Tíminn - 29.12.1960, Side 6

Tíminn - 29.12.1960, Side 6
6 TÍMINN, flmmtudaglnn 29. dcsember 1960. MiNNING: Jóhannes Örn, skáld á Steðja Hinn 22. október var til grafar borinn á Akureyri Jóhannes Örn Jónsson skáld og fræðimaður á Steðja 68 ára að aldri. Með honum er fallinn í valinn merkur fræði- maðui' og góður drengur, sem marg ir munu minnast með hlýhug og þakklæti. Örn á Steðja, eins og hann var venjulega kallaður, var Skagfirðingur að ætt og uppeldi. Að honum stóðu merkar bænda- ættir í Skagafirði og víðar, dugn- aðar og greindarfólk. Hann var fæddur 1. október 1892 að Árnesi í Lýtingsstaðahreppi, er áður hét Neðra-Lýtingsstaðakot, sonur Jóns Jóhannessonar, bónda þar. Móðir Arnar’ hét Ólína, sem lézt þegar hann var á barnsaldri og hafði hann aldrei af henni nein kynni. Örn ólst upp hjá föður sínum og stjúpu, Gróu Sveinsdóttur, og átti jafnan heima í Árnesi síðan, unz hann stofnaði heimili sjálfur. Vandist hann snemma öllum al- gengum sveitastörfum og þótti lag vir’kur og hagsýnn. Engrar fræðslu naut hann í upp vextinum fram yfir almenna barna- fræðslu, sem oft var af skornum skammti á þeim dögum. Hann var prýðilega greindur og mun hafa haft sterka þrá til meiri menntun- ar, en fjárþröng og aðrar ástæður hömluðu því. Af sjálfsdáðum aflaði hann sér margs konar fróðleiks og menntunar og mátti teljast prýði- lega að sér. Las t. d. Norðurlanda- málin og varð ritfær í bezta lagi. Rithönd skrifaði hann sérstaklega fagra og talaði og ritaði gott og hreint mál. Hann var snemma skáldmæltur vel og orti mikið af kvæðum og stökum. Mörg af kvæð um hans og stökum voru birt í blöðum og tímaritum austan hafs og vestan. Hann hóf ungur söfnun á þjóðsögum og öðrum þjóðlegum fróðleik og vann að því alla ævi af frábærri elju. Helztu rit hans voru þessi: Burknar, Ijóðmæli 1922, Dulsjá, Skuggsjá og Sagnablöð og síðast Sagnablöð hin nýju, sem út komu 1957. Auk þess átti hann í handriti mikið safn þjóðsagna og annars fróðleiks, sem að mestu mun hafa verið frágengið til prent unar, er hann lézt. Hann eignaðist smátt og smátt gott bókasafn og kunni manna bezt að meta góðar bækur. Hann kvæntist vorið 1930 Sigríði Ágústsdóttur frá Kjós í Reykjar- firði í Strandasýslu, góðri konu og greindri. Er hún alsystir dr. Símon ar Jóh. Ágústssonar og þeirra systkina, sem öll eru vel greind. Búskap byrjuðu þau sama vorið í Fagranesi í Öxnadal. Bjuggu þau þar í þrjú ár við þröngan fjárhag og lítil þægindi. Frá Fagranesi fluttu þau að Neðstalandi í Öxna- dal og bjuggu þar í eitt ár. Báðar eru jarðir þessar nú í eyði. Festu þau þá kaup á býlinu Steðja á Þelamörk og bjuggu þar jafnan síðan. Næstliðið vor brugðu þau svo búi og fluttu til Akureyrar, enda var Örn þá farinn að heilsu. Steðji er lítil jörð og landþröng. Er þar erfitt til ræktunar og bratt- lendi mikið eins og víðar í dölum Norðurlands. Þrátt fyrir erfiða að- stöðu komust þau þar vel af, sér- staklega hin síðari ár, enda nutu þau þá aðstoðar uppkominna barna sinna að meira eða minna leyti. Börn þeirra eru 4, Ævar, Reginn, Æsa og Haki, sem enn er innan fermingaraldurs. Öll eru þau systkini væn og vel gefin. Eftir að Örn kom að Steðja tók hann sér höfundarnafnið: Örn á Steðja, og undir því nafni var hann kunnur um land allt. Á Steðja byggði hann gott íbúð- arhús fyrir 15 árum síðan. Um