Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 64
Þjónusta íþínaþágu SAMViNNUBANKI ÍSLANDS HF. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans!____________x MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Verkfall bygginga- manna hófst í nótt VERKFALL 1637 bygginga- manna i Trésmiðafélagi Reykjavíkur, Iðnsveinafélagi Suðurnesja, Félagi bygginga- manna á Selfossi og Félagi byggingamanna í Hafnarfirði hófst á miðnætti í nótt. Sátta- fundur stóð yfir hjá ríkissátta- semjara í allan gærdag og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun eftir miðnættið. Fimm félög innan Sambands byggingamanna semja sér við sína vinnuveitendur en sambandið hefur samningsumboð fyrir önnur félög og þar af hafa byggingamenn í Hafnarfírði einir boðað verkfall. Morgunblaðið ræddi í gær við nokkra byggingamenn í Reykjavík um verkfallið. Fram kom hjá þeim nokkur óánægja með verkfalls- boðunina en að rétt væri að styðja verkfallið úr því sem komið væri til að sýna samstöðu. Sjá viðtöl á blaðsíðu 47. Tollfrjáls innflutn- ingur ferðamanna: Hámarksupp- hæð hækkuð úr7í 14þúsund VÆNTANLEG er ný reglugerð fjármálaráðuneytisins, þar sem innflutningsmarkið hjá ferða- mönnum er tvöfaldað, úr 7 þúsund krónum í 14 þúsund krón- Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra var spurður hvort þessi hækkun væri nægileg: „Þetta er nú umtalsverð hækkun, eða tvö- földun, en vel kann að vera að sumum fínnist hámarkið mega hækka enn. Það verður einnig að hafa í huga, að það er ekki okkar markmið að flytja verzlunina úr landinu. Innlend smásala verður að fá sín tækifæri einnig," sagði Geir. . Morgunblaðið/Sigurgeir Loðnubatar hafa komið drekkhlaðmr að landi í Eyjum síðustu dagana. Hér er það Erling KE sem kemur að landí með meira en 800 lestir og er svo siginn að ókunnugur hefði getað haldið að þarna væri kafbátur á ferð. Bátarnir eru svona mikið hlaðnir vegna þess hve stutt sigling er af miðunum. 6 1 Loðnubátarnir drekkhlaðnir til Eyja Vestmannaeyjum. BÚIÐ er að frysta um 1200 lestir af loðnuhrognum í Vestmanna- eyjum á vertíðinni. Hefur vinnslan gengið vel þrátt fyrir frekar rysjótt tíðarfar og verið unnið á vöktum allan sólarhringinn í frystihúsunum. Loðnu er landað á tveimur móttökustöðum, hjá Fiskmjölsverksmiðj- unni og Fiskmjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar. Hefur verið gott skipulag á hlutunum og skipin raðast vel niður til löndunar. Landað er úr tveimur skipum samtímis hjá FIVE en einu hjá FES. Skip hafa jafnan beðið tilbúin að renna sér undir löndunardælur verksmiðjanna og löndun því verið stöðug. Loðnu eru skipin nú að fá alveg við bæjardymar í Eyjum og á öllu svæðinu vestur á Breiðafjörð. — hkj. Sjá einnig loðnufrétt á bls. 4. Happdrættismiðar fyr- ir 180 milljóiiir í mars Miðar fyrir 70 milljónir um eina helgi ÍSLENDINGAR kaupa happ- drættismiða fyrir að minnsta kosti 180 milljónir í marsmánuði einum. Þessi upphæð er fengin samkvæmt upplýsingum frá Happdrætti Háskóla íslands, DAS, SÍBS, íslenskri getspá og íslenskum getraunum. Skyndi- happdrætti líknar- og íþróttafé- laga eru ekki talin hér með. Jóhannes L.L. Helgason, fram- kvæmdastjóri Happdrættis Háskóla íslands, sagði að Happaþrennumar, nýja happdrættið sem hleypt var af stokkunum um síðustu helgi, væm uppseldar hjá umboðinu, en hann vissi ekki hvort eitthvað væri til hjá söluaðilum. Heildarsöluverð- mæti miðanna var 50 milljónir. „Auk þess