Tíminn - 22.11.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.11.1961, Blaðsíða 13
T í MI N N, miSvikudaginn 22. nóvember 1961. 13 yt&idduit Aladdin Industries I Greenford, England. H I T U N Ofninn með bláa loganum er ótrúlega sparneytinn og alveg iyktarlaus. 5 lítrar af steinolíu gefa 16 klukkustunda stöSugan hita. Grængráir, eða rjómagulir De Luxe og krómaðir. i., Aladdin Building, Traktorhús Eigum fyrirliggjandi ódýr og góð TRAKTORHÚS Kirkjan á Lundi í öndverðum desembermánuði árið 1955 gekkst Kyenfélag Lund arreykjadalshrepps fyrir fjársöfn-i un til Lundarkirkju vegna vænt-j anlegrar viðgerðar á henni. Var gömlum Lunddælingum, búsettum víðs vegar um landið, ritað bréf, þar sem þeir voru beðnir að leggja fyrrverandi sóknarkirkju sinni lið. Er skemmst frá því að segja, að þeir brugðust vel við, og hafa síð- an safnazt á vegum kvenfélagsins um 20 þúsund krónur til kirkjunn! ar. Hafa burtfluttir Lunddælingar tjáð með þessu hlýhug • sinn og ræktarsemi við þá kirkju, er þeir sóttu og hrifust af sem börn. En auk þess ber stuðningur þeirra fag urt vitni um ást til bernskustöðva, átthagatryggð, er einnig hefur birzt með ýmsu öðru móti. Upphaflega var fyrirhuguð við- gerð á kirkjunni, en síðar kom í ljós, að hagfcvæmara yrði á allan hátt að reisa nýtt guðshús. Er smíði þess nú þegar hafin. — Það er í mikið ráðizt fyrir fámennan söfnuð að Ijúka því verki, sem nú er hafið á Lundi, þar sem framlög \ úr opinberum sjóðum til kirkju-’ bygginga eru harla lítil, svo sem alkunna er. Eigi að rísa í dalnum1 vegleg kirkja, öldum og óbornum íbúum hans til heilla og blessun- ar, verða allir Lunddælingar, vin- ir og velunnarar byggðarlagsins, að leggjast á eitt til að-ná settu marki. Hér skulu færðar innilegar þakk ir öllum þeim, er styi’kt hafa þetta málefni undangengin ár, en um leið er heitið á alla Lunddælinga til frekari liðveizlu. Guðm. Þorsteinsson. j * - -- - Skáld ástarinnar Bók um og eftir indverska skáldi'ð Tagore, samin ogi þýdd af séra Sveini Vík- ingi fyrir eldri gerð Ferguson. Verð kr. 3.920.00. H r ARNI GESTSSON Sími 17930. Jarðarför Jóhannesar Guðmundssonar, Herjólfsstöðum, er andaðlst 16. þ. m., fer fram frá Þykkvabæjarklausturskirkju, laugardaglnn 25. nóv. Athöfnln hefst með húskveðju að heimill hans Herjólfsstöðum, kl. 10 f.h. Elglnkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Sonur mlnn Ágúst Ólafsson, Grettisgötu 61, er andaðlst 15. nóv. sl. verður jarðsunginn f vogskirkju föstudagtnn 24. nóv. kl. 10,30 f.h. Athöfninnt f kirkjunni verður útvarpað Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu mlnnast hans er vinsam- legast bent á Ifknarstofnanir. , Fyrlr hönd vandamanna, Hreiðarsína Hreiðarsdóttir Grettlsgötu 61. Innilegar þakkir færum við öllum þelm, sem auðsýndu okkur samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför Njáls Jónssonar,. frá Súgandaftrðl Ásdls Frlðbertsdóttir og börn. Indverska skáldið Rabind- ranath Tagore átti hundrað ára afmæli og tuttugustu ártíð á þessu ári. Af því tilefni hef- ur séra Sveinn Víkingur tekið saman bók, er nefnist SKÁLD ÁSTARINNAR, en Bókaútgáf- an Fróði gefið út á mjög vand- aðan og myndarlegan hátt. Bókin hefur að geyma allýtar-j lega aldarminningu, sem séra Sveinn ritar um Tagore, en síðan hefur hann valið og þýtt efni í bókina. Meginhluti hennar er úr endurminningum Tagore. Síðan kemur Vörður blómanna, Ijóðrænn og undurfagur skáldskapur, þá leik ritið Fórnin og lofcs tveir fyrirlestr ar, er nefnast Samvinnan og Hinn skapandi andi. Tagore er eitt af öndvegisskáld- um síðustu aldar, og þegar verk hans tóku að birtast á ensku, náði hann í skjótri svipan einlægri hylli í Evrópu, og ýmsir töldu og telja enn í dag, að hann hafi ort fegurstu ástarljóð, sem menn þekkja. Um það eru auðvitað s,kipt ar skoðanir, en óumdeilanlegt er, að verk hans eru undurfagur skáld skapur. Fremur lítið hefur verið þýtt eftir hann á íslenzku, helzt. nofckur ljóð os ritgerðarkaflar. Þessi bók er því góður fengur, og séra Sveinn Víkingur mun hafa lagt mikla alúð við þýðingarverk sitt. Þá hefur Fróði gefið út allvæna barnabók með jólasögum frá ýms- um löndum, og hefur Eiríkirr Sig- Framhald á 15. síðu. er ferda trygging naudsynleg SAMVINNUTRYGGINGAR FERÐATRYGGINGAR okkar tryggja yður fyrir alls konar slysum, greiða sjúkrakostnað yðar, greiða yður dagppninga verðið þér óvinnufær svo og órorkubætur, ennfremur mun fjölskyldu yðar greiddar dánarbætur. FERÐATRYGGINGAR okkar eru mjög ódýrar, t. d. er iðgjald fyrir 100.000 króna tryggingu, hvernig sem þér ferðist innan lands eða utan í hálfan mán- uðaðeins hr. 85.00. * SlMINN ER17940 og ferðatrygging yðar er í gildi samstundis. Reo - bifreið árgerð 54 með dísilvél og 12 manna farþegahúsi til sölu. Upplýsingar gefa Valdimar Kristinsson, Grenivík, óg Jóhannes Kristjánsson, bifvélavirki Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.