Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 ÍÞRÓTTIR Skammast sín fyrir athæfið bls. 10 MIÐVIKUDAGUR bls. 16 166. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 4. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 17 Myndlist 17 Skemmtanir 17 Bíó 16 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Höfuðborgin - samviska þjóðar FYRIRLESTUR Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, flytur í dag fyrsta fyrirlesturinn í fyrirlestra- þjóð Sagnfræðingafélags Íslands. Yfirskrift fundanna er „Hvað er borg?“ Fyrirlestur borgarstjóra nefnist „Höfuðborgin - samviska þjóðar“. Menn munu svo væntan- lega hlusta grannt eftir því sem borgarstjóri segir í ljósi vanga- veltna um framtíð hennar. Fyrir- lesturinn hefst kl. 12.05 í Norræna húsinu. Launamunur kynjanna skýrður RANNSÓKN Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna kynna niðurstöður könnunar á launamun karla og kvenna á almennum vinnumarkaði og hjá sveitarfélög- um. Laun og vinnutími 16.500 manns var kannaður með hliðsjón af heimilisaðstæðum. Reynt er að skýra launmun kynjanna með tilliti til þessa. Nýliðar í björgunarsveit KYNNING Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík og á Seltjarnarnesi leitar eftir nýliðum í starf sveitar- innar. Leitað er eftir fólki með áhuga á fjallamennsku, ísklifri, siglingum og björgunarstörfum ásamt öðru. Kynningarfundur er í Gróubúð, Grandagarði 1, klukkan 20.00 í kvöld. Áhugasamir verða að vera fæddir 1985 eða fyrr til að komast í starfið. AFMÆLI Gjafirnar hurfu úr veislunni LEIKLIST Leikhúsin fara í gang REYKJAVÍK Austanátt 8-13 metrar á sekúndu og nokkur rigning. Hiti á bilinu 5 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Rigning 8 Akureyri 8-13 Rigning 9 Egilsstaðir 8-13 Rigning 12 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 8 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ STJÓRNMÁL „Ég get sagt að afstaða mín hefur ekki breyst. Ég er tilbúin að velta vöngum vegna þessa í nokkra daga en það er ekki ávísun á að ég ætli að gefa kost á mér,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, þegar hún var spurð hvort hún ljái máls á að fara í framboð til Alþing- is fyrir Samfylkinguna eftir að niðurstöðu skoðanakönn- unar sem sýnir mun sterk- ari stöðu flokksins verði Ingibjörg Sólrún í framboði. Hún segist ekki taka sér langan tíma til að svara hvað hún hyggst gera. „Ég er þeirrar skoðunar að það má ekki dragast. Við höfum dæmi þess að ekki borgar sig að bíða. Ég vil ekki stuðla að slíku.“ Í borgarstjórnarkosningunum sagði Ingibjörg Sólrún ítrekað að hún ætlaði ekki í framboð til Al- þingis. „Hún myndi setja samstarfið um Reykjavík- urlistann í mikið uppnám ef hún færi í framboð fyrir Samfylkinguna. Samfylk- ingin verður að leysa sinn vesaldóm með öðrum hætti,“ sagði Guðjón Ólafur Jónsson, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Leiðtogar eru ekki mínar ær og kýr. Það kemur alltaf maður í manns stað. Það sýnir sagan okk- ur,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir frá Vinstri grænum. Meðal Samfylkingarfólks er mikill og breiður áhugi á að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir leiði ann- an lista flokksins í Reykjavík í komandi þingkosningum. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segist fagna því mjög að borgsarstjóri íhugar að verða í framboði fyrir Samfylk- inguna í næstu þingkosningum. „Ég lýsti því yfir fyrir ári síðan að ég teldi mikinn feng af því að fá hana í forystusveit flokksins.