínu mati á skynsamlegum nót- um, hins vegar var undir lokin slak- að of mikið á gagnvart háskólamenntuðum ríkisstarfs- mönnum. Ef litið er yfir þingtímabilið sið- asta, þá er Ijóst að þrátt fyrir þá erf- iðleika sem stafa af því að stjórnin hefur ekki hreinan meirihluta í báð- um þingdeildum, þá eru fá dæmi þess að ríkisstjórn hafi komið í gegn jafn veigamikilli löggjöf. Hús- bréf'akerfinu var komið á, þrír mik- ilvægir iagabálkar um verðbréfa- markaðinn, kaupleigufyrirtækin og viðskiptabanka og seðlabanka, vaxtalögin, náðust í gegn, svo tekin séu dæmi“. Spurning um kjark — Hvaö uin framtíó þessarar ríkisstjórnar? „Við erum staddir á miðju kjör- tímabili, og segja má að ríkisstjórn- in standi á þessu sumri frammi fyrir stórum vandamálum sem ráða mestu um framhaldið. Þar standa þessir flokkar frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir hafi nægilega pólitíska dómgreind og kjark til að breyta um stefnu í veigamiklum málum er varða ríkis- fjármálin. Það vantar ekki frómar markmiðslýsingar hjá öllum stjórnmálaflokkum. Menn vilja lækka verðbólgu, menn vilja lækka vexti og fjármagnskostnað, menn vilja skapa stöðugleika fyrir ís- lenskt atvinnulíf í framtíðinni. Það er bara þegar kemur að fram- kvæmdinni að margir vilja renna af hólminum. Þessi pólitíski tvískinn- ungur kemur einna berlegast fram þegar afstaða er tekin til erfiðra spurninga í ríkisfjármálum. Þessi ríkisstjórn, sem og forveri hennar, höfðu það sem megin- markmið að ná jöfnuði í ríkisbú- skapnum. Þær töldu báðar nauðsynlegt að hækka skatta til að ná því markmiði. Þeirri fyrri tókst það ekki og allt stefnir í það að þessari hérna takist það ekki held- ur. Niðurstöður fyrstu fjögurra rnánaða ársins benda til verulegs halla í ríkisbúskapnum og þegar horft er til næsta árs þá er hið fræga fjárlagagat risavaxið. Nú vita það allir að þú lækkar ekki verðbólgu né vexti til lang- frama, nema að hafa reiðu á rikis- búskapnum. Þú stöðvar ekki heldur skuldasöfnun hér heima né erlendis nema með því að hafa rikisbúskap- inn í lagi. Það er ekki hægt að hækka skatta endalaust og íslend- ingar verða að fara að gera það upp við sig hvað þeir geta sætt sig við að hið opinbera taki stóran hlut af þjóðartekjum, hvort heldur riki eða sveitarfélög. Einkenni á ríkisbúskapnum hér er að hann er að miklu leyti lög- bundin, útgjöld rikisins eru í allt of miklunr mæli sjálfvirk og að veru- legu leyti þannig að fjárlög ríkisins hafa þá tilhneigingu að standast ekki, vegna þess að ríkið hefur tekið á sig skuldbindingar á mörgum sviðum þar sem reikningar berast bakdyramegin og sprengja ramma fjárlaganna. Þetta gengur ekki til lengdar. Þessu verður hins vegar ekki breytt fyrr en meirihluti þing- manna gerir sér grein fyrir því að þeirra hlutverk er að stjórna með einhver langtímamarkmið í huga en ekki það eitt að ganga erinda sér- hagsmuna“. Það sem þarf að gera — Hvað þarf ríkisstjórnin að gera? „Á ríkisstjórnarfundi fyrir nokkrum mánuðum þá gerði ég það að gamni mínu að flytja ræðu þar sem ég reifaði tillögur um nauðsyn- legar og óhjákvæmilegar aðgerðir, og lét þess ekki getið fyrr en eftir á að ræðan var byggð á minnispunkt- um og fylgiskjölum frá 22. ágúst 1988. Sama ræðan, sömu vanda- málin. Fyrri ræðan var flutt yfir Þorsteini Pálssyni og Steingrími Hermannssyni í annarri ríksstjórn, mánuði seinna var sú ríkisstjórn fyrir bí. Þessi ræða var flutt í nýrri ríkisstjórn og sömu spurningarnar lagðar fyrir þessa samstarfsaðila. Ég bað menn að stilla upp í hug- anurn einu A4 blaði með tveimur dálkunr. Annarsvegar skyldu menn hripa niður í