Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982
ilnr0«#ltó»t!>
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á manuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö.
Thorvaldsen kemur
heim til íslands
Sýningin á verkum listasmiðsins frábæra Bertels Thor-
valdsens sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag er
mikið fagnaðarefni. Þar geta menn ekki aðeins kynnst dýr-
gripum úr Thorvaldsenssafni heldur einnig myndum og öðru
er lýsir ævi listamannsins og starfi. Bertel Thorvaldsen
(1770—1844) kom aldrei til íslands, en hann var aldrei í vafa
um íslenskan uppruna sinn. Skírnarfonturinn í Dómkirkj-
unni er til marks um það. Á honum stendur, að Thorvaldsen
gefi ættjörð sinni fontinn. I riti sem út kemur vegna ís-
landssýningarinnar á verkum listasmiðsins segir dr. Krist-
ján Eldjárn, fyrrum forseti íslands, um Bertel Thorvaldsen:
„Hann var danskur, en um leið íslenskur, og þetta er svo
einfalt og augljóst sem verða má. Hið rétta er að eigna hann
báðum þjóðum, þó hvorri með sínum hætti. Thorvaldsen er
líka nógu mikill til þess að tvær þjóðir megi vel deila honum
með sér eða eiga hann í sameiningu."
Forstöðumenn Thorvaldsenssafnsins í Kaupmannahöfn,
sem hefur að geyma 860 höggmyndir listamannsins, hafa af
ótrúlegri fórnfýsi og mikilli vinsemd gert okkur íslendingum
kleift að kynnast verkum meistarans. I fyrsta sinn síðan
safnið var stofnað, 1848, hafa starfsmenn þess undirbúið
sýningu á verkum Thorvaldsens utan sinna eigin dyra. Enn
einu sinni hafa tengslin milli íslands og Danmerkur verið
treyst með verðugum hætti. „Ég hef verið með það í huga að
koma á þessari sýningu á verkum Thorvaldsens allt frá því
ég kom hingað fyrst," sagði Janus A.W. Paludan, sendiherra
Dana á íslandi, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Um leið og Dönum er þakkað frumkvæði þeirra í þessu
máli fögnum við jslendingar því að Thorvaldsen skuli loksins
koma heim til íslands og við fá tækifæri til að kynnast
ódauðlegri list hans í íslensku umhverfi.
Landssöfnun og björgunarstörf
Þessa dagana er efnt til landssöfnunar til styrktar slysa-
varnar- og björgunarstarfi. Hjálparstofnun kirkjunnar
stendur að þessari fjársöfnun í samvinnu við Slysavarnafé-
lag íslands, Landssamband hjálparsveita skáta og Lands-
samband flugbjörgunarsveita. Vegna nýrra reglna þurfa
björgunarsveitir að endurnýja allan fjarskiptabúnað sinn.
An stuðnings allra landsmanna geta sveitirnar ekki ráðist í
svo fjárfrekt átak.
Augu manna beinast jafnan að ósérhlífni og hæfni björg-
unarsveita, þegar slys verða. í sveitunum starfa sjálfboðalið-
ar sem til þess eru búnir á nóttu sem degi, í veðurblíðu sem
aftakaveðri, að leggja fram krafta sína til að bjarga mönnum
úr lífsháska. Nú snúa þessir menn sér til almennings fyrir
milligöngu kirkjunnar og fara fram á fjárstyrk til endurnýj-
unar á fjarskiptatækjum. Við slíkum tilmælum er ekki unnt
að bregðast nema með einum hætti.
Bjartsýni skógræktarmanna
Mér er óhætt að segja að mikill hugur sé nú í skóg-
ræktarfólki yfirleitt, enda margt sem bendir til þess
ao skilningur á mikilvægi trjá- og skógræktar hér á landi
aukist með ári hverju, bæði hjá stjórnvöldum og meðal al-
mennings," sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktar-
félags Islands, í viðtali við Morgunblaðið að loknum aðal-
fundi félagsins um síðustu helgi.
Bjartsýni skógræktarmanna er gleðiefni. Þeir skipa þann
hóp, sem lætur sér annt um landið okkar. Þeirri staðreynd
getur enginn mótmælt, að í ýmsu tilliti höfum við, þær
kynslóðir sem nú lifa og fyrri, gengið of nærri landinu með
ofbeit og vanrækt. Skógræktarmenn eru svarnir andstæð-
ingar þeirrar þróunar. Hugsjónastarf þeirra er tekið að skila
árangri með margvíslegum hætti og vissulega er bað merkur
áfangi, að nú er farið að tala um skógrækt á Islandi sem
viðurkennda búgrein.
Frá fundi irúnaAarrifts LÍ<! í g»r.
