Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C Dregið úr herafla á Spáni: Verða þoturnar fluttar til Ítalíu? Róm, Saragossa, Reuter. ÍTÖLSK stjómvöld era reiðubúin til viðræðna um að 72 bandarískar herþotur, sem ákveðið hefur verið að flvtja frá Spáni að kröfu þar- lendra ráðamanna, verði staðsettar á Ítalíu. Heimildarmenn segja að ítölskum ráðamönnum sé umhugað um að þoturnar verði ekki fluttar úr álfunni og að þeir óttist að brottflutningur þeirra raski stöðugleika í Suður-Evrópu. Bandaríkjamenn hafa fallist á að flytja þotumar frá herstöðinni í Torrejón, nærri Madríd, innan þriggja ára. Stjómvöld á Spáni vilja draga stórlega úr viðbúnaði Banda- ríkjahers í landinu og í gær fóru yfírvöld í borginni Saragossa á Norður-Spáni fram á það við yfir- völd að viðræður yrðu hafnar við Bandaríkjamenn um að leggja niður herstöð þeirra skammt frá borginni. Giovanni Goria, forsætisráðherra Ítaiíu, boðaði til ríkisstjómarfundar á miðvikudag þar sem ákvörðun Spánveija var tekin til umræðu. í Tékkóslóvakía: 90 þúsund krefjast trúfrelsis tilkynningu sem birt var eftir fund- inn sagði að mikilvægt væri að þotumar yrðu áfram staðsettar í Vestur-Evrópu. Ónefndir ítalskir embættismenn sögðu stjómvöld ótt- ast að jafnvægi herafla risaveld- anna í Evrópu muni raskast verulega verði þotumar fluttar frá Suður-Evrópu. „Við höfum af því áhyggjur að þotumar verði fluttar til Bandaríkjanna takist ekki að finna þeim stað í Evrópu og slíkt kynni að leiða til aukinnar einangr- unar," sagði einn þeirra. Líklegt er talið að þotumar verði annaðhvort staðsettar á Ítalíu eða í Portúgal, reynist stjómvöld í við- komandi ríkjum tilbúin til að taka við þeim. Nokkrir staðir þykja koma til greina á Ítalíu, þeirra á meðal Aviano, skammt frá júgóslavnesku landamærunum, og Comiso á Sikil- ey- Bandaríkjaf orseti V estur-Þýskaland: Þingnefnd rannsakar málNukem Bonn, Reuter. SAMBANDSÞINGIÐ í Bonn sam- þykkti í gær að skipa nefnd til að rannsaka meinta óleyfilega flutninga fyrirtækisins Nukem á kjaraorkuúrgangi til Belgiu og þaðan aftur til Vestur-Þýska- lands. Nefndarmenn munu einnig rann- saka hvort eitthvað sé hæft í ásökunum um að fyrirtækið hafi selt kjamakleyf efni til Pakistans og Líbýu. Þingmenn em á einu máli um að brýna nauðsyn beri til að rannsaka þetta mál sem hefur orðið til þess að minnka tiltrú manna á kjamorkuiðnaði landsins. 11 menn munu sitja í nefndinni og er áformað að þeir hefji rannsókn- ína í dag, föstudag. Fram hafg. komið fullyrðingar um að starfsmenn Nukem og dótturfyr- irtækis þess, Transnuklear, hafí mútað starfsmönnum sem önnuðust flutningana og falsað útflutnings- skjöl til að láta í veðri vaka að kjamorkuúrganginum hefði verið eytt. Sjá ennfremur „Af erlendum vettvangi“ á bls. 20. boðar frekari stuðning við kontra-skæruliða: Reuter Börn íBeirút Böm virða fyrir sér rústir og eyðileggingu í útjaðri Shatila-flótta- mannabúðanna í Beirút, höfuðborg Líbanons. Á miðvikudag afléttu shítar umsátri um búðimar, sem staðið hafði í tæp þijú ár og vakti það að vonum mikinn fögnuð meðal þeirra þúsunda Palestínumanna sem þar höfðust við. Shítar hættu umsátrinu til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á hemumdu svæðunum í ísrael. Stj'ómvöld í Nicaragna vara við styrjöld í Mið-Ameríku Managua, San Jose, Washington, Reuter. Prag, Reuter. 90.000 Tékkar hafa undirritað ákaU til stjóravalda Tékkósló- vakíu þar sem krafist er aukins trúfrelsis f landinu. Undirskriftasöfnunin hófst í síðustu viku er Frantisek Tomasek kardínáli hvatti almenning til að styðja þessa kröfu með þeim orðum að „ekki sæmdi sannkristnum mönnum að auðsýna hræðslu og undirgefni". Kirkjuyfírvöld í Tékkó- slóvakíu vonast til að þessi mikli stuðningur styrki stöðu sendinefnd- ar frá Páfagarði, sem um þessar mundir á í viðræðum við ráðamenn vegna ágreinings um hvemig staðið skuli að skipan biskupa í embætti í landinu. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hyggst fara fram á að þingmenn samþykki frekari fjár- veitingar til kontra-skæruliða í Nicaragua og kann niðurstaða þingsins að skipta sköpum fyrir framhald á stuðning Bandaríkja- manna við andspyrauhreyfing- una. Stjómvöld í Nicaragua brugðust ókvæða við þessu og sagði dagblaðið Barrícada, mál- gagn stjórnar sandinista, að slík aðstoð myndi leiða til styijaldar f Mið-Ameriku. Sendinefnd frá Nicaragua kom óvænt í gær til Costa Rica til að hefja beinar friðarviðræður við leiðtoga kontra-skæruliða. Áformað hafði verið að viðræður hinna stríðandi fylkinga um vopna- hlé í bardögum í Nicaragua hæfust ekki fyrr en í næstu viku. Talsmenn skæruliða kváðust hafa komið til Costa Rica til að kynna Miguel Obando y Bravo, kardínala og milli- göngumanni í viðræðum skæruliða og yfírvalda í Nicaragua, nýjar vopnahléstillögur og þvertóku að ræða við sendimennina. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandarílq'aforseta, skýrði frá því í gær að Ronald Reagan hygðist fara fram á frekari stuðning við kontra- skæruliða og bætti við að gert væri ráð fyrir að meginhluta upp- hæðarinnar yrði ekki varið til vopnakaupa. Fitzwater sagði í fyrstu að farið yrði fram á tæplega 50 milljóna dollara stuðning en sagði síðar að sú upphæð gæti breyst. Bandaríkjastjóm telur að þessi upphæð muni duga skærulið- um í fjóra til fímm mánuði og munu þingmenn greiða atkvæði um stuðn- inginn í næsta mánuði. Samþykki þingið beiðni forsetans er talið að hann geti farið fram á frekari stuðning síðar á þessu ári. Verði beiðninni á hinn bóginn hafnað er talið að það muni marka endalok stuðnings Bandaríkjamanna við skæruliða þar sem Reagan mun ekki gefast annað tækifæri á þessu ári til að tryggja frekari fjárveiting- ar til skæruliða. Á Bandaríkjaþingi gætir vaxandi tilhneigingar til að stöðva fjárstuðn- ing við skæmliða vegna óeiningar í röðum þeirra auk þess sem kontra-sveitir hafa verið sakaðar um mannréttindabrot. Reuter Khostá valdi Sovétmanna Sovéska innrásarhemum hefur tekist að treysta tök sín á landamæra- bænum Khost í Afganistan en frelsissveitir höfðu setið um bæinn í þijá mánuði áður en umsátrinu var aflétt eftir harða bardaga. Mynd þessi barst frá Khost í gær og sýnir hún ungviði virða fyrir sér sov- éskan brynvagn. OECD kemur Græn- lendingum til hjálpar Nuuk. Frá N J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, hefur skipað ein- um hagfræðinga sinna að vera grænlensku landstjórninni til lialds og trausts en sem kunnugt er eiga Grænlendingar við mikla efnahagsörðugleika að etja. Fór hann nýlega frá aðalstöðv- um OECD í París til Nuuk þar sem hann verður næsta misserið. Er hér um að ræða Danann Niels Henrik Westerlund og verð- ur það eitt af verkum hans að taka saman greinargerð eða gera úttekt á grænlenskum efnahags- málum fyrir núverandi og vænt- anlega lánardrottna. Landstjórn- inni gengur illa að fá lán hjá dönskum lánastofnunum. Hefur hún þegar fengið þar 150 milljón- ir dkr. en umsókn um 450 millj. dkr. fæst ekki afgreidd vegna þess, að hún hefur ekki getað gert grein fyrir greiðslugetunni. Sem dæmi má nefna, að ekki fyr- irfínnst neinn þjóðhagsreikningur og greiðslujöfnuður Grænlend- inga hefur ekki verið gerður upp. Landstjómin hefur skipað þriggja manna spamaðamefnd og á hún að skera niður fjárlög þessa árs um 600 milljónir dkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.