Morgunblaðið - 27.03.1979, Side 43

Morgunblaðið - 27.03.1979, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 ----——--------------------------- 23 KR-INGAR, tryggðu sér á sunnudaginn sigur í bikar- keppni KKÍ í 8. skiptið, er þeir mættu liði ÍR í úrslitum. Hinir fjölmörgu áhorfcndur fengu þó ekki að sjá tiltakanlega spennandi leik, til þess voru yfirburðir KR-inga of miklir. ÍR-ingar áttu aldrei svar við samvinnu KR-inga og eftir að staðan hafði verið 42—30 í hálfleik KR í vil urðu lokatölur leiksins 85—74. Fyrir leikinn voru leikmenn kynntir fyrir heiðursgesti leiks- ins, Ragnari Arnalds menntamálaráðherra, og að leik loknum afhenti hann sigurvegurunum verðlaun sín. KR-ingar komust í upphafi strax í 6—0 og eftir 7 mínútna leik var staðan 16—6. Var alls ekki að sjá að um úrslitaleik væri að ræða því barátta var lítil hjá báðum liðum og það sem gerði gæfumuninn var að ÍR-ingar voru staðir í sókninni og tóku þar af leiðandi ótímabær skot, sem KR-ingar áttu auðvelt með að verjast. Munurinn jókst og ekki leit vel út fyrir ÍR-inga. Það kom þeim þó til bjargar að KR-ingar minnkuðu hraðann þegar leið á fyrri hálfleikinn þannig að munurinn hélst óbreyttur. Voru þessar síðustu mínútur hálfleiksins ekki samboðnar úrslitaleik en ljóst var að ef ÍR-ingar ætluðu sér eitthvað annað en annað sætið í keppninni yrðu þeir að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. m (Ljósm.: GI) • Bikarmeistarar KR 1979. E.t.v. Helgi Ágústsson, Kristinn Stefánsson, Sveinn Jónsson, formaður KR, Þröstur Guömundsson, John Hudson, Garðar Jóhannsson, Birgir Guðbjörnsson, Einar Bollason, Gunnar Gunnarsson þjálfari. N.t.v. Eiríkur Jóhannesson, Árni Guðmundsson, Helgi Helgason lukkupolli, Jón Sigurðsson og Gunnar Jóakimsson. Sem fyrr sagði var staðan 42—30 í hálfleik KR í vil. Seinni hálfleikur hófst á líkan hátt og þeim fyrri lauk og var nú verulega farið að syrta í álinn fyrir IR. Það var ekki fyrr en 10 mínútur voru tii leiksloka að þeir virtust skilja hve mikil alvara var á ferðum og þá loksins vöknuðu þeir og minnk- uðu muninn í 7 stig, 59—52, og síðar 63—56. Þá sýndu KR-ingar hvers þeir eru í raun megnugir og með miklum spretti, sem Jón Sigurðsson átti stærstan þátt í, stungu KR-ingar ÍR-inga hrein- lega af og komust í 76—58. Það sem eftir lifði af leiknum léku IR-ingar upp á að minnka muninn svo ekki liti tapið of illa út, en sigur KR-inga var aldrei í hættu. Lokatölur: 85—74. Sigur þessi var KR-ingum verð- skuldaður og góð afmælisgjöf á 80 ára afmæli KR. KR-ingar segja hins vegar sjálfir að þetta hafði aðeins verið helmingur þess, sem þeir ætla að gefa félaginu, en sennilega leika KR-ingar bráðlega úrslitaleik um Islandsmeistara- titilinn við Valsmenn. Bestur KR-inga í þessum leik var að vanda Jón Sigurðsson. Þótt oft hafi borið meir á snilli hans fór vart milli mála hver það var, sem stjórnaði spili KR-inga og skoraði mikilvæg stig þegar þess þurfti með. I vörninni hélt Jón Kristni Jörundssyrfí í skefjum meirihluta leiksins. John Hudson og Einar Bollason áttu þá einnig góðan leik og virðist sá síðarnefndi ætla að kveðja spilamennskuna með glæsi- brag. Garðar Jóhannsson átti góð- an leik í fyrri hálfleiknum, en einnig stóðu þeir Árni Guðmunds- son og Þröstur Guðmundsson sig vel þegar á reyndi. Hjá IR-ingum var ekki eins mikið um fína drætti. Paul Stewart var þó IR-inga bestur, en fékk þó aldrei mikið pláss til að athafna sig. Þá var Kolbeinn Kristinsson góður þegar leið á leikinn svo Kristinn Jörundsson. Jón Jörundsson átti hins vegar afleitan fyrri hálfleik, en náði sér aðeins á strik í þeim síðari. Stefán Kristjánsson fann sig hins vegar aldrei í leiknum og komst snemma í villuvandræði, en til þess að ná árangri gegn jafn sterku