Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritsíjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ríkið og sveitarfé- lögin að meginmarkmið réð ferð við gerð nýrra laga um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, sem gildi taka um ára- mótin, að saman fari frum- kvæði, framkvæmd og fjár- hagsleg ábyrgð. Ætlunin var að einfalda skiptinguna, þann veg, að sem flestir málaflokkar féllu alfarið undir einn aðila. Sveitar- félögin áttu að sinna verkefnum, sem ráðast af staðbundnum þörfum, enda talið að þekking heimamanna leiði til betri og ódýrari þjónustu. Ríkið hefði hinsvegar á sinni könnu verk- efni, sem hagkvæmara teldist að leysa á landsvísu. Helztu breytingar, sam- kvæmt nýjum verkaskiptalög- um, eru á sviði heilbrigðis- og menntamála. Sveitarfélögin munu sjá um stöfnkostnað og rekstur grunnskóla, að undan- teknum kennslulaunum, sem ríkið greiðir áfram. Þátttaka ríkisins í stofnkostnaði félags- heimila, dagvistarheimila fyrir börn og íþróttamannvirkja sveit- arfélaga fellur niður. Ríkið hættir einnig að greiða hluta launa í tónlistarskólum. Hins vegar tekur ríkið alfarið að sér rekstur heilsugæzlustöðva. Reynslan ein getur úr því skorið, hvern veg til tekst að þessu leyti. Meginmál er að sveitarfélögin verði íjárhagslega sjálfstæðari og óháðari ríkis- valdinu. Löggjafinn hefur sett sveitarfélögunum ný tekju- stofnalög, sem einnig koma til framkvæmda um áramótin. Helztu breytingar eru tvenns konar. í fyrsta lagi er aðstaða sveitarfélaga til álagningar fast- eignaskatta jöfnuð og undan- þágum frá álagningu skattsins fækkað. í annan stað er tekju- öflun jöfnunarsjóðs breytt þann- ig að meginhluti tekna hans verður ákveðið hlutfall af bein- um og óbeinum sköttum ríkis- sjóðs. Greiðslureglum úr sjóðn- um er og breytt. Einnig að þessu leyti verður reynslan að skera úr um hvern veg hefur til tekizt. Sveitarfélögin eru mjög mis- vel undir það búin, fjárhagslega, að axla aukin verkefni. Lengi hefur verið að því stefnt að sam- eina og stækka sveitarfélögin til að styrkja sveitarstjórnarstig- ið. Það eru þó ekki smæstu sveitarfélögin sem standa verst fjárhagslega. Stærstu og smæstu sveitarfélögin standa hvað bezt að þessu leyti. Hins- vegar eru framkvæmdir og þjón- usta minnstu sveitarfélaganna mjög af skornum skammti. Það eru ýmis sveitarfélög af milli- stærð sem verst eru sett. Astæð- an er ekki sízt afleit rekstrar- staða fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem bitnað hefur harkalega á ýmsum sveitarfé- lögum. Verst eru þau sveitarfé- lög máske stödd, sem neyðst hafa til þátttöku í slíkum at- vinnurekstri — eða hafa færzt of mikið í fang miðað við tekj- ur. Þannig er rekstrarlegt um- hverfi atvinnulífsins rótin að fjárhagslegum erfiðleikum margra sveitarfélaga. Félags- málaráðuneytið hefur nýlega skipað nefnd til að kanna fjár- hagsstöðu verst stöddu sveitar- félaganna og gera tillögur til úrbóta. Það eitt út af fyrir sig segir það sem segja þarf um stöðu mála. Þegar ný verkaskiptalög ríkis og sveitarfélaga taka gildi skuldar ríkissjóður sveitarfélög- um trúlega 1.000-1.300 m.kr. í sameiginlegum verkefnum lið- inna ára. Lög mæla fyrir um að skuld þessi greiðist á árabil- inu 1990-1993. Hinsvegar finnst ekkert í fjárlagafrum- varpi komandi árs til að standa við þessa skuldbindingu. Alþingi verður því að bæta um betur við afgreiðslu frumvarpsins. Einn af lausum endum við framkvæmd virðisaukaskatts, sem gildi