þá byggingu sá að mestu Ævar sonur hans, sem þá var 14 ára og þótti það vel gert af unglingi. Talsverð- ar ræktunarframkvæmdif hafði Örn þar með höndum, svo að býlið framfleytti meiri bústofni en ella. Búskapur hans varð raunar aldrei stórbrotinn, en arður af búinu dugði þó fyrir heimilisþörfum. Mátti því telja að honum og fjöl- skyldu hans liði þar vel hin síðari ár. Á Steðja var jafnan gestrisni og hjálpsemi í öndvegi. Munu sveit ungar þeirra hjóna og fjölmargir aðrir minnast margra ánægju- stpnda á heimili þeirra fyrr og síðar. Kynni okkar Arnar' hófust með þréfaskriftum haustið 1917. Snemma vetrar 1920—21 kom hann svo vestur á Snæfellsnes og dvaldi á heimili foreldra minna, Hofgörðum, vetrar’langt. Bundumst við þá vináttuböndum, er héldust æ síðan. Hin síðari ár kom ég að jafnaði að Steðja á ári hverju og stundum oftar. Dvaldi þá oftast í viku eða lengur í einu og sumarið 1955 var ég þar í kaupavinnu um tíma. Var þá oft margt spjallað og ekki sízt um kveðskap og þjóðleg fræði, sem voru okkur báðum hug- þekk. Voru þær' samræður báðum til ánægju. Örn á Steðja vissi ég fróðastan manna um mannanöfn á íslandi allt frá landnámstíð. Mun hann hafa skrfað fleiri e eina ritgerð um það efni, en eigi er mér kunn- ugt um hvort þær hafa verið prent aðar. Frá engum fékk ég skemmti- legri nó betur skrifuð sendibréf. Fór þar saman fögur rithönd og góður stíll. Bréf hans voru oftast full af margs konar fróðleik og smellnum stökum, sem ánægja var að lesa. Ljóðabréf fékk ég a. m. k. eitt frá honum og reyndi að borga f sömu mynt. Þjóðsagnasöfnun mun þó hafa verið honum hugþekkast allra fræða, enda vann hann að henni allt frá unglingsárum sínum. Eins og áður er getið hafa komið út eft ir hann margar þjóðsagnir og ann ar fróðleikur. Sé þar um einhverjar villur eða missagnir að ræða, er það eigi hans sök, því að hann vildi hafa það eitt, er sannast var og réttast. Þegar ljóðabók hans, „Burknar", kom út 1922 vakti hún allmikla at- hygli, enda voru þar mörg kvæði vel kveðin. Einnig vel þýdd ljóð úr Norðurlandamálunum. Útgáfu bókarinnar kostaði hann sjálfur og varð hún dýr. Mun hann ekki hafa grætt á henni fé, heldur hið gagn- stæða. Útsölumenn hennar munu heldur ekki hafa allir reynzt áreið anlegir. Kunnugt er méi t. d. um það, að maður nokkur tók að sér að selja 50 eintök af bókinni en gerði aldrei nein skil. Hafi margir verið slíkir, er ekki undariegt þó að útgáfa bókarinnar yrði óarð- bær. Eigi voru prentaðar eftir hann fleiri ljóðabækur, en af og til birtust eftir hann ýmis kvæði og stökur í blöðum og tímaritum. Mikið safn kveðskapar mun hann hafa átt í handriti. Verður vonandi eitthvað af því prentað síðar. Eigi varð hann heldur hökufeitur af fræðimennsku sinni, en einhvern örlítinn fræðimannastyrk mun hann hafa fengið hin síðari ár. Enn er eitt ótalið, sem Örn vann að í tómstundum sínum, en það var bókband. Að því vann hann jafnan á vetrum meira eða minna, ekki sízt þegar heilsu hans var þannig varið að hann var eigi fær til útistarfa, sem oft var hin síðari ár. Hann var alla ævi heilsutæpur og seinustu árin gekk hann aldrei heill til skógar. Örn á Steðja var um margt sér- stæður persónuleiki. Hann var hreinlyndur, trygglyndur og vin- fastur, vandaður og hrekklaus og gat jafnvel stundum verið dálítið barnalegur. Mér var