liði og KR má ekkert bregðast og allir verða að ná að sýna sitt besta. Að leik loknum tóku leikmenn á móti verðlaunum sínum úr hendi menntamálaráðherra sem fyrr sagði, en þegar komið var í búningsklefana buðu IR-ingar KR-ingum upp á kampavín og Kðrfuknattleikur ---------------------/ Kristinn Jörundsson fyrirliði ÍR: „Þetta var örugglega ekki okkar leikur. Ef við hefðum bara nýtt auðveldustu færin og lagt boltann ofan í körfuna hefðum við unnið leikinn. Annars vann betra liðið og ekki hvað síst á því hve KR-ingar unnu vel saman og eiga þeir Einar Bollason og Garðar Jóhannsson mikið hrós skilið hvað þetta varðar." I þessu kom Einar Bollason aðvífandi og lét Kristin vita af því, að hann þyrfti ekki að kljást við sig framar, en Kristinn svaraði: „Þú hættir ekkert, ég á eftir að klekkja á þér einu sinni enn.“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari KR: „Leikurinn vannst á sterkri vörn og mikilli samheldni. Gott forskot í upphafi hjálpaði mikið og eftir það reyndum við að slaka ekki á. Þetta er þó aðeins helming- urinn af því sem við ætlum okkur, snittur og sýnir það á skemmtileg- an hátt hvernig þessir fornu fénd- ur í leik eru í raun bestu vinir þar fyrir utan. Stig KR: John Hudson 19 (20 skot, skoraði úr 9, 1 vítaskot, skorað úr einu), Jón Sigurðsson 17 (14—8, 1:1), Einar Bollason 17 (12—7, 7:3), Garðar Jóhannsson 10 (3—3, 5:4), Árni Guðmundsson 8 (7—4 ), bröstur Guðmundsson 6 (3—3.), Birgir Guðbjörnsson 6 (2—1, 5:4), Gunnar Jóakimsson 2 (3-1,). Stig ÍR: Paui Stewart 28 (20 skot, skoraði úr 9, 14 vítakost, skoraði úr 10), Jón Jörundsson 16 (16—5, 9:6), Kristinn Jörundsson 14 (9—5, 4:4), Kolbeinn Kristins- son 12 (7—5, 2:2) og Erlendur Markússon 4 (4—2.). Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og Erlendur Eysteins- son og voru allir sammála um að dómgæsla þeirra hefði verið til fyrirmyndar, sem vonandi verður framhald á. — gíg. en úrslitin við Val verða þó örugg- lega erfiðari, en leggjast samt vel í mig.“ Kristbjörn Albertsson. dómari: „Þetta var ekki erfiður leikur. Sigurinn var sanngjarn því KR-ingar komu til leiks með ekk- ert annað en sigur í huga.“ John Hudson KR: „Ég vil að allir fái að vita það, að KR-liðið er sko ekkert tveggja manna lið. Við erum liðsheild þar sem enginn er meiri en annar. Allt kjaftæði um að ég og Jón Sigurðsson berum liðið uppi var rækilega afsannað í dag. Ég verð ekki nógu ánægður fyrr en við höfum unnið Islands- meistaratitilinn líka, en annars líður mér vel eftir þennan sigur.“ Jón Jörundsson ÍR: „KR-ingar unnu þennan leik á því hve þeir unnu vel saman, en við spiluðum hins vegar allan tímann hver fyrir sig, og slíkt getur aldrei verið gott.“ • Hann er broshýr lukkudreng ur KR-liðsins í körfuboltanum enda ekki nema von. Verðlauna- peningurinn kominn um hálsinn og bikarnum hampað. Námskeið hjá KSÍ TÆKNINEFND K.S.Í. gengs fyrir Knattspyrnuþjálfaranám skeiði á D-stigi (III stigi) dagana 6—9. apríl n.k. fyrri hluti og 24—27. maí n.k. síðari hluti. Aðal kennari á þessu nám skeiði, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. verður Mr Terry Casey námsstjóri hjá enska knattspyrnusamhandinu. Umsækjendur skulu hafa lokið II stigi (C-stigi) og þjálfað a.m.k. eitt ár. Umsókn skal fylgja afrit a skírteini II stigs ásamt upplýs ingum um þjálfarastörf. Umsóknir berist hið fyrsta ti skrifstofu K.S.Í., sem gefur allar frekari upplýsingar. Ta'kninefnd KSÍ. (LjAsm.: (II) • John Hudson var KR-ingum drjúgur í úrslitum bikarsins gegn KR. Hér afgreiðir hann knöttinn í körfuna án þess að Paul Stewart fái rönd við reist. Einar Bollason KR sér til þess að Sigmar Karlsson blandi sér ekki heldur í leikinn. Sagt eftir leikinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.