tekur um áramótin, snýr að sveitarfélögunum. Sveit- arstjómarmenn hafa af því þungar áhyggjur að umsvif sveitarfélaganna, sem nú aukast mikið, verði ofnýtt sem skatt- stofn til ríkissjóðsins. Nú standa yfir viðræður um þetta efni, seint og um síðir, og er rétt að bíða með dóma unz málalyktir sjást. Fólk, sem flytzt frá sveitarfé- lögum til ríkisins með nýrri verkaskiptingu, eins og t.d. starfsfólk Sjúkrasamlags Reykjavíkur, hefur áhyggjur af því að lækka í launum og sæta skertum starfskjörum að öðru leyti, við að færast kjaralega frá- borginni til ríkisins. Telja ekki á bætandi kjaraþóunina í landinu í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Eðlilegt er að upp komi ýmis vandkvæði við framkvæmd jafn flókinna og viðamikilla mála og hér er um að ræða. En veldur hver á heldur, segir máltækið, og í því ljósi verður að skoða framhaldið og læra af reynsl- unni. Tillögur iðnaðarráðherra í málum skipasmíðastöðva: Opinberum verkeftium flýtt og þau færð til íslenskra stöðva JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórninni tillög- ur sem eiga að stuðla að bættri samkeppnisstöðu íslenskra skipasmíða- stöðva og jafnari dreifingu verkefna. I þessum tillögum, sem unnar eru af nefnd á vegum ráðuneytisins, er meðal annars lagt til að verk- efnum opinberra aðila verði flýtt og þau unnin hjá íslenskum skipa- smíðastöðvum. Akveðið hefúr verið að breytingar á rannsóknarskipinu Arna Friðrikssyni verði gerðar hér á landi, þrátt fyrir að lægsta tilboð- ið hafi komið fi-á Póllandi, og smíði mælingaskips fyrir Landhelgis- gæsluna flýtt og það smíðað hér á landi. Einnig segir að stjórnvöld skuli aðstoða íslensku stöðvarnar við að afla sér verkefna, ýmist með meiri fyrirgreiðslu eða aukinni kynningu, hér á landi og erlendis. Þegar hefur verið gefinn út kynningarbæklingur og í bígerð er markaðsátak erlend- is. Einnig verður reynt að gera íslenskum stöðvum kleift að fá verkefni við erlend fiskiskip. í þessum tillögum segir að lána- fyrirgreiðsla vegna verkefna hjá innlendum stöðvum verði bætt, Fiskveiðisjóður taki umsóknir fyrir eftir því sem þær berast, en ekki einu sinni á ári, og framfylgi út- boðsreglum við lánveitingar og að skipaiðnaðurin fái fulltrúa í stjórn fiskveiðisjóðs. Einnig hefur verið rætt um að breytá reglum um skipti á notuðum og endurbyggðum skip- um svo íslenskar stöðvar geti tekið eldri skip upp í ný á sama hátt og erlendar stöðvar. í spá Þjóðhagsstofnunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir því að íslensk nýsmíði verði um 280 millj- ónir og breytingar um 420 milljón- ir, á verðlagi ársins 1988. Jón Sig- urðsson sagði að með breytingunum á Árna Friðrikssyni og smíði mæl- ingaskips Landhelgisgæslunar væri hægt að bæta við um 170 milljónum króna og rétta aðeins stöðu stöðv- anna. Þorleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Landsambands iðnaðar- manna, sagði að þetta væri langt frá því að vera nóg fyrir íslenska Morgunblaðið/Þorkell Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, ræðir tillögur til eflingar skipasmíða- iðnaðarins á blaðamannafundi í gær. Við hlið hans eru Páll Flygen- ring, ráðuneytisstjóri, og Örn Friðriksson, formaður Málm- og skipa- smiðasambands Islands. skipasmíðaiðnaðinn og nauðsynlegt væri að minnka sveiflur í nýsmíði og endurbótum. „Við verðum að ná fleiri verkefnum og þessar tillög- ur styrkja stöðu okkar í samkeppn- inni. En ég vil minna á að fyrir þremur árum voru