Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 49 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Jólatré sem er gjöf frá Moss, vinabæ Blönduóss, brotnaði í tvennt í veðuráhlaupi á föstudagskvöldið. Blönduós: |■■ 'rrrrtTfp Svo brotna iólatré semönnurtré Blönduósi. SVO BREGÐAST jólatré sem önnur tré. Þetta átti svo sannar- lega við þegar jólatré frá Moss í Noregi, vinabæ Blönduóss, brotnaði í tvennt í veðurofsa á föstudagskvöldið. Blönduósingar voru varla búnir að kveikja á jólatrénu þegar það hrökk í sundur undan veðuráhlaup- inu á föstudagskvöldið. Það var á fimmtudag síðdegis sem kveikt var á jólatrénu við hátíðlega athöfn á kaupfélagsplaninu að viðstöddu íjölmenni. Séra Ámi Sigurðsson afhenti tréð fyrir hönd íbúa í Moss en Kristín Mogensen varaoddviti veitti trénu móttöku fyrir hönd Blönduósinga. Við þetta tækifæri voru sungnir jólasálmar og fyrstu jólasveinarnir gerðu vart við sig. Það er ekki laust við að jólaand- inn í sálum okkar Blönduósinga sem hefur verið að taka yfírhöndina síðustu daga hafí orðið fyrir tölu- verðu áfalli þegar hið fallega jólatré frá vinum okkar í Moss brotnaði. Það er vonandi að það takist að gera við tréð svo að og við fáum notið okkar til fulls yfír jólin. Jón Sig. rúma tvo tíma með þeim afleiðing- um að vandræði urðu á símakerfí lögreglustöðvarinnar. Tvær línur eru á stöðinni og varð önnur dauð en vegna álagsins á hina virkaði hún á tali og sagði Sigurður yfír- varðstjóri þetta ástand óþolandi. Við höfnina varð aldrei neinn bátur í hættu, þrátt fyrir rok og sjógang. Háfjara var um klukkan 23.30, þegar veðurofsinn var að ná hámarki og gerði það sjálfsagt gæfumuninn. Kópurinn GK kom síðan í höfn frá Vestmannaeyjum án nokkurra vandræða upp úr mið- nættinu, eftir að hafa landað þar síðasta síldarfarminum á vertíðinni. Tafðist hann fyrir utan innsigling- una þar sem öll innsiglingarmerki voru Ijóslaus. Sjálfvirkur rofí fyrir neyðarlýsingu reyndist bilaður þeg- ar raftnagnið fór af bænum en slíkt hefur ekki gerst áður, að sögn Bjama Þórarinssonar hafnarstjóra. Lögreglan bað rafmagnsviðgerð- armenn Hitaveitu Suðumesja að hraða því að varastrengnum frá Svartsengi yrði slegið inn þar sem árangurslaust var að lýsa siglingar- merkin upp með köstumm. Við- gerðarmennimar voru þá búnir að kanna bilanir og ganga úr skugga um að viðgerð yrði ekki komið við að svo stöddu. Þurfti að slá út öllum spennistöðvum í bænum áður en hægt var að hleypa straumi á jarð- strenginn þar sem hann annar ekki allri raforkuþörf bæjarins. Er það ástæða þess hversu langt raf- magnsleysið varð. Aðspurður sagði Jóhannes Jóns- son skipstjóri á Kópnum að aldrei hefði rifíð upp sjó á leiðinni en svo- lítið brim þó verið í innsiglingunni. Þeir fengu hins vegar á sig brot við Stokksnes á leið til Eyja að- faranótt laugardagsins og brotnuðu þá tveir gluggar bakborðsmeginn svo þeir voru orðnir ýmsu vanir. Á svipuðum tím og Kópur kom til hafnar fauk stafli af þakplötum frá húsi einu og og skilur enginn í því að ekki hlaust tjón af því það dreifð- ist um stórt svæði. Var nokkrum komið í hús en flestar fuku út í buskann. Veðrið fór að ganga niður um klukkan tvo og var neyðarástandi þá aflétt. Kr.Ben. Björgunarsveitarmenn með járnplötur sem þeim tókst að koma í hús áður en Ijón varð af. losna í Eyjabyggðinni en ekki hlaust tjón af enda neglt jafn harðan. Gömul steinsteypt rúst austan við höfnina splundraðist í átökunum. Þá fuku nokkrar plötur af íbúðar- húsi og komst vatn í eitt herbergi og olli skemmdum. Um þetta leyti var rokið orðið gífurlegt og úrhellisrigning skollin á. Lögreglubíllinn fór um bæinn ásamt björgunarsveitarbílum og lýstu upp þakskegg