Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 17. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 23 Árrii Ólafsson frá Blönduósi - Minrimg Guðmundur Guðmunds son — Minning F. 13. júní 1891, d. 8. nóv. 1966. FRBGNIN um andlát Árna Ólafs sonar frá Blönduósi, sem varð bráðkvaddur að Landakotsspítala 8. þ.m., kom .bæði mér og öðrum vinum hans sannarlega á óvart. DÉg hafði heimsótt hann kvöldið áður og var hann þá hress og reifur, enda átti hann að út- skrifast af spítalanum daginn eftir. En þannig er lífið. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Kynni okkar Árna Ólafssonar hófust fyrir þrjátíu árum. Ég var þá unglingur innan við tví- tugt, nýfarinn úr heimhúsum. Leið mín lá hingað til Reykja- víkur, en hér var ég ókunnugur öllum, vegalaus og vinafár. Það var þá, sem ég kynntist Árna Ólafssyni, en hann var fyrir ekömmu fluttur til Reykjavíkur og bjó að Njálsgötu 74, þar sem hann átti heima til daugadags. Hann var nýkvæntur eftirlifandi konu sinni, Önnu Guðrœundsdótt ur, ágætri konu, sem reyndist manni sínum góður og tryggur förunautur. Mér verður alltaf minnisstætt, hve hlýjar og vinsamlegar mót- tökur ég fékk á þessu nýstofnaða heimili. Seinna leigðu þau hjón mér herbergi og æ siðan var ég tíður gestur hjá þessum myndar legu og gestrisnu hjónum. Árni ólafsson var fæddur á Blönduósi 13. júní 1891, sonur hjónanna Ingibjargar Lárusdótt- tir og ólafs Ólafssonar. Ingibjörg, móðir Árna, var dóttur-dóttir Bólu-Hjálmars. Eftir hana komu út tvær bækur og er ekki ólík- legt, að Árni hafi erft löngun til ritstarfa úr þeirri ætt, en á seinni árum skrifaði hann nokkrar bæk ur og gaf út. í æskuminningum smaladrengs, eem var fyrsta bók hans og kom út í nýrri útgáfu 1950, segir hann frá því, að hann fór fyrst að heiman frá foreldrum sínum, tæp lega tíu ára að aldri, að Hauka- gili í Vatnsdal, þar sem hann dvaldi þrettán sumur og nokkra vetur. Sá staður var honum eink ar kær upp frá því. Og þó að örlög Árna yrðu þau að yfirgefa sveitina og það ætti fyrir honum að ligja að lifa sín gæfuríkustu ár hér í Reykjavík, átti líf sveita fólksins og örlög þess alltaf sterk ítök í huga hans. Að Haukagilr kynntist Árni, Þórunni Hjálmarsdóttur, er hann kvæntist síðar. Þau bjuggu lengst af að Kárastöðum í Langadal og eignuðust tvö börn, Sigtrygg, lög regluþjón í Keflavík og Lucindu, húsfreyju í Húnaþingi. En þau Árni og Þórunn skildu samvist- um. Áður en Árni flutti suður var hann um tíma hjá séra Þor- steini Gíslasyni í Steinnesi, en miUi hans og þeirrar fjölskyldu mynduðust ævilöng vináttubönd. Nokkru eftir að Árni flutti til Reykjavíkur kynntist hann Önnu Guðmundsdóttur, síðari konu sin.ni, en þeim varð ekki barna auðið. Árni keypti af Jóni Helgasyni prentara bókáútgáfuna, Sögusafn heimilanna, og rak' hann það fyrirtæki fram á síðustu ár. Auk æskuminninga smala- drengs skrifaði Árni sex skáld- sögur: Glófaxa 1952, Fósturson- inn 1956, Húsfreyjuna á Fossá 1962, Draumadísina 1963, Hjónin I Litlu-Hlíð 1965 og örlagavef aem hann lauk við á þessu ári og mun væntanlega koma út inn an skamms. Árni ólafsson var maður fríður eýnum, drenglyndur að eðlisfari, en nokkuð dulur í skapi, eins og oft er títt um þó, sem hafa við- kvæma lund. Ofar öðru setti hann jafnan kærleikann, veg- lyndið og drengskapinn, sem hann áleit að leiða mundi hverja •ál til sátta við Guð sinn og meðbræður, áður en það yrði um •einan, enda er það grunntónn- inn í bókum hans. I bókinni Æskuminningar ■maladrengs, er það áberandi hversu heitt Árni unni móður sinni, og í bókarlok segist hann hlakka til að koma heim til mömmu, þegar kallið komi. — Og nú er það kall komið. Ég dreg ekki í efa, að mamma hafi tekið á móti drengnum sínum, sem þráði þá endurfundi ævi- langt. Við vinir hans, sem eftir lif- um, geymum um hann góðar minningar og erum þakklátir að hafa átt þess kost að kynnast miklum drengskaparmanni. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og ættingjum innilegustu samúð mína. Guðjón Elíasson. t „ÉG stend einn á melnum og horfi yfir æskuheimili mitt, sem er að hrynja í rúst. En nú er mamma þar ekki lengur. Ég bíð, og hlakka til að koma heim til mömmu, þegar kallið kem- ur.“ Þetta eru loknasetningar bókarinnar „Æskuminningar smaladrengs" eftir Árna Ólafs- son frá Blönduósi, þar sem hann stendur við leiði móður sinnar rúmu ári eftir að hann fylgdi henni til grafar, og virðir fyrir sér æskustöðvarnar. Þar sér hann hið forna og hugstæða láta undan tímans tönn, — það sem er honum kærast máist út og hverfur. Þetta eru örlög okkar allra sem komin erum yfir miðjan aldur. Hversu oft leitar ekki hugurinn til æskustöðvanna, til æskuheimilisins og samferða- fólksins frá þeim tímum? Þótt yfir margt fyrnist rísa alltaf ákveðnar minningar upp úr. Ein af þeim björtu minningum, sem ég á frá minni æsku, eru kynni af hinu forna heimili Árna Ól- afssonar á Blönduósi, heimili foreldra hans, Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Lárusdóítur. Þeirra heimili var athvarf minn- ar fjölskyldu, hvenær sem far- ið var í kaupstað. Þar var kom ið fyrst og farið síðast á þeim árum, er farartækin voru að- eins hestar, og reyndar löngu eftir það. Þar var gist, þrátt fyr- ir lítil húsakynni, og þeginn allur beini. Fyrir mér var það þó fyrst og fremst heimili Ingi- bjargar Lárusdóttur, því Ólaf mun ég hafa séð aðeins einu sinni eða tvisvar, enda er hann fyrir löngu látinn. Árna Ólafssyni kynntist ég ekki mikið á þessum árum. Hann var fyrir löngu fluttur að heiman, er ég var tíðastur gest- ur á Blönduósi, en sá hann þó nokkuð oft. En Árni var í mörg ár hjá föðurömmu minni, fyrst sem smaladrengur á sumrin, frá 10 ára aldri, en síðar í heilsárs- vist, alls um 13 ára skeið. Frá þeim tíma eru þau vináttubönd, er bundust við foreldra mína og síðar ökkur systkinin, er ávallt héldust og endurnýjuðust, er við komumst til fullorðins- ára. Árni Ólafsson var á margan hátt sérstæður maður. Hann mun í ríkum mæli hafa erft draumlyndi og skáldskapargáfan móður sinnar, sem var óvenju- leg kona og öllum minnisstæð, er henni kynntust. 1 fari þeirra beggja var góðvildin til allra, sérstaklega þeirra minnimáttar, íhyglin og þörfin fyrir að deila geði með öðrum og ræða vanda mál lífsins. Ingibjörg var mjög bókhneigð og víðlesin og mun það einnig hafa verið ríkur eðl- isþáttur allra hennar barna. Hún var dótturdóttir Bólu- Hjálmars. Draumar og veruleiki eru oft ólíkir hlutir. Hversu andstætt er það ekki draumum óharðn- aðs unglings, tæpra 10 ára, að þurfa að fara heimanað frá sér til ókunnugs fólks til að vinna fyrir sér?" En nokkuð rætist þó úr að öllu jöfnu. Árni átti því láni að fagna, að eiga létt með að samlagast nýju umhverfi og aðstæðum. ann varð hvarvetna mjög vinsæll, enda félagslynd- ur og óáreitinn. Eitt gengur í vil, annað á móti. Árni kvænt- ist fyrri konu sinni, Þórunni Hjálmarsdóttur, árið 1915. Þau hófu búskap nokkru síðar við lítil efni og erfiðar aðstæður. Lengst af bjuggu þau að Kára- stöðum í Svínavatnshreppi. Þau éignuðust tvö börn, Lucindu, húsfreyju að Skinnastöðum á Ásum, og Sigtrygg yfirlögreglu- þjón í Keflavík. Árni og Þórunn hættu búskap J930 og slitu sam vistum nokkru síðar. Árni flutti til Reykjavíkur árið 1934 og átti þar heima til dauðadags. Er til Reykjavíkur kom má segja að hæfist nýr kapítuli í lífi Árna, honum að flestu hag- stæðari. Á þeim árum fer hann að geta sinnt meira hugðarefn- um sínum, bókunum. Hann hafði meiri tíma til lesturs og nóf bókaútgáfu, „Sögusafn heiro ilanna“, er hann síðar helgaði krafta sma eftir því, sem heilsa leyfði. Árið 1936 16. maí, kvænt ist hann að nýju, Önnu Guð- mundsdóttur, ágætri konu, sém bjó honum kyrrt og gott heim- ili, líkt því, sem æskuheimilið á Blönduósi mun ávallt hafa verið í huga hans. Þeirra sam- líf var óvenju gott