sams konar til- lögur, um bankaábyrgð og fleira, samþykktar en þeim hefur ekki verið fylgt,“ sagði Þorleifur. Morgunblaðid/Þorkell Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra tók við undirskriftarlista nemenda Menntaskól- ans við Hamrahlíð, þar sem mótmælt er fækkun kennslustunda á vorönn og fækkun valgreina. Menntamálaráðherra fimd- ar með nemendum MH V estur-Skaftafellsýsla: Fimm hreppar sameinast í eitt sveitarfélag NEMENDUR Menntaskólans í Hamrahlíð gengu á fúnd mennta- málaráðherra og fjármálaráð- herra í gær og afhentu þeim undirskriftarlista, þar sem mót- mælt er fækkun kennslustunda úr 40 stundum á viku í 36 stund- ir og fækkun valgreina á vorönn. Guðrún Ágústsdóttir aðstoðar- maður menntamálaráðherra, bauð nemendum að tilnefna þijá fulltrúa til viðræðna við ráðu- neytið og óskaði jafnframt eftir fundi með nemendum og mennta- málaráðherra sem haldinn verð- ur í skólanum í kvöld. „Við erum ánægð með þær undir- tektir, sem við fengum í mennta- málaráðuneytinu. Þeir sýna þó að minnsta kosti lit og eru tilbúnir til að ræða við okkur,“ sagði Halldóra Jónsdóttir forseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. „Við munum sætta okkur við 40 kennslu- stundir á viku eins og hefur verið til þessa og að áfangakerfið verði endurskoðað frá grunni. Þá er nauðsynlegt að stækka skólann, svo hann geti annað þessu áfangakerfi. Skólinn er of lítill eins og er og þess vegna er dýrt að halda upp áfangakerfi og það kemur illilega niður á nemendunum. Við viljum því fá vissu fyrir að ráðist verið í að endurskoða kerfið og að það taki ekki mörg ár, heldur ljúki fyr- ir næsta haust.“ Guðrún Ágústsdóttir tók á móti nemendum í fjarveru Svavars Gestssonar menntamálaráðherra og sagði hún að allir skólar á landinu hefðu fengið fyrirmæli um að skera niður útgjöld um 4% á þessu ári. Skólunum væri í sjálfsvald sett hvar væri sparað og benti Guðrún á að í öðrum framhaldsskólum hefði ekki komið til árekstra vegna þessa. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagðist skilja að sparnaðurinn mæltist illa fyrir. Menntaskólanemar yrðu eins og aðrir að taka á sig minnkandi þjóð- artekjur samfara samdætti í þorsk- afla og þess vegna hefði verið farið fram á að skólarnir tækju á sig 4% niðurskurð á þessu ári. ÍBÚAR fimm hreppa í Vestur- Skaftafellssýslu samþykktu í at- kvæðagreiðslu um helgina að hrepparnir yrðu sameinaðir í eitt sveitarfélag. Þetta eru Álftavers- hreppur sem í voru 40 íbúar 1. desember sl., Hörgslandshrepp- ur með 180 íbúa, Kirkjubæjar- hreppur með 282 íbúa, Leiðvalla- hreppur með 72 íbúa og Skaftárt- unguhreppur með 86 íbúa. I atkvæðagreiðslu um sameining- una greiddu 310 af 474 atkvæðis- bærum íbúum hreppanna atkvæði. 222 samþykktu sameininguna en 80_voru á móti. í einstökum hreppum varð niður- staðan eftirfarandi: í Álftavers- hreppi greiddu 23 atkvæði af 26 sem voru á kjörskrá. 12 voru með en 10 á móti. í Hörgslandshreppi greiddu 86 atkvæði af 133 á kjör- skrá. 64 voru með en 21 á móti. 1 Kirkjubæjarhreppi greiddu 112 at- kvæði af 197 á kjörskrá. 99 voru með en 12 á móti. í Leiðvallahreppi voiu 55 á kjörskrá en 43 greiddu atkvæði. 18 voru með en 24 voru á móti. í Skaftártunguhreppi voru 65 á kjörskrá en 46 greiddu at- kvæði. 