NT - 15.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 10
 é r , » ,4, , S * . Þriðjudagur 15. maí 1984 10 LlL Gestur Guðfinns- son, blaðamaður Fæddur24. sept. 1910 Dáinn 4. maí 1984 ■ Þann 4. maí s.l. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík Gestur Guðfinnsson, blaða- maður. Gestur var Dalamaður, fædd- ur að Litla-Galtardal á Fells- strönd í Dalasýslu, þann 24. september 1910. Foreldrar hans voru Guðfinnur Jón Björnsson bóndi þar og kona hans Sigur- björg Guðbrandsdóttir. Gestur ólst upp hjá foreldrum sínum að Litla-Galtardal. Hann var bóndi um 10 ára skeið á árunum 1933-1943, um þrjú ár að Litla-Galtardal, en sjö að Omrsstöðum í Klofningshreppi. Gestur var áhugamaður um félagsmál þrátt fyrir það að hann væri maður hlédrægur og sótti ekki eftir trúnaðarstörfum. Þá sóttu samferðamenn hans eftir forystu hans í félagsmálum og trúnaðarstörfum, er nú mun verða greint. Hann var kjörinn oddviti hreppsnefndar Klofn- ingshrepps árið 1937. Það er árið eftir að hann fluttist í það sveitarfélag og gegndi því til 1942. Formaður Ungmennafé- lags Vonar í Klofningshreppi 1936-1943. í stjórn UMS Dala- manna og Búnaðarfélags Klofn- ingshrepps um árabil. Kennari var Gestur í Fellsstrandar- og Klofningsskólahéraði í nokkur ár. Eins og ljóst er af því, sem að framan er sagt, starfaði Gestur mikið að félagsmálum meðan heimili hans var í Dalasýslu. Árið 1943 verður breyting á högum hans. Þeir bræður Gest- ur og Matthías Hildigeir hætta búskap og flytja til Reykjavíkur ásamt móður þeirra og systrum, sem með þeim höfðu búið á Ormsstöðum. Það voru þær Ósk og Pálína. Guðfinnur faðir þeirra lést síðasta ár þeirra á Ormsstöðum, 1942. Sigurbjörg móðir þeirra, sem hélt með þeim heimili einnig eftir að til Reykjavíkur kom, lést 1958. Hin síðari ár bjó Gestur með systrum þeim er hér hafa nafn- kenndar verið. Gestur réðist sem afgreiðslu- stjóri að Alþýðublaðinu 1945 og síðar sem blaðamaður við sama blað til ársins 1979. Þá lét hann af störfum vegna heilsu- brests. Eftir að Gestur var farinn að starfa í Reykjavík tók hann upp þráðinn er frá var horfið í Dölum á sviði félagsmála. Hann gerðist félagi í Breiðfirðinga- félaginu. M.a. gerðist hann þátttakandi í tafldeild þess, sem fyrr var hann þar kjörinn til forustu. Árið 1953 var hann kjörinn í stjórn tafldeildar Breiðfirðingafélagsins. Árið 1961 var hann kjörinn í stjórn Félags ísl. rithöfunda. Gestur starfaði mikið á veg- um Ferðafélags fslands, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Meðal annars var hann farar- stjóri hjá Ferðafélagi íslands um margra ára skeið. Urðu margir af þeim er fararstjórnar hans nutu, til þess að minnast þeirra ferða vegna ágætrar farar- stjórnar. Gestur hafði margt til brunns að bera sem fararstjóri. Samviskusemi hans og ná- kvæmni í störfum yfirleitt var þess valdandi að hann kynnti sér vel svæði þau er hann átti að sjá um leiðsögu um. Auk þess var til staðar hjá honum góð þekking í landa- og grasafræði. í því sem getið er hér að framan frá starfsævi Gests Guð- finnssonar, hefur þess ekki ver- ið getið, sem halda mun nafni hans lengst uppi. Gestur var hvort tveggja gott skáld og vel ritfær á óbundið mál. Eftir Gest hafa komið út fjórar ljóðabækur. Auk þess tvær ritgerðir um Þórsmörk, sérprentanir úr Árbók Ferðafél- ags íslands. Ritgerð um Steina- tök, aflraunasteina. Sérprentun úr Farfuglinum. Gestur var f ritstjórn Farfuglsins frá 