húsa með lang- drægum kösturum og þannig var hægt að koma í veg fyrir tjón með fyrirbyggjandi aðgerðum. Á þann hátt uppgötvaðist að á gamla Flaggstangarhúsinu, sem stendur niður við sjóinn og á að varðveita sem minjasafn, var jám að byija að losna. Var gripið til þess ráðs að binda kaðla í bflhræ sem stóð hjá og utan um húsið svo ekki yrðu meiri vandræöi þar. Klukkan 22.35 fór rafmagnið af bænum og var raftnagnslaust í Fyr irbyggj andi aðgerðir komu í veg fyrir tjón segir Bjarki Elíasson yfirlögregluþj ónn LÖGREGLAN í Reykjavik var með nokkurn viðbúnað vegna veðursins sem gekk yf ir um helg- ina. Bjarki Eliasson yfirlögreglu- þjónn sagði að lögreglan hefði einbeitt sér að fyrirbyggjandi aðgerðum og taidi að það hefði meðal annars komið i veg fyrir að meira tjón varð. Bjarki sagði að lögreglan hefði tekið á leigu fjóra jeppa með drifí á öllum hjólum og útbúið á þá menn í óveðursgöllum. Kannaðar hefðu verið ábendingar frá fólki um hluti sem hugsanlega gætu fokið. Þá hefðu þeir stöðvað bfla í að fara á Hellisheiði á meðan þar var ófært. Hann sagði að lítil umferð fólks hefði verið í borginni og fólk brugð- ist vel við. Þá sagði hann að 20 menn úr björgunarsveitinni Ingólfí hefðu verið lögreglunni til halds og trausts. Trilla slitnaði upp í Reykjavíkur- höfn aðfaranótt mánudags og voru lögreglumenn lengi að reyna að færa hana í var. Slóst hún upp að garðinum og sökk að endingu. < Morgunblaðið/Júlíus Trillan slæst við hafnargarð í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Hefði verið ábyrgðar- hluti að aðvara ekki ALMANNAVARNIR ríkisins sendu frá sér ábendingar til almenn- ings vegna óveðursins sem spáð var að gengi yfir landið á sunnudags- kvöld og aðfaranótt mánudags. Leiðbeiningar Almannavarna voru lesnar upp í útvarps- og sjónvarpsstöðvunum og var vakt í stjóm- stöð Almannavarna til klukkan 3 um nóttina. Guðjón Petersen framkvæmda- stjóri Almannavama sagði að staðan hefði verið metin svo á sunnudag á grundvelli upplýsinga um hina djúpu lægð sem nálgaðist landið og spár veðurfræðinga að rétt væri að gefa almenningi ábend- ingar ef ofsaveður yrði og einnig hefði verið fylgst með framvindu mála úr stjómstöð Almannavama. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Guðjón þegar hann var spurður að því hvort ekki hefði verið gert of mikið úr óveðurs- hættunni. Hann sagði að lægðin væri ein sú dýpsta sem komið hefði og spáin mjög slæm. „Forsendur vom allar þannig að okkur þótti ábyrgðarhluti að þegja yfír þessu. Það kom líka á daginn að á ein- staka stöðum var mjög slæmt veður. Maður getur líka spurt eftir á hvort þessar aðvaranir hafí ekki haft sín áhrif á að ekki hlaust meira tjón af þessu veðri. Fólk hafí bmgð- ist svona vel við,“ sagði Guðjón. Fárviðrivar aldrei spáð - segir Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingnr LÆGÐIN sem nálgaðist landið um helgina var 925 millibör og er hún ein af þeim dýpri sem hingað hafa komið. Hafði hún í för með sér að hvöss suðaustan- og austanátt var á landinu, sérs- taklega á undan skilunum, og víða stormur þar sem sérstakar aðstæður mynduðust. Skilin voru að fara yfir landið frá þvf seint á sunnudagskvöldið og fram að hádegi í gær. Unnur Olafsdóttir veðurfræðing- ur sagði að á laugardagskvöldið hefði Veðurstofan spáð stormi, 9— 11 vindstigum og hefði sú stað- ist í meginatriðum. Tók hún fram að Veðurstofan hefði aldrei spáð fárviðri. Veðurhæðin var mismunandi eft- ir landfræðilegum aðstæðum. í Reykjavík var 8—9 vindstiga storm- ur, og meira í mestu kviðunum. Veðrið var verra sums staðar i ná- grenni höfuðborgarinnar, eða 10— 11 vindstig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.