30 voru með en 13 voru á móti. Fyrir lá að ef sameiningin yrði felld í einum hreppi yrði ekki af henni. Fyrst var talið að Leiðvalla- hreppur hefði fellt sameininguna, en síðan kom í ljós, að samkvæmt sveitarstjórnalögum þarf helmingur atkvæðisbærra manna að vera á móti sameiningu sveitarfélaga til að hún falli í atkvæðagreiðsslu. Samkvæmt sömu lögum hefði Álftavershreppur þó átt að samein- ast öðrum hreppi hvort eð er, en miðað er við 50 íbúa. Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu- stjóri félagsmálaráðuneytisins sagði að tillagan um sameiningu hreppanna fimm hefði komið frá Byggðastofnun sem falið híefði ver- ið að kanna atvinnumál hreppanna, en þessir hreppar hefðu þegar allvíðtæka samvinnu á mörgum sviðum. Húnbogi sagði að víða um landið væru minni sveitarfélög að kanna möguleika á að sameinast í hagræðingarskyni. Ekki liggur fyrir hvenær samein- ing hreppanna verður, hvað nýja sveitarfélagið muni heita eða hvar hreppsskrifstofan verður. Þó er stefnt að því að sameiningunni verði lokið fyrir sveitarstjórnakosning- arnar í vor. Hanna Hjartardóttir oddviti Kirkjubæjarhrepps sagði að í næstu viku yrði sameiginlegur fundur hreppsnefnda hreppanna og í kjölfar hans myndu málin skýrast. Nýkjörin sljórn og trúnaðarráð Hvatar. Morgunblaðið/Emilía Guðrún Zoega endurkjörin formaður Hvatar Aðalfundur Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna, var haldinn í Val- höll 15. nóv. sl. A dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Ræðu- maður var Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi, og fjallaði hann um málefni Reykjavíkurborgar. Kosið var í stjórn og trúnaðarráð félagsins. í stjórn voru kjörnar Guðrún Zoéga formaður, Hanna Johannessen varaformaður, Anna Kristjánsdóttir ritari, Kristín Guð- mundsdóttir gjaldkeri, Margrét S. Einarsdóttir vararitari, Katrín Gunnarsdóttir varagjaldkeri og meðstjórnendur Anna Borg, Hrefna Ingólfsdóttir og Sigríður Sigurðar- dóttir. I trúnaðarráð voru kosnar 32 konur. (Fréttatilkynning) Deilur sljórnarliða um virðisaukaskattinn: Kratar telja samstarfs- flokkana hafa horfið frá máleftiasamning*i UPP er kominn alvarlegur ágreiningur í ríkisstjórn um virðisauka- skattlögin og hvenær þau skuli taka gildi. Alþýðuílokkurinn telur ekki koma til greina að virðisaukaskattur taki gildi fyrr en athugun- um á tveimur þrepum í virðisaukaskatti er lokið og niðurstöður fengnar sem njóti stuðnings þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar, en þeir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra telja að eðlilegf sé að lögin taki gildi um áramót, en síðan verði unnið að því að breyta lögunum á næsta ári, þannig að tvö skattþrep verði komin á fyrir árslok 1990. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segist ekki gera ráð fyrir að brestur sé kominn í ríkisstjórnarsamstarfið vegna þessa máis. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hafi ákveðið að hverfa frá því samkomulagi um virðisaukaskatt sem gert hafi verið við málefnasamning ríkisstjórnar- innar. Sömuleiðis landsfundur Al- þýðubandalagsins og samskonar yfirlýsingar hafi heyrst frá forystu- mönnum Borgarafiokksins. „Meira að segja fjármálaráð- herrann, sem hefði átt að flytja frumvarpið um virðisaukaskatt, samkvæmt málefnasamningi og samkomulagi um íjárlög, hefur lýst því yfir í viðtölum í fjölmiðlum, að hann telji tvö þrep æskilegri," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgun- blaðið. „Samstarfsflokkarnir hafa því horfið frá því samkomulagi sem ^gert var. Auðvitað verður því ekki trúað að þeir hafi ætlast til þess að frumvarpið yrði samt sem áður lagt fram, þannig að það