“ „Niðurstaða skoðanakönnunar skiptir ekki sköpum. Á endanum verð ég að gera þetta upp við mig, bæði pólitískt og persónulega. Ákvörðunin verður á endanum mín,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Meðal Samfylkingarfólks er vissa um að borgarstjóri fari í framboð. „Það hefur engin umræða verið um það að mínu undirlagi. Ég sagði það í kosningabaráttunni í vor að ég ætlaði ekki í framboð nú. Fyrir því eru bæði pólitískar og persónulegar ástæður. Það hef- ur ekkert breyst.“ Þrýst er á Ingi- björgu Sólrúnu. „Já, það eru ein- staklingar. Ég vil ekki túlka það umfram það sem efni er til.“ -sjá einnig bls. 2 sme@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is KJARAMÁL Sjö lettneskir sjómenn af togaranum Atlas segjast ekki hafa fengið greidd laun frá því í apríl. Vélaverkstæðið Gjörvi á togarann sem gerður er út frá Lettlandi af fyrirtæki í eigu Gjörva. Atlas var á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni frá því í fyrra- sumar þar til aðalvél skipsins bil- aði og því var haldið til hafnar í Reykjavík í maí. Atlas hefur legið við landfestar síðan. Atlas hét Odincova og varð frægt að endemum fyrir nokkrum árum þegar þáverandi útgerð skipsins hélt erlendum skipverj- um í gíslingu hérlendis einmitt vegna vangreiddra launa. Sukaciov Viaceslan, yfirvél- stjóri Atlas, sagði að frá í apríl hafi skipverjar aðeins fengið grei- dda smáaura til að skrimta af. Þeir hafi ekkert getað sent fjöl- skyldum sínum. „Ég verð gjald- þrota,“ sagði hann. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði alla skipverjana sjö telja sig eiga inn um sex mánaða laun. Þeir hafi samið um 500 til 1.000 dollara kauptryggingu á mánuði. Viaceslan yfirvélstjóri segir skipverjana reyndar tilbúna að falla frá launakröfum fái þeir far- seðil heim. Helgi Eiríksson, annar eigandi Gjörva, sagði að helmingur áhafn- ar Atlas hefði farið heim í vor. Þeir hafi fengið greitt að fullu eins og fimm aðrir sem farið hafi til síns heima á síðustu vikum. Helgi segir útgerðina vissulega skulda skipverjunum í Atlas laun. „En þeir vita það mæta vel að fyr- ir um þremur vikum var gerð áætlun um að gera upp við þá og koma þeim heim. Þeir verða allir búnir að fá uppgert og komnir heim innan fárra vikna ef þeir vilja,“ segir hann.  Lettneskir sjómenn strandaglópar í Reykjavíkurhöfn: Eiga inni sex mánaða laun LAUNAMÁLIN RÆDD Í BORÐSALNUM Jónas Garðarsson fór yfir launamálin með lettnesku sjómönnunum á togaranum Atlas sem áður hét Odincova og varð frægur hérlendis þegar þáverandi áhöfn fékk laun sín ekki greidd. Sjómennirnir hafa lítið fengið greitt og vilja komast til síns heima. ÞETTA HELST Mikill þrýstingur á Ingibjörgu Sólrúnu Nánir samstarfsmenn reiknað með framboði hennar. Svara innan skamms, segir borgarstjóri. Reykjavíkurlistinn í uppnámi fari hún í þingframboð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Kaupþing hefur keypt skuldirNorðurljósa. Forstjóri Norð- urljósa segir þetta mikilvægan þátt í endurfjármögnun félagsins. bls. 2 Sérfræðingur hjá norsku Haf-rannsóknastofnuninni segir best fyrir Keikó að hann verði aflífaður. bls. 2 Umfangsmesta sjávarútvegs-sýning frá upphafi hefst í Kópavogi í dag. bls. 4 Ríkið hefur notað fé sem inn-heimt var í framkvæmdasjóð aldraðra í annað en það er ætlað. bls. 6 Fjölmargar málamiðlanirþurfti til að samkomulag næð- ist um yfirlýsingu ráðstefnunnar í Jóhannesarborg. Henni lýkur í dag. bls. 7 Guðmundur Árni Stefánsson ertalinn öruggur um að fagna sigri í prófkjöri um uppröðum á framboðslista Samfylkingar í suðvesturkjördæmi. bls. 8 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 14,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á miðviku- dögum? 48,7% 61,3% Samfylkingin verður að leysa sinn ves- aldóm með öðrum hætti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.