Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973
			
<3f%21 ^%^ ^		"^     ^^<^	
>W" '¦! 1  1 8  1  111 II		1 /StIíIjJ' 1	íh
Útgefandi Fram kvæmda stjóri Ritstjórar	hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólf ur Konráð Jónsson,		
Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Agcilýsingar	Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstrœti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, slmi 22-4-80.		
Áskriftargjald 360.00 krá mánuði innanlands. 1 lausasölu 22, 00 kr. eintakiS			
Nú fer í hönd hátíð
kristinna manna og um
víða veröld hljómar boð-
skapurinn um frið og kær-
leika. Kristnir menn vilja
vera umburðarlyndir, en
öllu eru þó takmörk sett.
Hér á landi hefur verið
stofnaður söfnuður ásatrú-
armanna.      Sigurbjörn
Einarsson biskup hefur
hér í blaðinu birt greinar-
gerð, er hann sendi dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu
varðandi félag þetta. í upp-
hafisegir hann:
,,Ég vil fyrst taka það
fram, sem sjálfsagt er, að
þeir menn, sem hafa stofn-
að þetta félag, eiga að njóta
þeirra réttinda til skoðana-
og trúfrelsis, sem stjórnar-
skrá ríkisins vill tryggja
öllum landsþegnum. Hafa
þeir og hagnýtt sér þau
réttindi með því að stofna
með sér félag sitt, auk þess
sem hver einstakur hefur
óumdeilanlegan rétt til
persónulegra skoðana í
trúarefnum sem öðrum og
frelsi  til  að  tjá  þær  og
óljóst, hver þau meginatr-
iði eru, sem talizt geti
trúarleg sannfæring þess-
ara s.n. ásatrúarmanna.
Um helgirit er ekki að
ræða, aðeins er þess getið í
þeirri ófullkomnu greinar-
gerð, sem umsókninni fylg-
ir, að höfð sé hliðsjón af
Snorra Eddu og öðrum
helgiritum (ótilgreindum)
um það helzta inntak þess
síðar, að einstaklingurinn
beri ábyrgð á sjálfum sér.
Af þessu mætti draga ýms-
ar ályktanir, eins og af
öðru, sem er óljóst orðað og
getur búið yfir hinum
margvíslegustu hugmynd-
um. Ekki vil ég leggja þá
merkingu i þessi ummæli
um helzta inntak þessa sið-
ar, að um sé að ræða þá
fornu einstaklingshyggju,
að hver skyldi leita réttar
er, að hver beri ábyrgð á |
öðrum. Á ég að gæta bróð-
ur míns? er spurning á
einu fyrsta blaði Biblíunn-
ar og henni sjálfsvarað.
Berið hver annars byrðar
og uppfyllið þannig lögmál
Krists, segir postulinn.
Það verður að gera þá
kröfu til manna, sem vilja
teljast ásatrúar, að þeir
geri grein fyrir því, hvað j
það er í þekktum grund-
vallarviðhorfum hins forna
ásatrúnaðar, sem þeir að-
hyllast og vilja láta virða
sem raunverulega trúar-
sannfæringu. Ég nefni að-
eins í því sambandi mann-
helgina, svo og fleirkvæni.
Af því sem þegar er sagt,
er ljóst, að ég tel mig verða
að mæla gegn því, að um-
rætt félag fái staðfestingu
sem sjálfstæður söfnuður."
KRISTIN TRU
túlka, meðan aðferð hans
og háttsemi í því sambandi
rekst ekki á almenn lög,
gott siðferði og allsherjar-
reglu."
Og síðar í greinargerð
sinni segir biskup:
,,í þessu sambandi sker
það úr, að það er næsta
síns á hendur annarra eftir
því sem hann hafði megin
til. En langsótt er það ekki
að álykta, að orðum þess-
um sé stefnt gegn því sið-
gæðisviðhorfi, sem er
grundvallaratriði í kristn-
um dómi og hefur mótað
félagslöggjöf vora, en það
Á það má benda orðum
biskups til stuðnings, að
undirstaða íslenzks þjóð-
félags er kristin trú, þó að
ýmsar heiðnar bókmenntir
fornar og gamall arfur hafi
haft áhrif á menningu
vora, enda helgar sem slík-
ar, en ekki sem trúarrit. Af
þeim verður ekki tekið mið
í þeim efnum á vorum dög-
um. Kristur nægir, þó að
hann hafi hvorki nægt
Hitler, Stalín né áhangend-
um þeirra. Orð Krists eru
leiðarljós sem öllum ætti
að duga. Það er því skylda
vor og hugsjón að slá
skjaldborg um þau, jafn-
framt því sem þau eiga sér
kraft allri orku meiri.