er endumýjað í gamla, góða happdrættinu hjá okkur fyrir rúmlega 50 milljónir á mánuði. Þar hefur enginn samdráttur orðið á þessu ári, þrátt fyrir harðnandi samkeppni. Sennilega vegna þess að þar er vinningshlutfallið mjög hátt,“ sagði Jóhannes. Hjá Ólafí Jóhannessyni, fram- kvæmdastjóra happdrættis SIBS, fengust þær upplýsingar að sölu- verðmæti þeirra miða næmi um 10 milljónum á mánuði. Salan gengi því þokkalega. Hún hefði þó dregist Séra Ólafur Skúlason dómprófastur: Barnaefni Stöðvar 2 hefur stór- dregið úr kirkjusókn barna Segir útsendingartíma á bamaefni vera kirkjunnar mönnum mikið áhyggjuefni KIRKJUNNAR menn hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhríf útsendingar Stöðvar 2 á barnaefni á sunnudagsmorgn- um hafa á aðsókn barna i barnaguðsþjónustur. Að sögn séra Olafs Skúlasonar dóm- prófasts dró verulega úr kirkjusókn barnanna fyrst eftir að útsendingarnar hófust. Hún hefur eitthvað aukist aftur, þó hún sé engan veginn hin sama og áður var. „Kirkjusókn bama hér á Reykjavíkursvæðinu hefur snar- minnkað eftir að Stöð 2 hóf útsendingar á bamaefni á sunnu- dagsmorgnum. Sérstaklega var það áberandi fyrst eftir að þessar útsendingar hófust. Þá hrandi aðsóknin," sagði séra Ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hringdi til þeirra á Stöð 2 eftir fyrstu útsendinguna og kvartaði. Stöðvarstjórinn Jón Ótt- ar Ragnarsson hafði svo samband við mig og við ræddum þetta fram og til baka, m.a. möguleika á því að auka útsendingar á kirkjulegu og kristilegu efni. Ég lagði á það áherslu að þeir væru ekki með þessar útsendingar á þeim tíma sem við eram sérstaklega að höfða til bamanna, en hann sagði að það væri ekki endanlega frá því gengið að útsendingar yrðu með þessum hætti, en það yrði núna um sinn að minnsta kosti,“ sagði séra Ólafur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og ég vona að Stöð 2 átti sig á því að það er ekki æski- legt að hefja samkeppni um sálir bamanna, annars vegar með guðsorði og hins vegar með skrípamyndum," sagði séra Ólaf- ur. eitthvað saman um áramótin. Að- spurður hvort SIBS-menn hygðust fara út á nýjar brautir í happ- drættisrekstri, sagði Ólafur að menn væra svona rétt að byija að spjalla saman um breytingar um næstu áramót. Ekkert væri ákveðið enn um það. Baldvin Jónsson, framkvæmda- stjóri happdrættis DAS, kvað söluna hjá þeim vera 8—10 milljón- ir á mánuði. Salan gengi eins og venjulega. Hinsvegar væri happ- drættisárið hjá þeim frá maí til apríl, svo erfítt væri að segja ná- kvæmlega til um hvort hún hefði eitthvað aukist. „Við seljum fyrir um það bil 50 milljónir á mánuði," sagði Vilhjálm- ur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Islenskrar getspár, „það fer svona eftir því hvort era fjórar eða fímm helgar í mánuði. Salan hjá okkur er alltaf að aukast. Um síðustu helgi seldum við fyrir 17,4 milljónir og það er algert sölumet." Bima Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslenskra getrauna, sagði söluverðmæti seðlanna mis- mikið milli mánaða. Leikárið hjá þeim væri frá ágúst fram í maí. Nóvember væri yfírleitt besti sölu- mánuðurinn, þá hefðu íslenskar getraunir selt fyrir 20 milljónir. Núna væri salan um 8—10 milljón- ir á mánuði. Ef aðeins er tekið mið af skyndi- happdrættunum, Happaþrennu, Lottó og Getraunum, kemur í ljós, að söluverðmæti þeirra um síðustu helgi nam um 70 milljónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.