hann ávallt sem bezti bróðir og á vináttu okk- ar féll aldrei neinn skuggi. Fyrir löngu síðan hétum við hvor öðrum því að sá er lengur lifði, skyldi fylgja hinum til grafar, ef þess væri nokkur kostur. Það heit gat ég staðið við. Hann var einlægur trúmaður eins og mörg af ljóðum hans bera vitni um. Enginn nema sannur trúmaður hefði t. d. getað ort þetta fallega vers: Mín trú er veik sem visið strá, það viðurkenna skal. Ó, herra, lát mig ljós þitt sjá í lífsins þokudal.. Og láttu klökkna kalda hjartað mitt við kærleiksríka föðurbrjóstið þitt. Örn á Steðja er einn af þeim fáu mönnum, sem mér verða ógleyman legir. Með þessum fátæklegu minn ingarorðum vil ég færa honum látnum mínar beztu hjartans þakk ir fyrir margar ánægjulegar sam- verustundir og órofa tryggð fyrr og síðar. Við hann eiga vel orð skálds ins: Hög var höndin, hagur andinn, hógvær lund og reglubundin. Varla mun á voru landi verða betri drengur fundinn. Blessuð sé minning hans. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. Húseigendur Gen vtð og sfilli olíukvnd- ingartá’KÍ. ViðgerÖir á aiis konar neimiíistækjum. IVý- smíði i átið tagmann ann- ast verk'ð Sími 24912. ■ trúlofunarhringar , Kff sendir um allt land. jV Skrifið og biðjið um , hringamál. ^BhALLDÓR SIGURÐSSON^ Skólavörðustíg 2, II, hæð. Minning: Gísli Óskarsson, Höfn, Hornafirði. Llfið er fljótt líkt er það elding sem glampar um nótt. Eg stóð sem lömuð er ég frétti að Gísli litli Óskarsson frá Höfn í Hornafirði væri lát inn, yndi og eftirlæti foreldra sinna og augasteian afa og ömmu. Hvílíkt áfall fyrir foreldr ana sem höfðu bundið ótal bjartar vonir við indæla dreng inn sinn en sem svo fljótt hef ur orðið að hlýða hinni miklu Skrautflugeldar í öllum regnbogans litum. stjörnuijós og biys í miKlu úrvali Sími 13508. Kjörgarðí Laueaveg' 59 Austurstræti 1 köllun. Já, fegurstu blómin fölna á einni hélunótt. Því miður er það ekki á mannlegu valdi að bæta neitt hinn mikla missi, en ég veit að allir vinir foreldra hans, vildu ef þeir gætu létt örlítið hyrð- ina, sem lögð hefur verið á þau. En þeir sem guðirnir elska deyja ungir og það er mín bjargföst trú að hann hafi verið kallaður héðan til að starfa í hópi hinna himnesku hersveita á landi lífsins á hinni miklu hátíð ljóssins sem í vændum er. Guð gefi foreldrum hans og öllum ástvinum styrk til að bera sorgina. Ó, hve ég gle&st, minn Guð og faðir blíði cið gaf&tii. mér þá trú í lífsins stríði að dttuðunum vann son þin-n sigur yfir Þinn sonur lifir. Vinkona. Auglýsið í Tímanum Blaðburður Tímann vantar ungling eða eldri mann til blað- burðar um Tryggvagötu. AFGREIÐSLA TÍMANS sími 12323 V erkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn i Iðnó föstudaginn 30. des. 1960, síðdegis. Fundarefni. Tillögur félags- ins til breytinga á samningum við atvinnurek- endur. Áríðandi að félagsmenn fjölmenni. Stjórnin. Jarðarför Steinunnar Þórarinsdóttur, Kópavogshæli, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. des. kl. 10,30 f. h. — Blóm og kransar afþökkuð. F. h. aðsfandenda. Margrét Auðunsdóttir. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðlr og amma Guðrún Jónsdóttir frá Tobbakoti, Þykkvabæ, andaðist á Landsspítalanum 23. þessa mánaðar. F.h. aðstandenda Gunnar Eyjólfsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.