blaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 blaöiö blaöið___ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Illa farið með köttinn Karlmaður, sem skilið hafði kött eftir vikum saman án eftir- lits eða umönnunar í íbúð sinni, var í gær dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt í Héraðs- dómi Vesturlands. Var hann dæmdur fyrir brot á dýraverndunarlögum. Lög- reglan fann köttinn í íbúð mannsins en hann var þá bæði mjög horaður og í slæmu ásig- komulagi. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, en ekki er vitað til þess að hann hafi brotið dýraverndarlög áður. Kúluskítur friðaður Eitt síðasta embættisverk Sig- ríðar Önnu Þórðardóttur sem umhverfisráðherra var að friða blesgæs og kúluskít. Þetta kemur fram í tilkynningu sem umhverf- isráðuneytið sendi frá sér í gær. Kúluskítur er sjaldgæft vaxtar- form þörungs sem finnst aðeins í vötnum í heiminum. Annað þeirra er á íslandi en hitt í Japan. Friðun blesgæsarinnar er í sam- ræmi við tillögur Fuglaverndar og Skotvís. Sigríður Anna Þórðardóttir lét formlega af embætti umhverfis- ráðherra í gær en við embættinu tók Jónína Bjartmarz. Halldór Ásgrímsson afhendir Geir H. Haarde lyklavöldin í forsætisráðuneytinu. Með því lauk 21 mánaðar setu Halldórs í stól forsætisráðherra. BlaÖiÖ/Frikki Ríkið greiði Stjörnugrís Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtækinu Stjörnugrís 27 milljónir króna vegna ólög- legrar stjórnvaldsákvörðunar, auk tveggja milljóna króna í málskostnað. Tildrög málsins eru að um- hverfisráðuneytið neitaði að að afgreiða starfsleyfi vegna upp- byggingar svínabús á vegum Stjörnugríss í Borgarfirði. Þess- ari ákvörðun var mótmælt af hálfu stefnanda sem ólögmætri, en Stjörnugrís krafðist þess að ríkið greiddi fyrirtækinu um 88 milljónir króna með drátt- arvöxtum. Niðurstaða héraðs- dóms varð á þann veg að ríkið greiði fyrirtækinu 27 milljónir króna. „Brýnt að ná tökum á verðbólgu og ljúka varnarviðræðunum" Geir H. Haarde, nýskipaður forsætisráðherra, segir brýnustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar að ná tökum á efnhagsmálum og leiða varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn til lykta. Eftir Höskuld Kára Schram Hvorki fleiri né færri en fimm ráðuneyti skiptu um hendur í gær þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde tók formlega við stjórnartaumnum. Þrír nýir ráð- herrar tóku við embætti en á sama tíma hurfu þrír á braut þar á meðal Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra. Halldór lætur af þingmennsku næsta haust en ekki liggur fyrir hvað hann mun taka sér fyrir hendur á komandi árum. Brýn- ustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að ná tökum á verðbólgunni og ljúka varnarviðræðum við Banda- ríkjamenn, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Miklar skiptingar Hátíðarstemmning ríkti á ríkisráðs- fundi á Bessastöðum í gær þegar ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar kom saman í síðasta skipti. Þar með lauk 21 mánaðar setu Halldórs Ás- grímssonar í stól forsætisráðherra en hann tók við embættinu af Davíð Oddssyni í september árið 2004. Þá hurfu tveir aðrir ráðherra úr ríkis- stjórninni í gær. Jón Kristjánsson lét af embætti félagsmálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir hætti sem umhverfisráðherra. Blatlo/Frikki Löngum valdaferli Halldórs Ásgrímssonar lauk í gær er hann hvarf úr embætti forsæt- isráöherra. Björn Ingi Hrafnsson, leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavík, kveður hér foringja sinn og fyrrum yfirmann f forsætisráðuneytinu. Eftir að ríkisráðsfundi lauk tók við hádegisverðarboð með ráð- herrum og mökum þeirra. Þarnæst hófst ríkisráðsfundur undir forsæti Geirs H. Haarde með þremur nýjum ráðherrum. Jónína Bjartmarz tók við embætti umhverfisráðherra og Magnús Stefánsson við félags- málaráðuneytinu. Þá skipti Val- gerður Sverrisdóttur úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu yfir í utan- ríkisráðuneytið og inn kom Jón Sigurðsson. Ekki í seðlabankann Á blaðamannfundi eftir að ríkisráðs- fundi lauk lýsti Halldór Ásgrímsson því yfir að hann mundi ekki sækjast eftir því að verða seðlabankastjóri. Með því lokaði Halldór á allar vanga- veltur þessa efnis að hann mundi taka við stól Jóns Sigurðssonar. Hall- dór sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvað tæki við þegar hann lætur af þingmennsku næsta haust. Að sögn Geirs H. Haarde, forsætis- ráðherra, bíða nýrrar ríkisstjórnar tvö mjög brýn viðfangsefni. „Ann- ars vegar er það efnahagsmálin og mikilvægi þess að ná niður verð- bólgunni hér. Inn í það spila allar viðræður sem hafa verið við aðila vinnumarkaðarins. Ég tel mjög mik- ilvægt að leiða það mál farsællega til lykta. Hins vegar eru það varn- arviðræðurnar við Bandaríkin sem er mjög mikilvægt að fá botn í. Það er ákveðið að viðræðufundur verði hér í Reykjavík 7. júlí næstkomandi. Bandaríkin hafa tilnefnt nýjan aðal samningamann til að sinna þessu sem er aðstoðarvarnarmálaráð- herra. Við gerum okkur vonir um að það verði hægt að þoka málinu áleiðis.“ hoskuldur@bladid.net HeiJsklrt . Léttskýjað Skýjaö Alskýjaö^—■* Rigning.lltilsháttar^^Rioning-íL^Súld --- - Snjókoma 4- • Slydda Snjóél Skúr iiUJdíli Algarve 21 Amsterdam 18 Barcelona 25 Berlín 27 Chicago 17 Dublin 17 Frankfurt 29 Glasgow 19 Hamborg 24 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 18 London 18 Madríd 24 Mallorka 29 Montreal 15 New York 18 Orlando 25 Osló 20 París 25 Stokkhólmur 19 Vín 26 Þórshöfn 10 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.