1962. Auk þess sem hér hefur verið talið birtist eftir Gest Guðfinns- son fjöldi greina og Ijóða í blöðum og tímaritum. Gesti voruveitt listamannalaun 1956. Gestur Guðfinnsson var mað- ur mjög vel gefinn. Það sanna ljóð hans og aðrar ritaðar frá- sagnir. Og svo hitt hvað víða hann kom við og leysti góð störf á sviði félagsmála, sem sam- ferðamenn hans munu lengi njóta. Hitt þekktum við, sem höfðum kynnst honum náið, hvað háttvísi hans, hógværð og skapfesta voru sterkir þættir í manngerð hans. Við kveðjum Gest Guðfinnsson sem sérstakri virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Halldór E. Sigurðsson. Helgi Haraldsson Hrafnkelsstöðum Fæddur 12. júní 1891 Dáinn 27. apríl 1984 En bót er oss heitið, efbilar ei dáð, Afbeisku hið sœta má spretta, Af skaða vér nemum hin nýtustu ráð, Oss neyðin skal kenna f>að rétta, Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð / sannleiks og frelsisins ftjónuslugerð. Með vorskipum árið 1870 bárust hingað til lands Ný Fé- lagsrit með „Vorhvöt" Stein- gríms á forsíðu. Þá var þjóð- hátíð í nánd. Andi þessa dýrð- lega ættjarðarljóðs sveif yfir vötnunum að loknum mestu harðindum 19. aldar árið 1891, þegar Helgi Haraldsson var bor- inn í þennan heim. - Eftir margra alda áþján var dögun í nánd og bjarmi nýrrar aldar gaf fátækri og umkomulausri þjóð fyrirheit um frelsi. Ekkert ætt- jarðarljóð dáði Helgi meir en þetta og hann lifði að sjá hina nýju aldarsól rísa. Hann var fæddur á Hrafnkels- stöðum og ól þar allan sinn aldur. Sonur hjónanna Haralds Sigurðssonar frá Kópsvatni og Guðrúnar Helgadóttur frá Birt- ingaholti. Afarnir báðir synir Magnúsar Andréssonar alþing- ismanns í Syðra-Langholti. En amman, móðir Guðrúnar, var Guðrún Guðmundsdóttir bónda í Birtingaholti, en hennar móðir var Arndís Einarsdóttir Bjarnasonar bónda í Bryðju- holti og Guðrúnar Kolbeins- dóttur prests frá Miðdal. Ég, sem þessar línur rita, kom hingað í þessa sveit árið 1942. Þá var Helgi kominn yfir miðjan aldur, orðinn fimm- tugur. Þekki ég því ekki nema af afspurn æviferil hans fram að þeim tíma. Hér verðurþví ekki rætt um búskapar-og kynbóta- starfsemi hans í sauðfjár- og kúastofnum. Aðeins skal þó hér minnst á eina kú sem landsfræg hefur orðið og nefnd hefur verið Huppa frá Kluftum. En aðrir þekkja betur það starf sem hann innti af hendi á þeim vettvangi af elju og miklum metnaði fyrir sveit sína. Helgi var eitt sinn spurður hvort hann mundi nú ekki hafá viljað verða annað en bóndi. Hann svaraði „Ekki vil ég neita því, meira gaman hefði ég haft af því að læra eitthvað annað en búfræði. En slíkt var ekki hægt. Það var ekki um að tala. Auk þess batt ég strax tryggð við sveitina mína og Hrafnkels- staði.“ Tvítugur að aldri útskrifaðist Helgi búfræðingur frá Hvann- eyri. Það má geta þess hér, að auk búfræðinámsins var einnig kennd íslenska. Og í einum slíkum tíma var Helgi kallaður upp þá er rætt var um íslend- ingasögur. Það brá mörgum í brún þegar hinn feimni og óframfærni piltur úr Hreppun- um stóð upp og las þeim Njálu nærri orðrétt utanbókar. Það fór ekki hjá því, að hann hækk- aði í áliti. Þegar Helgi kom heim frá Hvanneyri með eflda trú á framtíð landbúnaðar og ís- lenskra sveita, gerðist hann virkur í hverskonar félagsstafi heima í sveit sinni. Hér skulu þau störf ekki upp talin hvernig hann varð á þeim árum fljótlega formaður ungmennafélagsins. Um það segir hann í bókinni „Engum er Helgi líkur“. „Þá var mitt mesta áhugamál að láta fólkið kynnast sveitinni sinni og sögu hennar. Ég taldi að átthagaástin væri sterkasti þátt- urinn í ættjarðarástinni, sem mikið var haldið að unga fólkinu í gamla daga. Margt var rætt á fundum um bókmenntirnar, fornar og nýjar. Þetta leiddi til aukinnar söguskoðunar og söguþekkingar og þá fyrst og fremst sögu þessarar sveitar.