Borgaraflokkarnir í Dan-
mörku hafa nú mátt súpa
seyðið af undanslætti við
Kristsafneitara og klám-
kúltúr svonefndan. Borg-
araleg öfl á Islandi og aðrir
lýðræðissinnar mættu hafa
það i huga. Fólkið er orðið
langþreytt á öngþveiti og
upplausn — og nú seinast
treysti enginn sér nema
danska ríkið til að styrkja
klámmyndargerð um Krist.
Slíkt hefnir sín.
En ekki ættu kristnir
menn að hafa áhyggjur af
Kristi.« Hann einn hefur
verið ósigrandi þau tvö
þúsund ár, sem liðin eru
frá fæðingu hans. Minnug
þess höldum við enn heilög
jól — og fögnum fæðingu
hans. Barnið í jötunni er
öllum tízkustefnum yfir-
sterkara.
Orð biskups eru ekki að-
eins     umhugsunarverð,
heldur einnig tímabær.
Megi kristni eflast í landi
voru.
„Kína,
semég
elska
svo
heitt..."
Eftir C. L.
Sulzberger
Samskipti Bandaríkjanna
og AlþýöulýÖveldisins Kína
byggjast á rökvísi og ást. Astin
er Bandaríkjamenn, en rökvis-
in Kinverja. Þegar þetta er haft
í huga liggur nærri að minnast
sonnettu skáldkonunnar Ednu
St. Vineent Millay, sem hefst á
þessum orðum:
„Kína, sem ég elska svo heitt
er ekki fjær mér en hönd mín.
Ástin auðveldar mér þó ekki að
De Gaulle, fyrrum Frakklands-
forseti. Hann og Yahya Kahn
voru milligöngumenn milli
Kínverja og Nixons f upphafi.
Yahya Kahn, fyrrverandi for-
seti Pakistan.
ísVuHlorkeim
cs
t\ v
Eftir
L. SILK
skilja rök springandi sprengju-
kúlu".
Hin byltingarkennda rök-
hyggja, sem knúði kínverska
ráðamenn til þess að taka upp
vingjarnlegri samskipti við
Bandaríkjamenn, á rætur sínar
að rekja til deilu Kínverja og
Sovétmannanna. Mao formaður
og Chou En-lai forsætisráð-
herra sáu, hve heimskulegt það
var, að etja af kappi við tvö
óvinveitt stórveldi í einu. Þeir
ákváðu því að reyna að bæta
samskiptin við Bandaríkin
vegna þess, að það var hættu-
minna heldur en að reyna að
sættast við Sovétríkin.
Ekki skyldu menn þó skilja
afstöðu kinverskra ráðamanna
sem svo, að þeir hafi sætt sig
við bandaríska auðvaldsstefnu.
Þeir berjast hatrammri baráttu
gegn hverskyns valdajafnvægi
og gleðjast yfir samkeppni
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna, — þ.e.a.s. á meðan
Bandaríkin verða ekki undir í
samkeppninni. Chou En-lai for-
sætisráðherra Kína er afar
hreinskilinn maður og hann
heldur því hiklaust fram, að
Bandaríkin og Sovétríkin keppi
um heimsyfirráð.
Hann óttast þó Bandaríkin
minna og segir: „Heimsvalda-
stefna Bandaríkjanna hefur
veríð á undanhaldi síðan hún
beið ósigur í árásarstriðinu
gegn Kóreu. Bandarikjamenn
hafa nú viðurkennt ósigur sinn
opinberlega. Þeir gátu ekki
haldið áfram stríðsrekstrinum i
Víetnam."
MILLIGÖNGUMENN
Bandaríkjamenn drógu ýmsa
lærdóma af styrjöldinni í Víet-
nam og þegar þeim gekk' hvað
verst þar, varð opinbert, að
Kínverjar höfðu komið sér upp
birgðum kjarnorkuvopna. Þetta
varð til þess, að hafnar voru
diplómatiskar viðræður, á jafn-
réttisgrundvelli, ef svo má að
orði. kveða. Og þess vegna
skildu Kinverjar skilaboð Nix-
on forseta rétt.
