Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 5
Sá hluti af Krísuvíkurengj unum,
sem lægst liggur og næst vatninu
a'ð sunnan, Iheitir Nýjaland (hið
itinra og fremra), Misvöxtur vatns-
ins veldur því, að engjasvæði þessi
íiggja oift svo árum skiptir í senn
undir ágangi Kleifarvatns, en mjór
malarhryggur, sem gengur til vest-
urs frá norðurenda lívammholts-
ins, skiptir Nýjalandinu í tvennt,
hið innra og fremra, og kallast
tangi sá Rif. Vestan við Fremra-
landið og við vesturenda Rifsins
rennur lækur sá, er nefnist Ós ínu
á Innralandið og í vatnið sjálft. Á
Ósinn upptök sín að mestu á Vest-
urengjum og í Seltúnshverfunum,
en smálindir koma þó í hann af
Austurengi, úr Hvömmunum og
Lambafellum.
Svo er landvlagi háttað, að
Fremralandið var miklu lengur
slægt en hið innra, og nam sá tími
einatt nokkrum sumrum, og eins
og áður er lauslega vikið að. Mátti
í góðu grasári heyja um sex hundr-
uð hestburði á hvoru Býjalandi,
þegar vatnið var svo þorrið, að
unnt var að slá þau bæði. Ekki er
það fátítt, að stararstráin á Nýja-
landi verði rúmlega álnarhá, því að
oftast nær flæðir Ósinn yfir að
vetrarlagi, hvað sem vexti Kleifar-
vatns líður.
Hverir eru í vatninu, og sjást
reykir nokkrir leggja upp úr því
í logni, en á vetrum eru þar jafnan
vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir
vetrarsólstöður.
Þegar lítið var í vatninu, var
jafnan „farið með því“, þá er sækja
þurfti til Hafnarfjarðar. Lá sú leið
eftir allri vesturströnd vatnsins,
milli þess og Sveifluháls, þar sem
seinna var gerður akvegur. Er sá
vegur greiðfærari miklu og tals-
vert skemmri en sá að fara Ketils-
stíg og síðan „með hlíðunum11.
Á korti -herforingjaráðsins er
nafnið Ketilstígur sett fram með
Sveifluhálsi að norðvestan, en það
er ekki nákvæmt, því að Ketils-
stígur heitir aðeins 9á hluti þeirrar
leiðar, sem liggur upp á Sveiflu-
háls að norðanverðu, og er stígur
þessi innan í gömlum gíg, sem
kallast Ketill.
Bleiksmýri.
Austur og suðaustur af Arnar-
felli er mýrarfláki, stór nokkuð,
sem kallast Bleiksmýri, og var þar
mikill áfangastaður á þeim tímum,
sem þeir Árnesingar og Rangæing-
ar fóru skreiðarferðir til verstöðv-
anna á Reykjanesskaga. Mátti ein-
att sjá marga tugi eða jafnvel nokk-
ur hundruð hesta á Bleiksmýri í
einu og fjölda tjalda, þegar hæst
stóðu lestaferðirnar. Mun og mörg-
um hestinum hafa þótt gott að
koma á Bleiksmýri úr hagleysinu
og vatnsskortinum á Reykjanes-
skaganum. Var og ekki óalgengt,
að menn lægju þar einn og tvo
daga til þess að hestar þeirra
fengju sem bezta fylli sína, áður
en lengra var haldið.
Víða í hraununum á Reykjanes-
skaga, eins og reyndar víðar á
landi hér, getur að líta nokkuð
djúpa götutroðninga í hraunhell-
unum eftir margra alda umferð.
Má þar um segja: „Enn þá sjást i
hellum hófaförin." í Ögmundar-
hrauni mynduðust holur með þrösk
uldum á milli, og var hver hola
um eitt fet í þvermál og hnédjúp
hestum, og í rigningatíð stóðu hol-
ur þessar fuilar af vatni. Fyrir
nokkrum áratugum var gerð vega-
bót nokkur í Ögmundarhrauni, og
holur þessar fylltar upp. í gamalli
og alþekktri vísu segir svo:
Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fáka meiða fæturna
og fyrir oss brjóta skeifurnar.
Gullbringa.
Það mun mega teljast hæpið,
Grænavatn, djúpt og einkennilegt vatn. Sveifiuháls f baksýn.
TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ
557
/