“ Þessi orð lýsa vel þeim vorhug, sem aldamótakynslóðinni var blásið í brjóst og Helgi varð- veitti alla ævi sína. Þrítugur að aldri árið 1921 er Helgi valinn af sveitungum sín- um til þess að fara norður í Þingeyjarsýslu eða norður í Mývatnssveit til að læra fjárrækt. Það má segja að hann ávaxtaði pund sitt vel. Kom suður árið eftir með 10 gimbrar til kynbóta. En hann gat lært þar fleira og hann lét það ekki undir höfuð leggjast. Á síðast- liðinni öld hafði þar risið mikil menningaralda, fyrst á sviði verslunar og félagsmála en síð- an í skáldskap og andlegum efnum. Þar voru því, á þessum árum, margir ljóðasmiðir og málvöndun jafnan í heiðri höfð. Má telja víst að þar hafi Helgi fengið veganesti sem dugði hon- um oft vel á hans löngu lífsleið. Árið 1928 tekur Helgi við búi á Hrafnkelsstöðum og býr félagsbúi með Sigríði systur sinni og manni hennar Sveini Sveinssyni til 1951. Síðan býr hann einn til 1966. Hættir þá 75 ára gamall og afhendir Haraldi systursyni sínum jörðina. Síðan bjó hann með Sigríði systur sinni við frábæra umönnun hennar. Var yfirleitt með góða heilsu þar til nú síðustu árin að af honum dró, þar til yfir- lauk er hann vantaði fáar vikur í 93 ára aldur. Það sem nú hefur verið sagt er saga bóndans Helga Haralds- sonar aðeins á ytra borði. En þá er eftir að lýsa því, sem mun halda nafni hans lengst á lofti, ef til vill lengur en margra samtíðarmanna hans. Hann var víðlesinn í íslenskum bók- menntum. Kunni ógrynni lausa- vísna og hafði ljóð aldamóta- skáldanna oft á takteinum. En samt var hann opinn fyrir nýjum straumum í skáldskap eins og þegar skáldið frá Fagraskógi, Davíð Stefánsson, kom með hressandi andblæ nýrrar aldar inn í skáldskapinn, þessi „gleð- innar sólbrenndi sonur og sog- anna fósturbarn“. „Skáldið mitt dó í gær,“ varð Fíelga að orði eftir að hafa frétt lát Davíðs. Og nú getur hann eflaust gert orð skáldsins að sínum: Pví get ég kvatl mín gömlu föðurtún án geigs og trega, þegar yfir lýkur, og hugur leitar hcerra fjallsins brún, og heitur blterinn vanga míná strýkur. 1 lofti blika Ijóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horft ég og sé að hillir uppi land með hvítum fjöllum. Eins og fyrr getur bar Helgi mikla virðingu fyrir íslenskri tungu og tignaði hana, enda málhagur vel og ritfær í besta lagi. Urðu sumar setningar hans fleygar. Mun þar mjög hafa gætt áhrifa frá móðurbróður hans, skólastjóranum sr. Magn- úsi Helgásyni. Alþekkt er þekk- ing Helga og kunnátta í íslend- ingasögum og þá sér í lagi í listaverkinu Njálu. Þangað sótti hann líka styrk í málfar sitt og framsetningu. Máishættir henn- ar og spakmæli léku honum oft á tungu. í Heimskringlu segir Snorri Sturluson um Óðin: „Hann talaði svo snjallt og slétt, að öllum, er á heyrðu, þótti það eina satt.