Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 42

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 42
Eftir aö þú hefur fundiö fallega litt garn áttu aö binda það um hringinn. Veföu svo vafning eftirvafning um hann og gættu þess, aö þeir séu þéttir og vel vafðir. Þegar þú ert búinn aö vefja um allan hringinn er holan í miðjunni næstum full og nú festirðu garniö vel, svo að þaö rakni ekki upp. Klippt er á garnið við jaðarinn og pappa- hringurinn tekinn úr. Þá ertu með lítinn garnhnoðra, sem þú klippir til, svo að hann verði kringlóttur eins og bolti. Það er gott að halda blóminu yfir sjóðandi vatni, því að guf- an gerir garnið líflegra. [ bikarblöð er notað filt eða efni, sem er klippt til eins og sést á myndinni og það á að vera 6—7 cm frá broddi til brodds. Stilkurinn er gerður úr mjóum vír, sem er stungið inn í blómið og bikarblöðin, en um vírinn er vafið grænu garni og þar með er blómið til. Þetta stóra blóm er fallegt eitt sér eða með öðrum blóm- um í blómvendi Prjón Það er víst kominn tími til að prjónarnir fái að sýna, hvað í þeim býr. Ekki er það svo lítið. Með aðstoð prjónanna er hægt að prjóna peysur, sokka, vettlinga, húfur og trefla, en það er líka hægt að búa til ýmislegt smávegis, sem skemmtilegt er að gera. Prjónaður sparibaukur Hérna er t. d. prjónaður sparibaukur, sem er í laginu eins og kanna. Hann verður Ijómandi fallegur, sé hann prjónaður úr fínu perlugarni í tveimur litum, t. d. gulu og svörtu, bláu og rauðu eöa grænu og bleiku. Til þess að prjóna hann þarftu þrjá fína sokkaprjóna og þú byrjar á botninum miðjum. Fitjaðu upp 4 lykkjur og prjónaðu þær með garða- prjóni. Síðan seturðu tvær lykkjur á tvo prjóna hvorn til að fá miðjuna og heldur svona áfram: 1. prjónn: 4 sinnum í röð slegið upp á (þ. e. a. s. bandið er sett upp á prjóninn og látiö liggja þar kyrrt) 1 slétt prjónuð. 2. prjónn: 4 sinnum slegið upp á prjóninn. Bandið, sem slegið var upp á síðast, er prjónað brugðið, 1 slétt lykkja. 3. prjónn: 4 sinnum slegið upp á bandið, sem slegið var upp á prjóninn síðast, prjónað brugðið af, 2 sléttar lykkjur. 4. prjónn: 4 sinnum slegið upp á prjóninn, næst er bandið, sem slegið var upp á prjóninn síðast, prjónað brugðið, 3 sléttar. Svona er haldið áfram prjón eftir prjón og alltaf bætt einni sléttri lykkju við allt til 10. prjóns, en hann er svona: 10. prjónn: 4 sinnum slegið Svona lítur prjónaði sparibaukurinn út. upp á prjóninn, hinar lykkj- urnar prjónaðar brugðið, 9 sléttar. Þessar umferðir eru allar einlitar og Ijósar, en nú er skipt yfir í dökka litinn og 11., 12. og 13. prjónn eru með garðaprjóni, Þá kemur röðin að Ijósa litnum aftur: N 14. prjónn: Slétt prjón. 15. prjónn: Til skiptis slegið upp á prjóninn, og 2 sléttar. 16. prjónn: Til skiptis er bandið, sem slegið var upp á, prjónað sem slétt lykkja, en hinar tvær lykkjurnar teknar saman í eina. 17. prjónn: Slegið er upp á prjóninn, næsta lykkja tekin af án þess að prjóna hana, þar næsta lykkja prjónuð og hin dregin yfir hana. Endurtakiö þetta allan prjóninn. 18. prjónn: Slegið upp á prjóninn, bandiö, sem slegið var upp á síðast, prjónist sem slétt lykkja, 1 slétt. Nú er rööin aftur komin að dökka garninu og 19., 20. og 21. prjónn eru prjónaðir með garðaprjóni. Endurtaktu prjóna 14 og 21 þrisvar og skiptu alltaf um lit. Þá áttu að prjóna með Ijósa garninu tvær brugðnar og 2 réttar í fimm cm og enda á 4 prjónum af garðaprjóni. Hankinn er snúra, sem er búin til með því að fitja upp 9 lykkjur og prjóna garðaprjón. Málmhringur, sem kemur í stað láss er dreginn yfir pokann, hankinn saumaður á eins og sýnt er á myndinni, og sparibaukurinn er tilbúinn. Prjónuð blúnda Blúnda, sem prjónuð er úr heklugarni nr. 10 og á mjög fína prjóna verður eins og fegursti knipplingur og betra Prjónuð blúnda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.