yrði á ábyrgð Alþýðuflokksins eins. Það er samstarfsregla í ríkisstjóminni að flytja ekki stjórnarfrumvarp sem nýtur ekki stuðnings þingflokka stjórnarinnar," sagði utanríkisráð- herra. Utanríkisráðherra sagði að ljóst væri að frumvarpið eins og það er nú, nyti ekki stuðnings meirihluta þingliðs ríkisstjórnarinnar og þvi yrði að fresta gildistökunni og sölu- skattskerfiö að vera áfram við lýði, þar til niðurstaða í skoðun á tveggja þrepa virðisaukaskatti væri fengin. „Við erum einfaldlega að heimta spilin á borðið, því okkur líkar ekki þetta laumuspil. Við segj- um ósköp kurteislega, en ákveðið: Úr því að þið hafið snúið baki við þessu samkomulagi og boðið aðra stefnu, þá er það lágmarkskrafa okkar að þið sýnið okkur tillögurn- ar. Það verða þá að vera tillögur sem fullnægja þeim skilyrðum sem við höfum sett í sameiningu," sagði Jón Baldvin. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann skildi Alþýðuflokkinn mætavel eftir sam- þykktir fjölda félagasamtaka, eins og VSÍ, ÁSÍ, BSRB, neytendasam- taka og bændasamtakanna að hann teldi að fresta bæri gildistöku laganna um virðisaukaskatt og skoða tveggja þrepa skatt í stað- inn. „Allir samstarfsflokkarnir hafa einnig lýst yfir vilja til þess að fara þá leið svo mér finnst þessi samþykkt hjá Alþýðuflokknum í engan máta óeðlileg," sagði Steingrímur. Hann sagðist ennþá vera þeirrar skoðunar að skynsam- legast væri að framkvæma skatt- kerfisbreytinguna nú um áramótin, eins og undirbúið hefði verið, en síðan væri hægt að nota tímann til þess að skoða málið nánar og breyta yfir í tveggja þrepa skatt. Hann sagðist þó ekki sjá neina al- varlega erfiðleika í því að fresta gildistökunni um þtjá til fjóra mán- uði, á meðan málið væri skoðað. Forsætisráðherra kvaðst ekki telja að neinn brestur væri kominn í stjórnarsamstarfið, þrátt fyrir þennan ágreining og aðspurður um það atriði í ályktun þingflokks Al- þýðuflokksins þar sem segir að samstarfsflokkarnir hafi horfið frá málefnasamningi ríkisstjórnarinn- ar sagði forsætisráðherra: „Það segir í málefnasamningnum um virðisaukaskatt að hann skuli koma til framkvæmda um næstu áramót og með einu þrepi, en það segir ekkert um það, að _því megi ekki breyta síðar meir. Eg held því að þetta sé misskilningur." Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra telur að ekki eigi að fresta gildistöku virðisaukaskatts- ins. Upptaka hans sé mikið hags- munamál fyrir útflutnings- og sam- keppnisgreinar og styrking fyrir íslenzkt atvinnulíf. Hann segir að Alþýðubandalagið hafi verið fylgj- andi því í mörg ár að algeng inn- lend matvæli verði í lægra þrepi. í sumar hafi náðst málamiðlun milli stjórnarflokkanna, um virðisauka- skatt í lægra þrepi með endur- greiðslum á nokkrum innlendum matvælum, sem myndi leiða til verulegrar lækkunar á þeim mat- vælum strax í janúar, eða 9-10%. „Ég er þess vegna eindregið þeirr- ar skoðunar, bæði með tilliti til hagsmuna atvinnulífsins og þess að hægt er að ná fram strax í jan- úar lækkun á verði matvæla að ríkisstjórnin eigi að standa við það samkomulag sem allir stjórnar- flokkar stóðu að og láta það koma til framkvæmda um áramót," sagði Ólafur Ragnar. „Nú hefur Alþýðu- flokkurinn hins vegar opnað á það í fyrsta sinn að ræða virðisauka- skatt sem á varanlegan hátt yrði í tveimur þrepum. Það skapar grundvöll til að ná á næsta ári öðrum áfanga í lækkun matvæla- verðs í landinu, hvort sem það kem- ur til framkvæmda á seinni hluta ársins eða um önnur áramót. Það þarf auðvitað að vera svigrúm í ríkisfjármálum til þess að það sé hægt og geti tekist með árang- ursríkum hætti. Það getur tekið ákveðinn tíma að skapa það svig- rúm.