“ Þessi fræga setning var Helga oft nærtæk, enda mátti segja, að hún ætti við hann sjálfan með nokkrum hætti. Hann talaði jafnan blaða- laust og ræður hans þóttu stund- um frábærar við ýmis tækifæri. Það skipti hann ekki miklu máli, hvort allt sem sagt var rúmaðist innan rökfræðinnar, það var honum jafn heilagur sannleikur fyrir því. En hin heita glóð innri tilfinninga olli því, að áheyrend- ur hrifust með. Eins og kunnugt er, eru höfundar íslendingasagna ókunnir, en það liggur í mann- legu eðli að grafast fyrir um rætur hins óþekkta. Fyrir miðja þessa öld tóku fræðimenn að Íeita þeirra. Helgi tók þátt í þeim leik og taldi Snorra Sturlu- son höfund Njálssögu. Hann fór þar ekki troðnar slóðir, deildi þar á aðrar kenningar og var ekki myrkur í máli við hvern sem í hlut átti. Hvort hann hafi valdið öllu, sem hann fór með, verður hér ekki dæmt um, en hann skrifaði oft af íþrótt og réðst helst á garðinn þar sem hann var hæstur, enda alltaf eftir því tekið. Ég vil að endingu geta þess, að ég var oft á annarri skoðun en Helgi. Við vorum ekki af sömu kynslóð, skoðanir féllu ekki saman og það allra síst varðandi Njálu. Þó veit ég vel, að þekking mín á íslendinga- sögum náði skammt á móts við hans. Síðastliðinn vetur var fluttur vikulega í útvarpið þátt- ur er nefndur var „Nýjustu frétt- ir af Njálu“. Helgi naut þess að hlusta, þótt hann ekki lifði það að heyra allt til enda. En enginn varð þar, því miður, til þess að standa fyrir skoðunum hans. Hann hlustaði rólegur á allt sem fram fór, og það á skoðanir andstæðar hans, - en sagði ein- ungis: „Ég er búinn að segja mitt síðasta orð.“ En nú hefur það gerst að einn þátturinn hefur verið helgaður minningu Einars Ölafs Sveinssonar prófessors, sem nýlátinn er. I næsta þætti var Helga minnst á sama hátt, sem Njálufræðings. Þarna var íslenska bóndans, alþýðufræðimannsins, minnst við hlið menntamannsins, mesta Njálufræðings þessara tíma. Það segir sína sögu og þökk sé þeim sem að því stóðu. Hér er genginn einn síðasti fulltrúi aldamótakynslóðarinn- ar sem bar ævilangt í brjósti eldmóð hennar og bjartsýni. Og hann er jafnframt einn síðasti fulltrúi þeirrar bændamenning- ar, sem fornritin eru frá runnin, og þjóðin - að sagt er - á tilveru sína að þakka. Ótrauður stóð hann vörð um hana til hinstu stundar. Því skal hans minnst sem verðugt er, með þökk fyrir ævistarfið. Sigurður Sigurmundsson Hvítárholti t Andrés Andrésson, bóndi, Berjanesi, Austur Eyjafjöilum, lést aðfaranótt 14. maí á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Fyrir hönd vandamanna. Marta Guðjónsdóttir. Faðir okkar og tengdafaðir Eiríkur M. Þorsteinsson, Kársnesbraut 28, Kópavogi, lést að morgni sunnudagsins 13. maí í Landspítalanum. Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Sigurfinns Guðmundssonar, Hæðarenda. Maren Eyvindsdóttir, Svanhildur Sigurfinnsdóttir, Grimur Davíðsson, Eyvindur Sigurf innsson, Anna Garðarsdóttir, Guðmundur Rafn Sigurfinnsson, Laufey Sigurfinnsdóttir, Haraldur Haraldsson, Birgir Sigurf innsson, María Svava Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðar þakkir fyrir hluttekningu við fráfall dr. Einars Ólafs Sveinssonar, prófessors. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvítabandsins. Sveinn Einarsson, Þóra Kristjánsdóttir, Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Bændaferð til írlands Örfásæti eru laus í bændaferðtil írlandsdagana 13.-25. júní. Gist verður á mjög góðum hótelum. Farið verður víða um og margir áhugaverðir staðir heimsóttir. Verð 21.850 kr. Nánari upplýsingar hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins í síma 19200 eða hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.