Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 133. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FÖSTUDAGUR14. JONl 1985.				1S
Menning	Menning	Menning	Menning	
				
NYSKOPUN OG
FORN FRÆGÐ
Sýning Listmálaraf élagsins að Kjarvalsstöðum
Þeir sitja ekki auðum höndum f
íslensku akademiunni, Listmálara-
félaginu. I Galleríinu aö Vesturgötu 17
sýna þeir meö reglulegu millibili „þaö
besta i íslenskri myndlist", eins og
segir aftan á nýlegri sýningarskrá, en
hafa nú auk þess tekiö allan vestursal-
inn að Kjarvalsstööum á leigu fyrir
hópsýningu.
Eg hef áöur látiö í ljós þá skoðun
mína að mér þykir Listmálarafélagið
skrýtið fyrirbæri og gamaldags og
nenni varla að útlista hana frekar. Hér
stöndum við einfaldlega andspænis
hópsýningu með öllum sínum kostum
og göllum. Og hopsýningar geta víst
aldrei orðið heilsteyptar. En þær geta
verið skemmtilegar og f jölbreyttar, og
það er sýning Listmálarafélagsins
ekki nema að takmörkuðu leyti.
Endurnýjun
Ef á heildina er litið komast fígúra-
tífir expressjónistar og landslagsmál-
arar betur f rá syningunni en af strakt-
málaramir. Nýsköpun og hefð haldast
betur i hendur í verkum hinna fyrr-
nef ndu, meðan hinir siðarnefndu reiða
sig á forna frægð og enn eldra mynd-
inál. Þó er nokkrum afstrakt málurum
gefið að endurnýja sig í hverju verki.
Hér á ég fyrst og fremst við þá
Kristján Daviðsson og Elías B.
Halldórsson — hinn síðarnefnda með
nokkrum fyrirvörum. Kristján ber
varla liti á striga án þess að þeir slái
neista hver af öðrum, og tekst að halda
fullum dampi þótt myndflöturinn sé
kominn upp i fimm fermctra. Elías B.
hefur haft tilhneigingu til skreytni í
verkum sínum, er ekki alveg laus við
hana að þessu sinni, en nær samt að
Myndlist
Aðalsteinn Ingóíf sson
yfirstiga hana og tilheyrandi
viðkvæmni í stórbrotinni myndgerð.
Sjá ,4C/hvalræði" og „Blá saklaus".
Umfangsmeiri
Pétur Már Pétursson kannast ég
ekki við, en verk hans lofa góðu. Lista-
maðurinn virðist í fljótu bragði binda
trúss sitt við ýmsa sígilda afstrakt
ezpressjónista, t.a.m. de Kooning,
steypir saman frjálslega máluðum
formum og líkamsleifum af talsverðu
öryggi. Svo mikil eru umsvifin í
myndum Péturs, að hann mætti að
ósekju hugsa í umf angsmeiri verkum.
Af hinum hlutbundnu expressjón-
istum risa þeir einna hæst bræðumir
Sigurður og Hrólfur, svo og Jóhannes
Geir. Einkasýningar Jóhannesar Geirs
er stuttlega gctið hér á síðunni,
og hef litlu að bæta við þá umsögn
nema frekara lofi. Sigurður virðist
hins vegar allur færast í aukana sem
myndlistarmaður i ellinni. „Vor i
hrauninu" eftir hann er traust og hríf-
andi verk, og myndir Hrólfs hafa til að
bera slagkraft langt umfram stærö.
Það hefði þótt saga til næsta bæjar hér
fyrir þrjátíu árum, að enduraýjunar
íslenskrar málaralistar væri helst að
vænta í landslagsmálverkinu. Svei
mér þá ef ekki er eitthvað til í því.
-AL
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Jóhannes Geir við eitt verka sinna.
IDAGSINS
ÖNN
Sýning Jóhannesar Geírs
„Nú er rétti tíminn til að mála,"
segja málningarkaupmenn i bænum og
keppast við að auglýsa aldeilis ótrúlegt
úrval lita, pensla, lakka og aðskiljan-
legra efnablandna. Brátt líður að þvi
að þök, veggir og gluggapóstar lifni við
eftir veturinn, og Reykjavík verður
óumdeilanlega litríkasta höfuðborg
Evrópu.
En besta litasjóið í bænum er nú
samt að finna á sýningu Jóhannesar
Geirs i Galleríinu að Vesturgötu 17.
Þar er listamaðurinn upp á sitt besta,
með ótrúlegt úrval lita undir kontról,
eins og kaupmennimir mundu segja.
Þurfa menn að vera sjöndaufir i meira
lagi til að hafa ekki ánægju af töfra-
brögðum listamannsins með oliu og
pastelliti.
Sérstaða
Efniviður Jóhannesar Geirs hefur
svosem ekki tekið miklum stakka-
skiptum á undanfömum árum. Ot um
gluggann sinn sér hann Elliðaárstifl-
una i öllum veðrum, eöa þá að hann
skýst upp í Heiðmörk, jafnvel til
Grindavíkur. Þetta eru sjaldnast ferö-
ir út í óvissuna, þvi listamaðurinn veit
hvað hann vill finna og f innur það. Við
sjáum hesta og hestamenn, báta, álftir
á flugi, gömul hus, en öll þessi mótif
eru sem nótnablöð sem Jóhannes Geir
notar til að skrá á þau stef sem hann
hefur verið að þróa í meir en aldar-
fjórðung. Þannig enda allar hugleið-
ingar um málara sem tjá sig gegnum
liti: í meira og minna subjektífum tón-
listarlíkingum. En þótt slíkar Ifkingar
séu nærtækar, verður samt ekki horft
framhjá því sem málað er, hinu frið-
samlega sambýli manns og umhverfis,
hinni hljóðu dagsins önn. Þessi sýning
Jóhannesar Geirs markar að sönnu
ekki tímamót á ferli hans, en hún stað-
festir sérstöðu hans í íslensku
mvndlistarlífi.
AI
'T*.   * *  .* «
f|.fí .  «t*Qfc   mt^b*Jr   '  * ^Tw****®
W~.'*rT¦   v***^  .. Jt&LSf-          '  ¦Ax'Tj.'  'wi
"   ' * «A«""  "*
¥ 'AQ       *'..-..        f V «** '•*«-%"*• v. Qim,
i, ¥i/ f"• -*  *   * mMr    ^_ - b > **,
Sigurður Sigurðsson — Vor í hrauninu (nr. 36).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48