vinstri dálkinn, undir fyrirsögninni: Það sem allir hér inni vita að er óhjákvæmilegt að gera. í hinn dálkinn ættu menn að krossa við, undir fyrirsögninni: Það sem ég og minn flokkur treystir sér til að gera. Þetta var á þeim fundi sem kynnt var hvað stefndi í mikinn fjárlagahalla. í vinstri dálkinum var eftirfar- andi: Við þurfunr að loka ganrla húsnæðiskerfinu. Gegnum það hafa verið gefin út lánsloforð í hverjum mánuði, nreð niðurgreidd- um vöxtum, gjafalán, að tveimur þriðju til fólks sem á fyrir nrjög gott íbúðarhúsnæði og hefur enga þörf fyrir þessa styrki. Með því má spara á bilinu einn og hálfan til tvo millj- arða króna. Burt með______________________ búvörusmninginn_______________ „í öðru lagi er landbúnaðarkerf- ið. Það er óhjákvæmilegt að rifta búvörusamningnum, en það eitt er ekki nóg, það þarf að afnema laga- skuldbindingar ríkisins um verð á allri landbúnaðarframleiðslu og sölu þeirra sem byggist á búvöru- lögunum sem kveða á um slíkar skuldbindingar ríkisins. Einnig eru ýmsar búgreinar svo sem loðdýrarækt, sem ríkið hefur mokað í peningum, gjörsamlega gjaldþrota. íslenska ríkið hefur engin efni á þessu, þeim peningum má eyða á skynsamlegri hátt. Þarna má spara að minnsta kosti tvo til þrjá milljarða. Þriðja: Fjárfestingar, eins og t.d. til vegamála. Þar ættum við núna að slá af nýframkvæmdum og láta okkur nægja viðhald vegakerfisins að sinni, spara þar einn og hálfan milljarð. Fjórða: Stærsti útgjaldaliður þess er heilbrigðiskerfið. Það er enginn ágreiningur um það í þessari ríkisstjórn að þar á allt að vera mestan part ókeypis og allir eiga að sitja við sama borð hvað það varð- ar. En vöxtur þess er sjálfvirkur og rekstur þess í mörgum tilfellum af- leitur. Það liggja fyrir tillögur um að sameina tvo hátæknispítala í einn, breyta einum í öldrunarþjón- ustustofnun, sem mikil eftirspurn er eftir. Sparnaður við það yrðu mörg hundruð milljónir. Einnig liggja fyrir tillögur um lyfjaverð- myndun og apótekarakerfið ís- lenska. Þar er hægt að spara fimnrhundruð milljónir. Enn eitt dæmi er samningsgerð við sérfræð- inga innan læknastéttarinnar, sem sækja sér laun uppá tiu til tuttugu milljónir, nánast með sjálfvirkum hætti niðrí Tryggingastofnun. I skólamálum voru í fyrra uppi tillögur um sparnað upp á 600 milljónir, sem m.a. felast í því að hætta að starfrækja skóla sem eru hálftómir. Lánasjóður íslenskra náms- rnanna er örlátasta styrkjakerfi sem nokkur þjóð hefur fundið upp, stefnir í að verða þriggja milljarða dæmi. Við höfum ekki efni á því. Svo er það vöxtur opinbera geir- ans í mannahaldi. í fyrra fjölgaði opinberum stöðugildum á bilinu 400-700. Þetta er lögbundin fjölg- un, sem verður að stöðva. Það má gera með því að selja opinberar þjónustustofnanir, og það myndi þá skera úr um hvort atvinnulífið vill kaupa þjónustu þeirra á því verði sem hún kostar. Einnig þarf að koma í veg fyrir æviráðningar opinberra starfs- manna. Það er kerfi sem er í stíl við nítjándu aldar lénsfyrirkomulag. Einnig má bæta við við ýmsum þáttum s.s. ýmsu í sjávarútvegi en látum það liggja á milli hluta. Með þessum aðgerðum mætti koma á raunverulegum jöfnuði í ríkisbúskapnum, svo og að stöðvuð yrði sjálfvirk þensla ríkisgeirans. Við gætum með þessu komið á jafnvægi á peningamarkaði og þarmeð yrði stöðvuð skuldasöfnun hins opinbera svo og lækkað fjár- magnskostnað og vexti, ég tala nú ekki um þegar á móti kemur hag- ræðing eins og sú sem felst í samein- ingu banka. Inní þetta koma samningar EFTA við EB sem fela í sér opnun peningamarkaðarins".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.