“ Er Ólafur var spurður hvort með þessu ætti hann við að hann sam- þykkti það skilyrði Jóns Baldvins fyrir tveggja þrepa skatti að hann ylli ekki auknum halla á ríkissjóði án aukinnar tekjuöflunar, sagði hann að það væri mjög mikilvægt. Yrði lægra þrep tekið upp yrði að skera niður annars staðar eða tíma- setja það þannig að það hefði ekki áhrif á ríkisljármálin og þar með efnahagsstefnuna á næsta ári. „Við ætluðum í fjárlögum næsta árs að nota 1.000 milljónir til þess að ná fram þessari sérstöku 13% lækkun. Til þess að breikka þann grunn þarf meira fjármagn," sagði Olafur. Hann viðurkenndi að ósam- komulag væri í stjórninni en sagði að stjórnarflokkarnir væru byijaðir að ræða saman um leiðir til að sætta sjónarmið sín. Hann vildi þó ekki tjá sig um þær viðræður. Samþykkt þingflokks Alþýðuflokksins um virðisaukaskatt: Horfið hefur verið frá sam- komulagi um framkvæmd Eftirfarandi samþykkt um virð- isaukaskatt gerði þingflokkur Alþýðuflokksins á fiindi sínum í gærmorgun: Virðisaukaskattur hefur lengi verið á stefnuskrá Alþýðuflokks- ins til þess að bæta samkeppnis- stöðu íslenskra atvinnuvega og tryggja bætt skattskil. Þingflokkur Alþýðuflokksins er hins vegar þeirrar skoðunar að frumvarpi um meiriháttar skattkerfisbreytingu megi ekki fylgja yfirlýsingar stjórnarflokka sem ganga gegn meginstefnu frumvarpsins og veikja traust á breytingunni. Þingflokkurinn bendir á að nú hafa samstarfsflokkarnir með samþykktum og yfirlýsingum horfið frá samkomulagi því um framkvæmd virðisaukaskatts um næstu áramót sem gert var með málefnasamningi ríkisstjórnar- innar og ítrekað við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsfyrirárið 1990. I samkomulaginu var 'gert ráð fyrir einu skatthlutfalli en endur- greiðslu á hálfum skattinum af helstu matvælum. Fjármálaráðherra hefur áætl- að að eins þreps virðisaukaskattur með endurgreiðslu skili 9—10% verðlækkun á mjólk, dilkakjöti, fiski og fersku innlendu græn- meti og að heildaráhrifin til lækk- unar á matvælaverði nemi um 2%. Samstarfsflokkarnir og for- ystumenn samtaka á vinnumark- aði og neytenda- og bændasam- taka hafa lýst því yfir að þeir telji að með tveggja þrepa virðis- aukaskatti megi ná meiri lækkun matvælaverðs en með samkomu- laginu í málefnasamningnum. Við þessar aðstæður verður virðis- aukaskatti ekki komið á sam- kvæmt gerðu samkomulagi. Þingflokkur Alþýðuflokksins fer því fram á að fjármálaráð- herra leggi fram tillögur sínar um tveggja þrepa virðisaukaskatt sem haldið er fram að nái mark- miðinu um meiri lækkun á verði matvæla án þess að til komi auk- inn halli á ríkissjóði eða önnur skattlagning. Þingflokkurinn lýsir sig reiðu- búinn til þess að skoða slíkar til- lögur enda verði sýnt fram á að skattsvik aukist ekki og lækkun matvælaverðs skili sér örugglega til neytenda. Þingflokkur Alþýðuflokksins minnir jafnframt á tillögur um undanþágulausan virðisaukaskatt í einu þrepi með mun lægra skatt- hlutfalli en nú er gert ráð fyrir. Þennan kost þarf einnig að kanna. Eins og mál hafa þróast getur virðisaukaskattur ekki tekið gildi fyrr en þessum athugun- um er lokið og niðurstöður fengnar sem njóta stuðnings þingmeirihluta ríkisstjórnar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.