Árið 1969 kom Nixon á fram-
færi óskum um bætt samskipti
rikjanna og lét stöðva eftirlits-
ferðir bandarískra herskipa um
Formósusund. Viðræður kin-
verskra og bandariskra emb-
ættismanna hófust á ný, eftir
að hafa legið niðri um stund,
bandarískum þegnum var aftur
leyft að ferðast til Kína og við
skipti á milli ríkjanna voru auð-
velduð. Einnig sendi Nixon kín-
verskum ráðamönnumorðsend
ingar og hafði þar sem milli-
göngumenn þá de Gaulle
Frakklandsforseta og Yahya
Kahn forseta Pakistan.
Og árangurinn lét ekki á sér
standa. Henry Kissinger fór í
leynilega heimsókn til Kina. I
desember 1970 sagði Maó for-
maður við Edgar Snow: „Ef
Sovétrikin duga ekki til, mun
ég byggja vonir mínar á banda-
risku þjóðinni."
í fyrstu benti ýmislegt til
þess, að Kínverjar hyggðust
reyna að fá stjórnarandstæð-
inga í Bandaríkjunum til þess
að hafa milligóngu um bætt
samskipti rikjanna. Fulltrúi
stjórnarandstæðinga, öldunga-
deildarþingmaðurinn     Mike
Mansfield, hafði þá látið i ljós
ósk um að fara i heimsókn til
Kína. Mansfield frestaði hins
vegar förinni og kinverskir
valdhafar komust að þeirri nið-
urstóðu, að hyggilegra myndi
að hafa beint samband við
rikisstjórn Nixons, jafnvel þótt
hún færi með völd í umboði
„einokunarsinna".
GOTT SAMBAND
Hve hyggileg þessi ákvörðun
var, kom bezt i ljós af hinu
mjög góða sambandi, sem þeir
Henry Kissinger og Cho En-lai
höfðu með sér. Forsætisráð-
herrann átti fund með blaða-
mönnum skömmu eftir heim-
sókn Kissingers til Peking og
sagði þá: „Þarna er á ferðinni
maður, sem skilur okkar heim
jafnvel og sinn eigin." Við er-
lendan sendiherra sagði Chou:
„Það er hægt að ræða málin við
Kissinger."  Þegar  hinn  nýi
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna fer aftur til Peking nú á
næstunni má hann vænta þess,
að mjög vel verði tekið á móti
honum.
(Aths. Mbl: Þessari Peking-
ferð Kissingers er nýlokið).
Kínverjar hafa löngum þótt
heldur hlédrægir, en nú er svo
komið, að jafnvel hinn almenni
borgari í Kína notar hvert tæki-
færi til þess að lýsa vináttu
sinni i garð Bandarikjamanna.
Nú er því haldið á loft, að
Bandaríkjamenn hafi aldrei
hagnýtt sér hið bága ástand
kínverska ríkisins á 19. öld til
þess að ná yfirráðum yfir kín-
versku landsvæði eins og
Evrópumenn gerðu. Þvert á
móti hafi Bandaríkjamenn not-
að skaðabæturnar, sem þeir
fengu fyrir tjón, sem þeir urðu
fyrir í boxarauppreisninni, til
þess að koma á fót mennta-
stofnunum og senda til landsins
trúboða, sem elskuðu Kina,
hvorki meira né minna.
Bandarískum ferðamónnum
er alls staðar mjög vel tekið og
sýknt og heilagt er verið að
vara þá við þeirri hættu, sem
stafi af hernaðarstefnu Sovét-
rikjanna. Eru Bandaríkjamenn
þá gjarnan beðnir um að halda
vöku sinni og jafna ágreinings-
málin við V-Evrópuríkin, þó
ekki væri nema til þess að
koma í veg fyrir upplausn og
sundurlyndi þar í álfu. Enginn
minnist lengur á Bandaríkin
sem pappirstígirsdýr, en allir
óttast, að þau verði það.
ÞÍÐA
Það ríkir sem sagt þíða í sam-
skiptum Kína og Bandaríkj-
anna, en áður en samband land-
anna getur orðið hreint vináttu-
samband, eins og það, sem ríkir
á milli Kína Frakklands, þarf
að komast að samkomulagi um
Formósu, kalla heim þá banda-
ríska hermenn og embættis-
menn, sem enn starfa á eyj-
unni. Klnverjar líta Formósu
sömu augum og Frakkar litu
Alsass — Lorraine fyrir heims-
Framhald á bls. 29.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36