Ályktun trúnaðarráðs LÍÚ:
Undirstöðuatvinnuvegur
þjóðarinnar verður ekki
rekinn með slíkum halla
Hér fer á eftir orðrétt
ályktun trúnaöarráðs Lands-
sambands islenzkra útgerð-
armanna sem samþykkt var
samhljóða í gær, hún felur í
sér, eins og fram kemur í
baksíðufrétt blaðsins í dag,
yfirlýsingu ráðsins um að það
sjái sig knúið til að sam-
þykkja stöðvun fiskveiðiflot-
ans:
„Við ákvörðun fiskverðs um sl.
áramót voru rekstrarskilyrði út-
gerðarinnar miðuð við, að afla-
brögð á þessu ári yrðu sambærileg
við það sem var á sl. ári, en þá
voru þau betri en nokkru sinni áð-
ur. Þetta var óráðlegt því að við
aflaminnkun röskuðust rekstr-
arskilyrðin verulega eins og raun
hefur orðið á.
Fyrstu 7 mánuði ársins minnk-
aði þorskafli bátanna um 38 þús-
und lestir eða um 18% og togar-
anna um 44 þúsund-lestir eða um
31%. Auk þessarar aflaminnkunar
skerðast tekjur hvers skips mun
meira, vegna þess að aflinn deilist
á fleiri skip. Stafar það af fjölgun
togara og aukinni þátttöku loðnu-
skipa í þorskveiðum, en þeim hafa
verið bannaðar allar loðnuveiðar.
Samfara þessum erfiðleikum hef-
ur olía hækkað í verði og er olíu-
kostnaður nú hærra hlutfall af
tekjum en áður. Olía til fiskiskipa
er 40% dýrari hér á landi en í
nágrannalöndunum.
Ekki var ráðin bót á þessum erf-
iðleikum við fiskverðsákvörðun 1.
júní og hafa rekstrarerfiðleikarnir
því haldið áfram að vaxa. Stjórn
LÍÚ hefur varað við þessari þróun
mála frá því í júnímánuði, en án
árangurs. Taldi hún sjávarút-
vegsráðherra hafa skilning á erf-
iðleikunum og sérstaklega eftir að
ráðherra afhenti LÍÚ tillögur sín-
ar til úrbóta dags. 13. og 21. júlí sl.
í þeim var gert ráð fyrir bótum til
togaranna fyrir fyrstu 5 mánuði
ársins, lækkun á olíu um 20%,
hækkun fiskverðs er komi að hálfu
til útgerðarinnar fram hjá hluta-
skiptum, lækkun fjármagnskostn-
aðar o.fl.
I trausti þess að þessar tillögur
næðu fram að ganga hefur fisk-
veiðiflotanum verið haldið til
veiða eins og mögulegt hefur ver-
ið.
Vegna almennra efnahagsað-
gerða dróst á langinn að í ljós
kæmi til hverra úrræða ríkis-
stjórnin gripi. Nú hafa þau litið
dagsins ljós og er mat Þjóðhags-
stofnunar á afkomu fiskveiðanna
á þann veg, eftir fiskverðsákvörð-
un, að halli sé að meðaltali á
minni togurum um 15% af tekj-
um. Halli á bátum sé lítillega
minni en mun meiri á stóru togur-
unum.
Ljóst er að undirstöðuatvinnu-
vegur þjóðarinnar verður ekki
rekinn með slíkum halla og
áframhaldandi rekstur leiðir ein-
ungis til skuldasöfnunar og stöðv-
unar flotans innan skamms tíma,
nema viðunandi ráðstafanir verði
gerðar til þess að skip með meðal-
afla geti greitt skuldbindingar
sínar.
Trúnaðarráð LÍÚ sér sig því
knúið til að samþykkja stöðvun
fiskveiðiflotans samkvæmt heim-
ild í b) lið 20. gr. samþykkta sam-
takanna.
Til þess að tækifæri gefist til
enn frekari umfjöllunar um mál-
efni útgerðarinnar samþykkir
trúnaðarráðið að stöðvunin komi
til framkvæmda með þeim hætti
að skip í eigu félagsmanna LÍÚ
láti ekki úr höfn eftir kl. 24.00
föstudaginn 10. september nk., en
skip, sem þá eru á veiðum, ljúki
veiðiferð. Þó mega bátar, sem
landa daglega, halda áfram veið-
um til föstudagsins 17. sept. nk."
Landsbankinn opnar í dag nýtt útibú að Álfabakka 10 í Mjóddinni í Reykjavík. Þar
verður öll almenn bankaafgreiðsla en sérstök áherzla verður lögð á ráðgjöf við við-
skiptavini Landsbankans. Nánar verður skýrt frá hinu nýja útibúi í blaðinu á morgun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32