til hins síð- asta. Eins og Árni átti ætt til var hann mjög hneigður til skáld- skapar. Lítið lét hann frá sér í bundnu máli. í erfiðleikum bú skaparáranna mun þessi hæfi- leiki hans lítt hafa notið sín, en í kyrrð síns góða heimilis hér í Reykjavík hóf hann að skrifa minningar frá æskuárun- um, og síðar skáldsagnagerð. Komu út eftir. hann allmargar bækur. sem yfirleitt voru mjög vinsælar, sérstaklega hjá börn- um og unglingum Bækur hans eru þessar: Æskuminningar smaladrengs, Glófaxi, Fósturson urinn, Húsfreyjan á Fossi, Draumadísin, Hjónin í Litluhlíð og nú er um það bil að koma út sjöunda bókin: Örlagavefur. Þessar línur eru skrifaðar með þakklæti í huga til Árna Ólafssonar og allrar fjölskyldu hans frá Blönduósi. Minnist ég sérstaklega móður hans, Ingi- bjargar Lárusdóttur, og Luc- indu systur hans, fyrir alla um- önnun fyrri tíma okkur fjöl- skyldunni frá Haukagxli til handa. Stórt skarð er nú höggv ið í systkinahópinn. Sigríður í Forsæludal lézt fyrir nokkrum árum og Alma nú þann 13. þ.m. En er þetta ekki lögmál lífsins? Hinar fornu eikur falla, en nýj- ar rísa. Nú hefur Árni kvatt sinn gamla heim og leitar á önn ur svið. Kallið er komið, — hann er kominn heim til mömmu. Haukur Eggertsson. Fæddur 10. maí 1913. Dáinn 10. nóvember 1966 ÞAÐ vill oft koma okkur á óvart, þegar dauðann ber að garði og svo fór einnig fyrir mér nú, þegar ég frétti andlát Guðmund- ar Guðmundssonar síðastliðið fimmtudagskvöld. Þann dag, eins og alla aðra virka daga mætti hann til vinnu hjá Rafveitu Keflavíkur stund- víslega kl. 7 og vann fram eftir degi, eins og venjulega. Seinni hluta dags varð hann lasinn og fór heim til þess að jafna sig, en kl. rúmlega 6 var hann lát- inn og hafði hjartað gefið sig. Guðmundur fæddist hér í Kefla vík í einum Melbæjanna, sem nú mun vera Kirkjuvegur l'l, 10. maí 1913. Foreldrar hans voru Steinunn Jóhannsdóttir og seinni maður hennar Guðmundur Guð- mundsson sjómaður. Um ferming araldur Guðmundar missir faðir hans heilsuna, og móðir hans deyr þegar hann er 15 ára. Þá reynast góðir nágrannar honum mjög vel, þau Anna Hákonar- dóttir og Einar Jónsson. Hjá þeim er hann svo til húsa í nokk ur ár og stundar þau störf sem til falla, beitingar, fiskvinnu o.þ.h. Um tvítugt fer hann svo til sjós hjá þeim Guðfinns-bræðr um og er þar þangað til 1945, er hann ræðst til Rafveitunnar. Oftar hafði hann ekki vista- skipti — þar til nú. Rafveita Keflavíkur var mjög heppin að hafa Guðmund í sinni þjónustu í rúmlega 21 ár, og okkur fannst víst flestum að eðlilegt væri að gera ráð fyrir öðru eins í við- bót. Svo varð nú ekki, því eng- inn má sköpun renna. Samt vil ég þakka forsjóninni innilega fyrir þann tíma, sem við fengum að njóta þjónustu hans. Kynni okkar Guðmundar hefj ast ekki fyrr en á árinu 1958, en síðan höfum við unnið saman, og tel ég það mér mikinn ávinn- ing að hafa kynnst honum. Hann var greindur vel, en frek ar hlédrægur, en kátur og skemmtilegur, þegar því var að skipta. Til allra verka var hann í sérflokki. Betri og samvizku- samari starfsmann get ég ekki hugsað mér, og er vandfyllt það skarð, sem myndast hefur við fráfall hans. Guðmundur giftist ekki og eignaðist ekki börn og tel ég slíkt skaða fyrir okkar fámenna þjóðfélag, því þeir góðu eigin- leikar, sem hann var búinn, mundu sennilega hafa erfzt, og áreiðanlega hefði hann orðið mjög góður heimilisfaðir. Skyldmennum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Kári Þórðarson. Óska eftir Rafvirkja & útvarpsvirkja. GEORG ÁSMUNDSSON Frakkastíg 9 — Sími 15485. Vantar íbúðar- húsnæði á jarðhæð 5—700 ferm. til leigu eða kaups. Tilboð óskast fyrir laugardag merkt: „8428“. Amerískar Gólfflísar nýkomnar i fjölbreyttu og fallegu úrvali. Litaver Grensásvegi 22. — Símar 30280 og 32262. Sendisveinn óskast Vinnutími kl. 8—12 og 1—6. Talið við afgreiðsluna, sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.