Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ MÁNAÐARRIT UM UPPELDI OG MENTAMÁL ÚTGEFENDUR: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, HELGI HJÖRVAR OG STEINGRÍMUR ARASON XIII. ÁR FEBRÚAR 1921 2. BLAÐ Mentaskólinn. Á síðustu 100 árum hefir orðið mikil breyting á lærðum skólum. Gömlu náms- greinunum, latínu, grísku og guðfræði, hefir stöðugt hnignað, en í stað þeirra hafa komið þær vísindagreinar, sem fleygt hefir fram á seinni öldum: nátt- úrufræði, sagnfræði o. fl. Latínan hefir dáið út sem vísindamál. Hún er ekki hagnýt lengur, og því hafa nýju málin: þýska, enska og franska, komið í henn- ar stað. Gamli tíminn er að hverfa, en nýi tíminn að sigra. En jafnframt hef- ir komist á meira samræmi milli lærðu skólanna og annara skóla. Námsgreinar hafa orðið hinar sömu, og því geta menn nú fylgst lengur að á skólavegin- um en áður var. Stefna þessi sigraði hjer á landi fyrir tveim áratugum tæp- um. þá voru fornmálin látin víkja fyrir tímabærari námsgreinum, — og var þó latínan látin halda nokkrum eftirlaun- um, — og lærði skólinn settur í sam- band við Möðruvallaskólann, sem var fluttur til Akureyrar. Var þá nafnið „lærði skólinn“ lagt niður, og tekið upp ,,mentaskóla“-heitið. Af hvaða ástæðum er ókunnugt, því fleiri eru lærðir en latínulærðir. Nema ,,mentun“ hafi þótt fallegra orð og göfugra en „lærdómur“. En breytingin var góð, og er þeim mönnum sómi að, sem komu henni svo snemma á hjer á landi. Hygg jeg, að þeir Jón Jacobson landsbókavörður og Guðmundur prófessor Finnbogason eigi mestan heiður af því. Vitanlega munu nokkrir ágallar hafa verið á hinni nýju reglugerð, og mun sá verið hafa stærst- ur, að gagnfræða- og lærdómsdeildir voru látnar hafa 3 bekki hvor, í stað þess að lærdómsdeild hefði 4 en gagn- fræðadeild 2 bekki. En þessu og fleiru má kippa í lag með lítilli fyrirhöfn. Síðan nýja reglugerðin var sett, hefir borið á nokkurri óánægju meðal hinna eldri manna, með yngri stúdenta, og hefir hún þó aldrei orðið hávær. það hefir verið sagt um yngri stúdenta, að þeir kynnu ekkert í grísku, og er það vitanlega laukrjett. En hinir eldri stú- dentar hafa margir hverjir sagt það um sjálfa sig, að þeir kynnu varla gríska stafrófið, þrátt fyrir 5 ára grískunám í lærða skólanum, og er það ekki ótrú- legt, því þannig forgengur öll kunnátta, sem daglegt líf heldur ekki við. það hef- ir og verið sagt um yngri stúdenta, að þeir kynnu lítið í latínu, og er það vafalaust rjett, enda var hið sama sagt um stúdenta gömlu reglugerðarinnar, og oft kveðið hart að orði. Enn hefir verið kvartað yfir þroskaleysi yngri stúdenta, og er það ekki heldur neitt undrunarefni, því eldri stúdentar kvarta jafnan yfir þroskaleysi hinna yngri. En nú hefir vanþroskinn verið settur í samband við hina nýju reglugerð, og er vant að sjá, hvort sú fullyrðing er bygð

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.